Stjarnan - 01.10.1954, Page 8
80
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price
$1.00 a year. Publishers: The Can. Union
Conference of S. D. A., Oshawa Ontario.
Ritstjórn og afgreiSslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Can.
katólsku kirkjuna og í nálægð við biskups-
setrið. Menn úr riddarasveit Columbusar,
prestar og kennarar komu að heimsækja
unga manninn og reyndu að fá hann til að
snúa baki við Aðventistum og kenningum
þeirra. En hann stóð stöðugur og sagði að
Aðventistar væru einlægir í öllu, sem þeir
töluðu og kendu; það væri alt bygf á
Biblíunni.
Áður en hann var skírður tók hann
flugvél til Zebu til að vera á starfsmanna
fundi, sem þar var haldinn í október 1953.
Síðasta hvíldardaginn í október var hann
skírður og kona hans, og nú starfa þau
meðal ættingja sinna og vina.
—R. H. ADAIR
------------☆------------
Það er kraftaverk
F. H. McNeil, hvíthærði skólastjórinn
við skóla vorn í Medellin Colombia, settist
á rúm sem vér höfðum í lyfjabúð vorri í
Venezuela til að hvíla sig um stund og
segja oss frá framgangi starfsins í Colom-
bía. Hann sagði að á efri Magdalena trú-
boðsstöðinni, skamt frá höfuðborginni
Bogota gengi starfið undravel áfram. Þar
höfðum vér mætt stöðugum ofsóknum frá
1947 til 1952. '
Meðal annars sagði hann okkur' frá
manni, Palmyra, sem ásamt konu sinni
kom stöðugt á samkomur vorar. Hann
virtist um tíma hafa mikinn áhuga fyrir
málefninu, en svo einn dag ásetti hann sér
að koma ekki oftar, heldur halda áfram í
sinni kirkju, og hann bannaði konu sinni
að hlusta á okkur lengur.
Svo dreymdi hann draum. Hann þóttist
sjá ljómandi skrautlega kirkju. Hann
gladdist við þessa sýn og skildi það svo
að hann ætti að halda áfram 1 sinni kirkju,
en ekki hlusta á Aðventista. Svo horfði
hann enn nákvæmar og sá þá skínandi
ljósgeisla, sem streymdi gegn um stóru
kirkjuna. Þessi geisli kom frá litlu sam-
komuhúsi og Jesús sjálfur í látlausum
búningi benti á litla samkomusalinn og
sagði: „Þetta er vegurinn, fylgið honum“.
Hann dreymdi þetta þrisvar sinnum
sömu nóttina. Daginn eftir sagði hann við
konu sína: „Ég held það sé bezt fyrir
okkur að halda áfram að sækja samkom-
urnar“. Þau komu aftur og prédikarinn
talaði um hina sönnu kirkju og benti á að
hún yrði að sæta ofsóknum; rétt í sama
bili var púðursprengjum kastað inn í sam-
komusalinn. Enginn var drepinn og sam-
koman hélt áfram.
Að lokinni ræðu spurði prédikarinn
hvort þar væri nokkur sem óskaði eftir að
sameinast hinni sönnu kirkju. Þá stóð
maðurinn upp, sem hafði dreymt draum-
inn. Hann var þar sá fyrsti til að viður-
kenna trú sína. En hann var ekki sá eini,
sem óskaði að tilheyra hinni sönnu kirkju.
Það voru 295 manns skírðir það ár í þessari
borg.
„Þetta er kraftaverk“, sagði McNeil. Það
staðfestir líka þann sannleika að kristin-
dómurinn þrífst og þroskast bezt, þar sem
hann mætir mótstöðu og ofsóknum.
—DANIEL WALTHER
------------☆------------
Er tíminn svo stuttur eftir, að Guð verð-
ur á yfirnáttúrlegan hátt að flýta starfinu
áfram og aðvara fólkið: „Óttastu Guð og
haltu hans hoðorð, því að það á hver maður
að gjöra, því Guð mun leiða sérhvert verk
fyrir dóm yfir öllu, sem hulið er hvort
sem það er gott eða ilt“. Préd. 12:13.—14.
„Lýður þessi heiðrar mig með vörunum,
en hjarta þeirra er langt í burtu frá mér;
og til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna
þá lærdóma sem eru manna boðorð“.
Matt. 15:9. —S. J.
------------☆------------
„Ó, að þú vildir gefa gaum að boðorðum
mínum þá mundi heill þín verða sem fljót
og réttlæti þitt sem bylgjur sjávarins“.
Jes. 48:18.
„Kjósið þá í dag, hverjum þér viljið
þjóna........en ég og mínir ættmenn
munum þjóna Drotni“. Jósúabók 24:15.
„Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og
varðveita það“. Lúk. 11:28.