Stjarnan - 01.09.1956, Síða 2

Stjarnan - 01.09.1956, Síða 2
66 STJARNAN út að fiska. Um eftirmiðdaginn kom hann heim, klifraðist upp í heyloftið og smíðaði fallegan, lítinn bát, sem hann ætlaði að gefa föður sínum. Um kvöldið gaf hann föður sínum bátinn, en af því hvernig drengurinn hagaði sér, þá grunaði föður hans að eitthvað væri rangt. Þegar hann frétti að Tommy hefði svikist um að fara í skólann, þá vildi hann ekki eiga bátinn, því hann var til minningar um óhlýðni drengsins. Hversu mikinn áhuga sem vér sýnum í því að hlýða manna boðum, eða vorum eigin hugmyndum í gagnstæði við Guðs boð, þá verður það aldrei Guði þóknan- legt. Kærleikur sýndur í verki „Hvað á ég að gjöra til að eignast eilíft líf?“ spurði ríki, ungi maðurinn. Jesús svaraði ákveðið: „Ef þú vilt inn ganga til lífsins, þá haltu boðorðin, kom síðan og fylg mér.“ Matt. 19:17.—21. Hér er í fæst- um orðum bent á veginn til sáluhjálpar. 1. Haltu boðorðin. 2. Fylg þú Jesú í öllu. Jesús gefur oss kraftinn til að halda boðorð hans. „Ég megna alt fyrir Krist, sem mig styrkan gjörir.“ Fil. 4:13. Kraffurinn til framkvæmda fylgir skipun Jesús fyrir þá, sem hlýða honum. Vér ættum að læra Guðs boðorð utan- bókar og laga líf vort eftir þeim. Að kann- ast við það, að Guðs lögmál sé gott og það opinberi vilja hans, nægir ekki. Vér verð- um að hlýða því. „Ekki orðsins heyrendur, heldur þess gjörendur munu réttlættir verða.“ Biblíukenningin um hlýðni við öll Guðs boðorð, þar á meðal hvíldardagsboðorðið, hmmtar af oss áríðandi ákvörðun. Hjá því verður ekki komist. Það er ekki aðeins spurningin um, hvort vér hvílumst á laug- ardag eða sunnudag, heldur hitt, hvort vér hlýðum Jesú og fylgjum honum, eða fylgj- um mannasetningum í helgihaldi voru. „í því sýnir sig elskan til Guðs að vér höld- um hans boðorð, og hans boðorð eru ekki þung.“ 1. Jóh. 5:3. Vér sýnum elsku vora til Krists með því að halda heilagan þann dag, sem hann blessaði og helgaði. Efiir ivö ár Maður nokkur, sem vann á járnbraut sannfærðist um hve nauðsynlegt það er að hlýða öllum Guðs boðorðum, en hans var freistað til að bíða þar til hann væri lagður af og fengi eftirlaun. Þá hefði hann áhyggjulausa framtíð. Þá yrði hann ör- uggur hvað sem fyrir kæmi. „Það eru að- eins tvö ár þangað til ég kemst á eftirlaun. Þá get ég gjört sem mér sýnist og hef enga erfiðleika með að halda öll boðorðin. Já, ég kem með eftir tvö ár.“ Guð segir: „Hrósaðu þér ekki af degin- um á morgun, því þú veizt ekki, hvað dagurinn kann að koma með.“ Orðskv. 27:1. Manninum var bent á þetta og sagt hann væri að tefla upp á óvissuna, en hann sagði: „Ég ætla að eiga það á hættu.“ Hann gjörði það og tapaði. Hann dó eftir eitt ár, það var ári áður en hann bjóst við að fá eftir- launin. Jesús kallaði á Pétur að fylgja sér, og strax yfirgaf hann alt og fylgdi honum. Það var fullkomin, skilyrðislaus hlýðni. Matteus gjörði eins, hann yfirgaf alt og fylgdi Jesú. Þessir menn hlýddu strax, þegar Jesús kallaði þá. „Nú er sú æski- lega tíð, nú er dagur hjálpræðisins." •2. Kor. 6:2. Til hægri eða vinstri D. L. Moody talaði einu sinni að kvöldi dags við ungan mann, sem ætlaði að gista hjá honum um nóttina. Samtalið var um kenningar Biblíunnar og trú á Jesúm Krist. Moody reyndi að fá hann til að meðtaka Jesúm og játa trú á hann. Ungi maðurinn sagði: „Ég skal hugsa mig um, það liggur ekki svo mikið á.“ Að lokum sagði Moody: „Það er kominn háttatími. Fyrir ofan stigann eru tvö her- bergi. Til hægri er gestaherbergi fyrir þá, sem hafa gefið Jesús líf sitt. Þeir geta sofið í ró og friði. Til vinstri handar er herbergi fyrir þá, sem ekki hafa meðtekið Jesúm fyrir frelsara sinn. Þar geta þeir lagst til hvíldar án allar vonar. Þú getur sjálfur ákveðið hvort herbergið þú notar í nótt.“ Svo sýndi hann unga manninum hvar stiginn var, bauð honum góða nótt og lokaði svo dyrunum á eftir honum. Moody sat og hlustaði. Fyrir ofan stig- ann var löng bið, aiveg dauðaþögn. Svo brakaði aftur í stiganum. Ungi maðurinn fór ofan og út til að ráða við sig hvað gjöra skyldi. Hann átti í harðri baráttu

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.