Stjarnan - 01.09.1956, Side 6
70
STJARNAN
Kristi, því Jesú hefir lofað að vera með
mér alla daga,“ svaraði hershöfðinginn.
„Ég skal gjöra allar eigur þínar upp-
tækar“, sagði keisarinn.
„Allur minn fjársjóður er á himni, svo
þú getur ekki snert hann.“
„Ég get svift þig lífi,“ sagði keisarinn.
„Hvað getur þú gjört til að bjarga því?“
„Líf mitt er falið með Kristi í Guði“,
svaraði hershöfðinginn, „enginn jarðnesk-
ur böðull getur svift mig því.“
Þessi hershöfðingi var öruggur. Jafnvel
keisarinn þorði ekki að snerta hann. Sá
dagur rennur upp að allur alheimurinn
verður í fullkomnu samræmi við hin rétt-
látu boðorð vors kærleiksríka himneska
föður. Ég hef þegar byrjað þá blessunar-
ríku reynslu með því að finna fögnuð í að
halda hans heilögu boðorð.
—L. C. LEE
-------------•☆------------
Ummyndaður fyrir kraft Krists
Vér höfum dæmi upp á það í fátækra-
hverfi New York borgar, hversu fullkom-
lega Guðs náð fyrir trú á Krist getur
frelsað manninn. Dr. J. W. Chapman segir
svo frá: „Þar var alræmdur glæpamaður,
sem þrisvar hafði setið í fangelsi. Hann
var bæði fáfróður og illorður. Eitt kalt
vetrarkvöld þar sem hann sat sár og gram-
ur út við hliðargötu eina, þá gekk trúboði
nokkur framhjá og bauð honum smárit.
Eins og honum var tamt blótaði hann og
sagði: „Ef þú vilt hjálpa mér þá gefðu
mer kápuna þína.“ Trúboðinn gjörði það
jafnvel þó hann væri léttklæddur undir,
þá fór hann úr kápunni og gaf manninum
hana. Vesalings maðurinn var nauðstadd-
ur; hann reyndi trú hins kristna og fann
hún stóðst prófið. Þessi vingjarnleiki, sem
honum var sýndur snerti hjarta hans og
leiddi að lokum til þess, að líf hans og
framferði gjörbreyttist.
Maður þessi var Jerri McAuley. Hann
var djúpt fallinn glæpamaður, fjarlægur
Guði. En kraftur Krists og kærleiki hans
breytti honum svo fullkomlega, að hann
leiddi fjölda manna til Krists og stóð fyrir
einni stærstu trúboðsstöð borgarinnar,
New York. Eftir lát hans, er hann lá í lík-
kistunni, sagði einn af helztu prédikurum
borgarinnar: „Af öllum þeim sem starfað
hafa í þessari borg, þá held ég að þessi
maður hafi gjört mest gott. Ég heiðra
minningu hans. Trúboð hans hefir haft
mikil áhrif í borginni.“ Hinir fátæku komu
til að sjá hann í síðasta sinn,- þeir grétu,
er þeir litu andlit hins trúfasta vinar í
líkkistunni. Þar næst kom hópur manna
sem allir héldu á hvítri rós, sem þeir
lögðu á kistu hins framliðna til minningar
um að hann hefði leitt þá frá glötun til að
lifa sannkristilegu lífi. Það sást ekki í
kistuna, hún var alveg þakin hvítum rós-
um til minningar um manninn, sem sjálfur
hafði orðið ummyndaður fyrir kraft Krists
og síðan notað líf sitt til að leiða aðra til
frelsarans.“
Hefir Jesús fengið að ummynda líferni
þitt?, Ert þú fórnfús, hógvær og auð-
mjúkur? Ef ekki, viltu þá biðja Jesú að
ummynda líf þitt? Hann dó fyrir vorar
syndir, samkvæmt Ritningunni. „Guð
sýnir elsku sína til vor í því að þegar vér
ennþá vorum syndarar, er Kristur fyrir
oss dáinn.“ Róm. 5:8.
„Því Kristur leið líka einu sinni fyrir
syndirnar, sá réttláti fyrir hina ranglátu,
til þess að hann leiddi oss til Guðs.“ 1.
Pét. 3:18. Ef þú ert enn ekki frelsaður, þá
hrópa eins og Pétur, þegar hann tók að
sökkva: „Hjálpa þú mér, herra. Þá rétti
Jesús jafnskjótt út hönd sína og tók til
hans.“ Matt. 14: 30.—31. Jesús hjálpaði
Pétri strax, og hann mun hjálpa þér fljót-
lega ef þú biður hann.
Fullkomin frelsun og endurnýjun líf-
ernisins verður reynsla þess manns, sem
frá djúpi hjartans hrópar: „Ó, minn Guð,
frelsaðu mig líka eins og þú frelsaðir
Pétur. Ég kem til þín í nafni Jesú og bið
þig að ummynda hugarfar mitt, sál og
hjarta, alt líf mitt. Eins og ég er, gef ég
mig þér og þjónustu þinni.“ Með þessari
endurnýjun hjartans og lífernisins öðlast
þú gleði, frið og kraft, sem eflist meir og
meir dag frá degi, ef þú reynist Guði trúr,
þar til að lokum þú öðlast endurgjald þitt,
arfleifð heilagra í Guðs ríki. —J. W. H.