Stjarnan - 01.09.1956, Blaðsíða 7
STJARNAN
71
Börnum líkir
Nóttin var fallin á, niðamyrkur var
komið. Laufin voru fallin af trjánum og
norðanvindurinn hristi gluggana í logga-
kofanum. Inni logaði eldurinn á stein-
hlóðunum, og skamt þaðan sást hamingju-
samur faðir með börnin í kring um sig og
var að segja þeim sögur.
Sumt voru gamlar sögur, sem þau vildu
fá að heyra g|tur, sumar sögurnar voru
frá frumbýlingsárunum og sumar úr
Biblíunni. Stundum komu börnin með
spurningar, sem alls ekki var létt að svara,
og tvö yngstu börnin fóru gegn um staf-
rófskverið.
Þau höfðu lært að þekkja flesta stafina
og þau mundu nöfn á litunum, hvítt, svart,
rautt o. s. frv. En það var erfitt að muna
g og k, eða að þekkja í sundur m og n,
eða að R er P með legg í viðbót, og að Q
er O með rófu.
Þegar bókinni var flett aftur á bak og
áfram reyndu börnin að nefna nafnið á
hverjum staf. Oft svöruðu þau öll í einu,
en stundum aðeins eitt og það hálf hikandi.
Stundum var löng þögn og svo: „Pabbi, ég
veit það ekki, hvað er það?“
Strax þegar pabbi gaf nafnið á stafnum
voru allir ánægðir. Ef pabbi sagði X, þá
voru þau öll viss um að það var X.
Þetta kom fyrir aftur og aftur. En þetta
kvöld leit faðirinn á öll litlu andlitin
kring um sig og fann til þess betur en
nokkru sinni fyr, hve óbifanlegt traust
börnin báru til hans. Rétt í þessu kom
honum til hugar Biblíuvers, sem nú hafði
nýja þýðingu fyrir hann. „Jesús kallaði
barn eitt til sín og mælti: Sannlega segi
ég yður, nema þér takið sinnaskifti og
verið eins og börn, munuð þér ekki koma
í himnaríki." Matt. 18:2,—3.
„Eins og börn,“ fús til að læra. Trúa
því, sem þeim er sagt. Sýna traust. Þau
reiða sig á orð foreldra sinna. Þau eru
viss um að X er X, en ekki V, ef pabbi
segir það.
Ef aðeins vér fullorðna fólkið vildum
koma til vors himneska föður með sama
traust og börnin koma til föður síns. Ef
vér aðeins vildum taka Guðs orð, Biblíuna,
eins fljótt, ákveðið og fullkomlega eins og
barnið tekur orð föður síns. Það mundi
hrekja burt allan efa og vantrú. Það mundi
skýra skilning vorn. Vér mundum öðlast
hugsjón, kraft og sigur nú og ávalt. Vér
mundum algjörlega hafna syndum þeim,
sem nú hindra kristilega framför vora.
Hve fjarstætt það væri fyrir barn að
rökræða við föður sinn eða móður að X
væri ekki X, að K væri Q og Z væri B.
En hve miklu heimskulegra er það ekki
fyrir jarðneskan mann að efast um hið
heilaga orð hins eilífa Guðs.
Innilega, ástúðlega, með óþreytandi
þolinmæði og kærleika býður Guð okkur
til sín í dag. Komið til krossins Krists,
s.jáið hvað hann leið fyrir yður. Komið til
uppsprettunnar til að verða þvegnir og
hreinsaðir. Komið til veizlunnar og fáið
fæðu. Komið til hins mikla kennara og
lærið vísdóm sáluhjálparinnar.
Vinur minn, hver sem þú ert, hvað ann-
sð, sem þú gjörir, þá láttu ekkert hindra
þig frá að koma. Kom eins og lítið barn.
—SANFORD T. WITHMAN
------------------------
Blekbletturinn í borðdúknum
1 gærmorgun flýtti ég mér meir en vana-
iega að þvo upp diskana og sópa eldhúsið
og lagði svo á borðið fallegasta borðdúk-
inn minn. Það er svo skemtilegt að sjá
nýþveginn fallegan dúk á borðinu.
Nú datt mér 1 hug að ég gæti tekið fá-
einar mínútur til að lesa, svo lagði ég
bókina á borðið og fór að lesa. Stundum
er það svo eftirtektarvert, sem vér lesum,
að vér setjum athugasemd eða merki við
það,svo ég tók sjálfblekunginn minn, opn-
aði hann og setti merki. Ég var nú svo
upptekinn við lesturinn, að ég í hugsunar-
leysi lagði opinn pennan á borðdúkinn.
Nokkrum mínútum seinna leit ég upp.
Svartur blettur eins stór og undirskál var
nú á borðdúknum. Ég var ekki lengi að
loka pennanum og hugsaði nú gremjufull: