Stjarnan - 01.09.1956, Síða 5

Stjarnan - 01.09.1956, Síða 5
STJARNAN 69 hættulaus vegur hefir verið lagður. Sá, sem er fullkominn að vizku og skilningi hefir gefið mér óhultar og öruggar reglur fyrir lífi mínu og breytni. Þessi boðorð eru stutt og einföld. Hvert barn getur lært þau utanbókar og skilið þau. Þau þurfa aldrei endurskoðun né breytingu. Ég þekkti mann, sem braut lög og var tekinn fastur. En áður en hann var settur í fangelsi breytti borgarstjórinn lögunum, svo lögreglan varð að sleppa manninum. Þetta hefir aldrei átt sér stað og mun al- drei eiga sér stað með 10 boðorðin. Þau voru hin sömu fyrir Adam og Evu eins og þau eru fyrir þig og mig. Einhver hefir sagt að 5 miljón lög hafi verið gefin út, en ekkert þeirra tekur fram eða jafnast á við 10 boðorðin. Salómon, hinn vitrasti maður, sem uppi hefir verið, sagði: „Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því það á hver maður að gjöra, því Guð mun leiða alla hluti fyrir dóminn, yfir öllu sem hulið er hvort sem það er gott eða ilt.“ Préd. 12:13.—14. Á hinum mikla degi dómsins verða allir dæmdir eftir sömu guðdómlegu megin- reglu. Hinn óumbreytanlegi Guð hefir al- drei breytt réttlætisreglum sínum. Alls staðar og á öllum tímum eru þær og verða hinar sömu. Einhver hefir sagt, að bezta aðferðin til að kenna lærdóminn sé að sýna hann í lífi manns. Þetta gjörði Guð er hann sendi son sinn, sem lifði Guðs lögmáli og sýndi hinum guðdómlegu boðorðum fullkomna hlýðni. Þegar Guð skapaði vora fyrstu foreldra cg setti þau í aldingarðinn, þá voru þau ímynd og líking Guðs. En innræti er ekki hægt að skapa, það verður að þroskast. Með óhlýðni sinni byrjaði maðurinn að byggja upp spilt innræti, og smám saman misti hann líkingu skapara síns. Menn höfðu gleymt réttlæti Guðs, svo hann varð að skrifa 10 boðorðin á steintöflur, svo maðurinn gæti lesið þau. Maðurinn var íarinn að missa sína andlegu sjón og skiln- ing, svo Guð varð að tala til hans líkam- legu skilningarvita. Jesús, Guðs sonur, kom til vorrar jarðar til að gefa okkur fyrirmynd til að breyta eftir. Hann lifði heilögu lífi í fullkomnu samræmi við Guðs lögmál. Líf hans sýndi að lögmálið var heilagt, réttlátt og gott. Svo gaf hann líf sitt sem syndafórn, er hann leið þá hegningu, sem syndin hefir í för með sér. Einu sinni spurði lögvitringur Jesúm hvert væri hið helzta boðorð í lögmálinu. Jesús svaraði: „Elska skaltu Drottinn Guð þinn af öllu hjarta, allri sálu þinni og öllu hugskoti þínu. Þetta er hið æðsta og helzta boðorð, og þessu líkt er hitt. „Elska skaltu náunga þinn sem sjálfan þig.“ Matt. 22:37.-39. Ég elska 10 boðorðin af því Jesús fylgdi þeim. Ég hef lært að elska Jesúm sem frelsara minn og bezta vin. Tveir geta ekki fylgst að nema þeir fari báðir sömu leið. Ég vil fylgja Jesú og ganga sömu leið og hann. Hans vegur er vegur kærleika og hlýðni. Hlýðni við Guð, sem sprettur af kæreika til hans er vegur réttlætisins. Jesús sagði: „Ef þér haldið mín boðorð, þá munuð þér halda minni elsku eins og ég hélt boðorð föður míns og held hans elsku.“ Jóh. 15:10. Ég sé enga ástæðu til að óhlýðnast 10 boðorðunum, nema maður vilji ekki fylgja Jesú eða fara til himins, þangað sem hann i'ór. Kærleikur og hlýðni hljóta að fylgjast að. Jóhannes postuli segir, að vér .blátt áfram þekkjum ekki Guð, ef vér ekki hlýðum honum: „Á því vitum vér að vér þekkjum hann, ef vér varðveitum hans orð.“ 1. Jóh. 2:3. Með Jesúm sem frelsara minn og 10 boðorðin fyrir leiðarvísi, þá finn ég mig öruggan og óhultan. Alt í þessum heimi og í þessu lífi getur horfið. En trygging mín er ekki undir því komin. Ég hef örugg- leik og trygging ofar öllum jarðneskum hlutum. Ég verð að mæta í réttarsal himinsins. „Því allir hljótum vér að birtast fyrir Krists dómstóli," en Jesús hjálpar mér að búa mig undir prófið. Ég þarf ekki að falla í gegn. Rómverskur hershöfðingi meðtók kristni fyrir mörgum öldum síðan. Hann var kall- aður fyrir keisarann, sem heimtaði að hann sneri baki við kristindóminum, en héldi áfarm í heiðninni. Hershöfðinginn neitaði því, svo keisarinn hótaði að gjöra hann útlægan úr rómverska ríkinu. „Þú getur ekki gjört mig útlægan frá

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.