Mosfellingur - 13.09.2002, Side 5

Mosfellingur - 13.09.2002, Side 5
Iþróttir — Iþróttir -— Iþróttir - — Góður gangur í kvennafótboltanum í sumar Það hefur verið mikið um að vera hjá stelpunum í fót- boltanum í sumar. Þær fóru m.a til Damerkur á Tivoli cup í sumar. Þar gerðu þær sér lítið fyrir og höfnuðu í öðru sæti á því stórmóti. Á frábærlega vel heppnuðu Nóatúnsmóti sem er félaginu alltaf til sóma röðuðu þær sér einnig í verðlaunasæti. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá stelpurnar sem stóðu sig svo vel á Tivoli cup ásamt þjálfurunum sínum þeim Eygerði og Bóel. íslandsmeistarar og fslandsmet í sumar !! Fótboltinn hjá krökkunum Það hefur verið í mörg hom að líta hjá yngri flokkunum í fótboltanum í sumar. Allir hafa tekið þátt í íslandsmótum, flestir með mjög góðum árangri. Hæstberþó árangur Strákarnir í 5. flokki ásamt þjálfurunum 5. flokks drengja, en þeir spiluðu í sínum Bjarka Má og Hauki itáðu úrslitakeppninni nú fyrir skömmu. frábœrum árangri ísumar Þeir stóðu sig mjög vel þar, enduðu í 3.-4. sæti. Afturelding hefur m.a. sent tjölmörg lið og þar með fleiri hundruð krakka á Reebokmót, Pæjumót, Shellmót, Essomót, Lottomót og nú síðast Landsbankamót. Það eru einmitt ferðir á þessi mót sem krökkunum eru efst í huga þegar litið er um öxl eftir keppnistímabilið, svo nauðsynlegt er að vanda alla vinnu í kringum þetta starf. I ár tókst rnjög vel til með þessar ferðir allar og hefur gríðarlega rnikið og gott starf verið unnið af þeim foreldrum sem koma að undirbúningnum, enda eins gott þar sem fjölgunin hefur orðið mikil á fót- boltakrökkum í Aftureldingu á undanförnum misserum. Þeir fjölmörgu foreldrar sem staðið hafa við bakið á krökkunum sínum í íþróttastarfinu, hafa bundið miklar vonir við bætta aðstöðu á Tungubökkum, enda hafa nú foreldrar beðið tilbúnir með hamarinn í annarri og sögina í hinni eftir að fá að taka þátt í upp- byggingu þar. Með samstilltu átaki er sú bið vonandi brátt á enda, svo foreldrar í Mosfellsbæ geti tekið stoltir á móti þeim fleiriþúsund gestum sem sækja fót- boltamót á Tungubökkum á ári hverju. Krakkamir í frjálsum hafa staðið í ströngu í sumar. Þau tóku þátt í okkar stórskemmtilega og fjöl- menna Gogga galvaska móti á Varmárvelli í júní, þau eldri hafa keppt á íslandsmótum og ýmsum mótum hjá nágrannafélögunum og hápunktur sumarsins hjá flestum var svo þátttaka á unglinga- landsmótinu í Stykkishólmi um verslunarmannahelgina. Um 15 krakkar höfðu náð lágmörkum á íslandsmótin, þau elstu kepptu í Borgarnesi, en þau yngri á Dalvík. Til gamans má geta þess að Brynja Finnsdóttir varð íslandsmeistari í langstökki og 80m grindahlaupi. Glæsilegt hjá Brynju! Á ung- lingalandsmótinu sigraði Friðrik Theodórsson í spjótkasti með glæsilegum köstum við fremur erfiðar aðstæður. Fyrir utan veðrið tókst unglinga landsmótið mjög vel og skemmtu allir sér hið besta. Nú fyrir skömmu setti Valgerður Sævars- dóttir nýtt íslandsmet í sínum aldursflokki í stangarstökki er hún stökk 2.88 hér á Varmárvelli. Til hamingju með það Vallý. Meistaramót Kjalar f " 1 É ^PH ' N 1 ^tr )Ljl Meistaramóti Golfklúbbsins Kjalar lauk laugardaginn 20. júlí. Sigurvegari í meistaraflokki kvenna varð Nína Björk Geirsdóttir. Helga Rut Svanbergsdóttir varð í öðru sæti og Snæfríður Magnúsdóttir í því þriðja. í meistaraflokki karla varð Heiðar D. Bragason í fyrsta sæti Magnús Lárusson varð í öðru sæti og Kári Emils- son í því þriðja. Á öðrum degi í mfl. karla setti Magnús Lárusson glæsilegt vallarmet á hvítum teigum þegar hann lék 18 holur á 69 höggum en strax í næsta pútti á eftir jafnaði Heiðar D. Bragason það. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá verðlaunahafa á meist- aramótinu. Mosfellingar! íþróttamannvirkin að Varmá eru opin öllum og fyrir alla. Komið og nýtið ykkur okkar frábæru aðstöðu innan- sem utandyra.

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.