Mosfellingur - 13.09.2002, Qupperneq 7

Mosfellingur - 13.09.2002, Qupperneq 7
Anna Guðný Guðmunds- dóttir fæddist 6. septem- ber 1958 í Reykjavík, foreldrar hennar eru Með Sigurði eiginmanni sínum í rigningargöngu í Þórsmörk sumarið 2002. Guðmundur Þ. Halldórs- son og Aagot Árnadóttir, þau eru búsett hér í bænum. Anna er gift Sig- urði Ingva Snorrasyni, klarinettuleikara. Hún á tvo stjúpsyni, Marían og Daníel, fædda 1975 og 1976. Börn hennar og Sigurðar eru Ásta, fædd 1989 og Guðmundur Snorri fæddur 1992. Anna Guðný var útnefndur bæjarlistamaður Mos- fellsbæjar á þjóðhátíðar- daginn í sumar. Skólagangan Eg hóf mína skólagöngu í Álftamýrarskóla segir Anna Guðný, þaðan lá svo leiðin í Mennta- skólann við Hamrahlíð og Eignaðist þrjá karlmenn í einu vetfangi segir Anna Guðný Guðmundsdóttir þaðan varð ég stúdent 1977. Ég lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1979 og fór svo í Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum í frekara tón- listarnám. Að lokinni skólagöngu flutti ég svo heim og fékk strax nóg að gera. Ég eignaðist þrjá karlmenn í einu vetfangi, sambýlismann og tvo stjúpsyni. Það var ekki aftur snúið Það voru ekki alltaf mín áform að verða atvinnu- píanóleikari, það þróaðist eiginlega og skýrðist eftir því sem á námið í Lun- dúnum leið og síðan varð ekki aftur snúið. Við féllum alveg fyrir húsnæðinu og staðnum Við fluttum í Mosfellsbæ í nóvember 1990. Við bjuggum þá í Litla Skerjafirði og fjölskyldan var að stækka. Það var dýrt að kaupa í 101 og 107 þá eins og nú. Fyrir tónlistarfólk er ekki auð- velt að finna húsnæði sem það ræður við og þar sem það getur æft sig óhind- rað. Við skoðuðum yfir 30 eignir hér og þar á höfuðborgarsvæðinu en eftir að við komum í húsið á Leirutanga komst ekkert annað að, við féll- um alveg fyrir húsinu og staðnum. Svo skemmdi ekki fyrir að foreldrar mínir voru fluttir hingað. Þetta var einu sinni eitt glæsilegasta hljóðfærið sem bauðst í Reykjavík og nágrenni Hér blómstrar mikið sönglíf en það fer ekki mikið fyrir öðrum tón- leikum. Hlégarður þjónar þó sæmilega sem tón- listarhús, en það þyrfti að sinna flyglinum þar betur og leggja peninga í að halda honum í góðu ástandi. Þetta var einu sinni eitt glæsilegasta hljóðfærið sem bauðst í Reykjavík og nágrenni. Það er dálítið skemmti- legt að segja frá því að þarna lék ég tónleikapró- grammið mitt vorið sem ég útskrifaðist úr Tón- listarskólanum. Annars mætti hvetja tónlistarfólk og listafólk í öllum greinum til að setjast að í Mosfellsbæ því að fyrir fólk sem vinnur a.m.k. að hluta til heima hjá sér er náttúrufegurðin og kyrrðin sem hægt er að njóta hér ómetanleg. Bæjaryfirvöld gætu haft það á stefnuskránni að laða til sín listafólk bæði beint (með einhverjum hlunnindum) og óbeint. Það er gaman að taka þátt í að móta nýja deild Það er margt spennandi framundan. Ég er að hefja annað starfsárið við tónlistardeild Listahá- skólans í Reykjavík, sem er mitt fasta starf. Það er gaman að taka þátt í að móta nýja deild. Svo eru tvær tónleikaferðir á döfinni. Við Diddú förum til Alsace í Frakklandi í lok september og verðum með tónleika þar og í byr- jun nóvember fer ég og spila á tónlistarhátíð í Trento á Italíu. Áhugamál mín eru tónlist, bækur og ferðalög sagði Anna Guð- ný að lokum. Mosfellingur þakkar Önnu Guðnýju spjallið og óskar henni til ham- ingju með bæjarlista- mannsútnefninguna, og óskar fjölskyldu hennar velfarnaðar. K. Tomm A fallegum sumardegi með Sigurði og Guðmundi í garðinum heima. Frá vinstri: Marían, Anna, Sigurður með Ástu og Daníel. Frá tæknideild M OSH t: 1. L.S 15/1; R 1 itajj eu/hr rxrar nra. Nú þegar líöur að hausti viljum við minna bæjarbúa á að hreinsa laufblöð og annað frá niðurföllum, til að í'jrmrír atnu. BSg forðast tjón af völdum haustrigninga. þjtÍKÉiuáa kr«á. Tæknideild Mánudaga: 13-18 Föstudaga:10-19 VyJJlvJ* Þri.-fim: 10-18 Laugard: 10-14 7

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.