Fréttablaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —4 1 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 1 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Öskudags- búningar! Finndu okkur á H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 7 1 1 0 3 0 Betolvex B-12 Fæst án lyfseðils Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verka- lýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaravið- ræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag. Brestur í blokkinni? REYKJAVÍK Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast í dag, en það er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráð- herra sem tekur ákvörðun um hvort skyndifriðun skuli fram haldið. Minjastofnun ákvað þann 8. janúar síðastliðinn að skyndifriða þann hluta garðsins sem er innan reits sem félagið Lindarvatn áformar að reisa hótel á. Lilja vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en sagði von á ákvörðun úr ráðuneyti sínu seinni partinn í dag. Sá hluti Víkurgarðs sem í daglegu tali nefnist Fógetagarður er þegar friðlýstur. Minjastofnun taldi nauðsynlegt að stækka friðlýsingar- svæðið um átta metra í austur. Var vísað til þess að ekki hefði náðst ásættanleg niðurstaða um inngang fyrirhugaðs hótels. Þannig yrði Víkur- garður nýttur sem aðkomu- svæði hótelsins sem væri óásættanlegt. Miklar deilur hafa staðið u m f y r i r h u g a ð a hótelbyggingu og hafa heiðursborg- arar Reykjavíkur meðal annars mót- mælt framkvæmd- unum. – ósk Framtíð Víkurgarðs ræðst í dag Lilja Alfreðsdóttir menntamála­ ráðherra. Miklar deilur hafa staðið um fyrirhugaða hótelbygg- ingu Lindarvatns í miðborg- inni. KJARAMÁL Verkalýðsfélögin fjögur sem sitja saman við samningaborð Ríkissáttasemjara hafa of ólíka hagsmuni til að geta klárað viðræð- urnar í samfloti, að mati heimildar- manna Fréttablaðsins innan verka- lýðshreyfingarinnar. Formenn Verkalýðsfélags Akra- ness og VR hafi sameiginlega hags- muni af því að ræða vexti, verð- tryggingu, vísitölu og húsnæðismál en formaður Eflingar þarf að semja um kjör hinna lægst launuðu. For- maður Verkalýðsfélags Grindavíkur er sagður á svipuðum nótum og for- maður Eflingar enda að semja fyrir fiskverkafólk á svipuðum launa- kjörum og félagsmenn Eflingar. „Það er algerlega af og frá,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, aðspurð- ur um bresti í samstöðu félaganna fjögurra. „Við erum mjög samhent í þessari vinnu og stöndum og föllum með henni saman.“ Hann segir fund forsetateymis ASÍ með stjórnvöld- um á morgun geta haft úrslitaáhrif á hvort samningar náist en næsti fundur félaganna fjögurra hjá Ríkis- sáttasemjara verður á fimmtudag. Félögin bíða nú eftir tillögum stjórnvalda um skattkerfisbreyt- ingar. Vilhjálmur segir það á vett- vangi ASÍ að ræða við stjórnvöld en fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara næsta fimmtu- dag muni að sjálfsögðu taka mið af fundi ASÍ með stjórnvöldum sem ráðgerður er í vikunni. Starfshópur fjármálaráðherra um skattkerfisbreytingar hefur lokið sinni vinnu og eru tillögur hópsins til pólitískrar meðferðar en ráðherrar úr öllum f lokkum ríkisstjórnar funda um þær í dag. Tillögurnar eru hugsaðar sem útspil í kjaraviðræðurnar en samkvæmt fjármálaáætlun má ráðstafa fjórtán milljörðum í skattkerfisbreytingar Ljóst er að það getur haft mjög ólík áhrif á félagsmenn félaganna fjög- urra hvernig því fé verður varið. Af sömu ástæðum gætu  félags- menn þeirra haft mjög ólíka afstöðu til verkfalls og telja heimildir blaðs- ins meðal félagsmanna VR ólíklegt að verkfall verði samþykkt í VR. Ragnar Þór hafi ekki annan kost en að ná samningum, enda megi líta svo á að hann hafi þegar náð helstu markmiðum félagsins. Þá herma heimildir blaðsins að boðað verði til félagsfundar í stéttarfélaginu Framsýn á Húsavík í vikunni til að ákveða hvort samn- ingsumboðið verði tekið af Starfs- greinasambandinu og félagið gangi í bandalag félaganna fjögurra. – aá Við erum mjög samhent í þessari vinnu og stöndum og föllum með henni saman. Vilhjálmur Birgisson. formaður Verkalýðsfélags Akraness Halldór Benjamín Þorbergsson, Samtökum atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson, VR.Vilhjálmur Birgisson, Akranesi. Sólveig Anna Jónsdóttir, Eflingu. 1 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 5 7 -C C 2 0 2 2 5 7 -C A E 4 2 2 5 7 -C 9 A 8 2 2 5 7 -C 8 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.