Fréttablaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 4
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
jeep.is
STAÐALBÚNAÐUR M.A.: DÍSEL 3.0L V6 250 HÖ, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF,
DRIFLÆSING AÐ AFTAN. LOFTPÚÐAFJÖÐRUN, HITI OG KÆLING Í FRAMSÆTUM, HITI Í STÝRI,
RAFDRIFINN AFTURHLERI, ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI.
JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
TRAILHAWK VERÐ 10.990.000 KR.
LAREDO VERÐ 9.990.000 KR
33” BREYTTUR
FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU
FJÖLMIÐLAR Vöxtur RÚV, áfeng-
isauglýsingar og afnám virðisauka-
skatts af áskriftum eru á meðal þess
sem stjórnarformenn Torgs, útgef-
anda Fréttablaðsins, og Árvakurs,
útgefanda Morgunblaðsins, nefna
þegar inntir eftir afstöðu til fjöl-
miðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur
menntamálaráðherra. Frumvarpinu
er ætlað að styrkja einkarekna miðla
um 300 til 400 milljónir króna á ári
með því að endurgreiða hátt í 25
prósent ritstjórnarkostnaðar. Þó
þannig að hver miðill fái að hámarki
50 milljónir á ári.
„Við leggjum til að það sé ekki
verið að leggja frekari álögur á ríkis-
sjóð heldur einfaldlega finna þeim
peningum sem þegar eru teknir af
fólki í landinu fyrir fjölmiðlarekstur
annan farveg, til einkamiðlanna,“
segir Einar Þór Sverrisson, stjórnar-
formaður Torgs. Félagið leggur
til að einum milljarði, af þeim 4,7
milljörðum sem áætlaðir eru á fjár-
lögum til RÚV, verði endurúthlutað
til einkamiðlanna og gerð sparn-
aðarkrafa á RÚV á móti.
Hann segir tillögu Torgs raunhæfa
og félagslega ábyrga. Með henni væri
fjármagni veitt í einkarekna miðla
en á sama tíma „stigið á bremsuna
varðandi stjórnlausan vöxt RÚV án
þess að leggja til að RÚV verði lagt
niður“. Þá segist Einar frekar á því að
efla eigi kjarnastarfsemi RÚV.
Sigurbjörn Magnússon, stjórnar-
formaður Árvakurs, nefnir Ríkisút-
varpið einnig. „Við viljum takmarka
umsvif RÚV á auglýsingamarkaði
við tiltekna fjárhæð. Þeir eru mjög
fyrirferðarmiklir og gera einka-
reknum fjölmiðlum erfitt fyrir. Það
mætti til dæmis loka Rás 2, hætta að
skrifa á vefinn og mætti leyfa Ríkis-
útvarpinu að af la milljarðs í aug-
lýsingar en ekki á þriðja milljarð.“
Einar vill að stjórnvöld íhugi til-
lögur Torgs alvarlega. „Menn verða
að gera sér grein fyrir því að staðan
á þessum fjölmiðlamarkaði er sú að
það er ekki sjálfsagt að hér sé haldið
úti einkareknum miðlum.“ Þá gagn-
rýnir hann að sérstaklega sé kveðið
á um að fjölmiðlar í höfuðborginni
þurfi að hafa þrjá starfsmenn til
þess að fá stuðning frá ríkinu þegar
sett er fram krafa um fjölbreytt efn-
istök og sjálfstæða heimildaöflun.
Þröskuldurinn sé of lágur.
Árvakur er ekki hrifinn af þaki
á endurgreiðslum, að sögn Sigur-
björns. Hann segist frekar vilja að
endurgreiðslan væri bundin við
prósentu. „Við viljum að það sé farin
leið sem er farin á Norðurlöndum, í
gegnum skattkerfið. Við nefnum sex
atriði í lokin á umsögn okkar. Það
er afnám eða endurgreiðsla virðis-
aukaskatts á áskriftum prentmiðla,
tryggingargjald hjá starfsfólki fjöl-
miðla afnumið, umsvif Ríkisút-
varpsins á auglýsingamarkaði tak-
mörkuð, áfengisauglýsingar leyfðar,
rekstrarkostnaður endurgreiddur
og skilyrði fyrir endurgreiðslu verði
sem víðtækust,“ segir Sigurbjörn.
Hann tekur fram að áfengisaug-
lýsingar tíðkist til að mynda í Sví-
þjóð. Þar hafi það verið gert, þó með
ákveðnum takmörkunum. „Auð-
vitað myndi þetta verða drjúgur
póstur fyrir fjölmiðla af því þetta
gera f lestir erlendir fjölmiðlar sem
við erum í óbeinni samkeppni við.“
thorgnyr@frettabladid.is
Umsvif RÚV stóra vandamálið
Stjórnarformenn Árvakurs og Torgs hafa ýmislegt út á fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra að setja.
Nefna umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, áfengisauglýsingar og vilja ekki frekari álögur á ríkissjóð.
Stjórnarformenn Torgs og Árvakurs vilja leyfa áfengisauglýsingar í fjölmiðum á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Stóra málið er það
að við leggjum til að
það sé ekki verið að leggja
frekari álögur á ríkissjóð.
Einar Þór Sverris-
son, stjórnarfor-
maður Torgs
DÓMSMÁL Gunnar Jónsson, eigandi
jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er
ósáttur við að Borgarbyggð hefur
ekki greitt honum hlut sveitar-
félagsins í kostnaði vegna girðingar
á landi hans. Gunnar hefur deilt við
sveitarfélagið vegna reksturs á fé í
gegn um land hans í tengslum við
smölun á haustin.
„Það er töluvert stórt mál að loka
fyrir leið eins stærsta fjársafns á
landinu af afrétti,“ sagði Gunnlaug-
ur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgar-
byggðar, í Fréttablaðinu í nóvember
2017. Gunnar vill viðurkenningu
dómstóla á því að sveitarfélagið geti
ekki heimilað bændum að fara með
fé af fjalli um lönd Króks.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður
Gunnars, gerir í bréfi kröfu um að
Borgarbyggð greiði Gunnari áttatíu
prósent af girðingarkostnaðinum,
5,7 milljónir króna, og 400 þúsund í
lögmannskostnað. Byggðarráð hafi
samþykkt að greiða kröfuna en í
stað þess að senda greiðsluna hafi
hún verið borguð inn á geymslu-
reikning „þar til niðurstaða liggi
fyrir um óskylt efni, það er afnota-
rétt og eða umferðarrétt um land
Króks“.
„Þér tókuð þátt í að ákveða girð-
ingarstæðið með þátttöku í mats-
nefndinni sem ákvað það lögum
samkvæmt. Því er of seint að gera
fyrirvara um girðinguna,“ skrifar
lögmaðurinn. Dómsmálið sem
Borgarbyggð vísi til fjalli ekki með
neinum hætti um girðingarmálið
og breyti engu um skyldu sveitar-
félagsins til að taka þátt í kostnað-
inum við girðinguna.
„Byggðarráð vekur athygli á því
að dómsmáli vegna hefðarréttar
á hluta af landinu er ekki lokið og
ekki liggur fyrir lokaúttekt á verk-
inu svo sem vegna staðsetningar og
gerðar girðingar,“ ítrekar byggðar-
ráðið. Aðalmeðferð í nefndu dóms-
máli verður í Héraðsdómi Vestur-
lands 11. mars næstkomandi. - gar
Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur
Borgarbyggð á að greiða 5,8 milljónir
vegna girðingar jarðarinnar Króks.
Því er of seint að
gera fyrirvara um
girðinguna.
Ragnar
Aðalsteinsson,
lögmaður
Gunnars
Jónssonar
Bróðir Jóns Þrastar segir
ekkert benda til þess að
nokkuð saknæmt hafi leitt
til hvarfs Jóns Þrastar en
ekkert þeirra geti þó áttað
sig á aðdraganda hvarfsins.
LÖGREGLA Enn hefur ekkert spurst
til Jóns Þrastar Jónssonar, sem
hvarf í Dyf linni um síðustu helgi.
„Ég er eiginlega bara að lognast út
af,“ segir Davíð Karl Wium, bróðir
Jóns, þegar Fréttablaðið náði tali af
honum í gærkvöldi, og augljóslega
mjög þreyttur en Davíð hefur leitað
bróður síns í Dublin frá morgni til
kvölds undanfarna daga ásamt fjöl-
skyldu og vinum. „Við erum enn
engu nær,“ segir Davíð en fjölskyld-
an mun funda með lögreglunni í
Dublin í dag. Þá á eftir að ljúka við
að kemba það svæði sem afmarkað
var sérstaklega til leitarinnar.
Davíð segir ekkert benda til þess
að eitthvað saknæmt hafi leitt til
hvarfs Jóns Þrastar en ekkert þeirra
geti þó áttað sig á aðdraganda
hvarfsins. – aá
Eiga fund með
lögreglu í dag
Jón Þröstur hvarf í síðustu viku.
1 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
8
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
5
7
-E
4
D
0
2
2
5
7
-E
3
9
4
2
2
5
7
-E
2
5
8
2
2
5
7
-E
1
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K