Fréttablaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 6
MINI ELECTRIC
PLUG-IN HYBRID
OG FJÓRHJÓLADRIF.
MINI COUNTRYMAN PLUG-IN
VERÐ FRÁ: 5.490.000 KR.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
www.mini.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
2
1
4
1
M
in
i
C
o
u
n
t
ry
m
a
n
5
x
1
0
f
e
b
SPÁNN Réttarhöldin yfir tólf leið-
togum katalónsku sjálfstæðis-
hreyfingarinnar í spænsku höfuð-
borginni Madríd og fangelsun níu
þeirra er ólíðandi. Þetta segir Rósa
Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður
Vinstri grænna, en hún var stödd í
Madríd fyrir helgi meðal annars til
að fylgjast með réttarhöldunum og
eiga fundi með katalónskum stjórn-
málamönnum.
Réttarhöldin hófust í síðustu
viku en málið má rekja til sjálfstæð-
isatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar
haustsins 2017. Sakborningar mæta
aftur fyrir hæstarétt í dag. Fyrir
áhugasama þá var aðdragandi rétt-
arhaldanna rakinn í Fréttablaðinu
á laugardag.
„Fyrir mér blasir þetta þannig við
að sama hvaða skoðun maður hefur
á sjálfstæði Katalóníu eru þessi rétt-
arhöld pólitísk og fangelsun stjórn-
málafólks sem hefur barist með
friðsamlegum hætti fyrir sinni
sannfæringu og skoðunum ein-
faldlega ólíðandi,“ segir Rósa Björk.
„Meðal þeirra sem eru nú fyrir rétti
er forseti þingsins fyrir það eitt að
hafa efnt til umræðu um málið á
þingi og félagar frjálsra félagasam-
taka sem hafa skoðun á sjálfstæðis-
baráttunni.“
Rósa Björk átti fund með Alfred
Bosch, utanríkisráðherra Kata-
lóníu, er hún var í Madríd og hitti
annað áhrifafólk í katalónskum
stjórnmálum, sat með þeim og
horfði á beina útsendingu af rétt-
arhöldunum. „Við Bosch ræddum
stjórnmálaástandið í Katalóníu og
á Spáni, f lókna stöðu í spænskum
stjórnmálum, aukið fylgi við öfga-
hægriöfl í landinu og svo auðvitað
réttarhöldin.“
„Fyrir mig sem kjörinn fulltrúa
virkar þetta sem pólitísk réttar-
höld. Deilan snýst um hvort þau
hafi brotið gegn stjórnarskránni,
um það snýst málið, en mér finnst
því miður ansi margt benda til þess
að það sé nú þegar búið að ákveða
að refsa þeim. Það er bara spurning
hvaða refsing verður fyrir valinu,“
segir Rósa Björk en þeir þrír aðilar
sem sækja málið krefjast misjafnrar
refsingar.
Það er, að sögn Rósu Bjarkar, dap-
urlegt að horfa upp á fólk fangelsað
fyrir pólitískar skoðanir sínar árið
2019. „En við stöndum líka frammi
fyrir því að niðurstaða þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar var ekki afger-
andi heldur. Það er náttúrulega um
helmingur Katalóna sem er ekki á
því að Katalónía eigi að vera sjálf-
stæð. Þannig að þetta er f lókið.“
Og staðan á Spáni almennt er
bæði viðkvæm og f lókin, segir
Rósa Björk. Pedro Sanchez forsætis-
ráðherra boðaði í síðustu viku til
kosninga eftir að þingið hafnaði
f járlagafrumvarpi ríkisstjórnar
Sósíalistaflokksins.
„Það var á reiki hvort boðað yrði
til þeirra og ef svo er, hvort þær yrðu
í apríl eða október. Hann virðist hafa
metið stöðuna þannig að það væri
betra að hafa þær 28. apríl. Sem verð-
ur mikið álag á spænsk stjórnmál, því
þá verða réttarhöldin væntanlega
enn í gangi og að auki kosningar til
Evrópuþingsins og til sveitarstjórna
í nokkrum héruðum. Það verður
mikið í gangi á sama tíma.“
Þingmaðurinn segist að lokum
hafa fundið fyrir því að yfirlýsing
forseta Alþingis, um að hann hefði
áhyggjur af stöðu hinnar ákærðu
Carme Forcadell, fyrrverandi þing-
forseta, vakti mikla athygli Kata-
lóna. En evrópskir þingmenn og
ríkisstjórnir hafi alla jafna verið
varkárar í málinu. „Ég hef líka sem
þingmaður á Evrópuráðsþinginu
rætt málefni Katalóníu við aðra.
Þar eru þingmenn varfærnir, sér-
staklega þingmenn Evrópusam-
bandslanda, skiljanlega kannski. En
að mínu mati, þá snúast þessi rétt-
arhöld ekki bara um stjórnarskrá
Spánar eða lagaf lækjur varðandi
sjálfstæðisbaráttu Katalóníu, held-
ur um mannréttindi og tjáningar-
frelsið.“ thorgnyr@frettabladid.is
Rósa Björk segir að fangelsun
stjórnmálamanna sé ólíðandi
Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með
katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og
tjáningarfrelsi. Það sé ólíðandi að fangelsa stjórnmálafólk, burtséð frá skoðun á sjálfstæði Katalóníu.
Að mínu mati, þá
snúast þessi réttar-
höld ekki bara um stjórnar-
skrá Spánar eða lagaflækjur
varðandi sjálfstæðisbaráttu
Katalóníu, heldur um
mannréttindi og tjáningar-
frelsið.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
alþingismaður
Rósa Björk ásamt Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóna. MYND/RÓSA
JAPAN Shinzo Abe, forsætisráðherra
Japans, tilnefndi Donald Trump
Bandaríkjaforseta til friðarverð-
launa Nóbels í haust. Þetta gerði
hann eftir að bandaríska ríkis-
stjórnin sendi beiðni um tilnefn-
ingu. Japanska dagblaðið Asahi
Shimbun greindi frá málinu.
Trump sagði sjálfur frá því á
föstudag að Abe hafi tilnefnt hann.
Tilnefningin var sérstaklega fyrir að
hafa opnað á viðræður við og dregið
úr togstreitunni við Norður-Kóreu.
Trump fundaði til að mynda með
Kim Jong-un einræðisherra í Singa-
púr síðasta sumar. Þeir funda aftur í
Víetnam síðar í mánuðinum.
Reuters hafði eftir upplýsinga-
fulltrúa japanska utanríkisráðu-
neytisins að ráðuneytið hafi tekið
eftir ummælum Trumps. Það vildi
þó ekki tjá sig um samskiptin. Hvíta
húsið vildi það ekki heldur.
Samkvæmt Nóbelsstofnuninni
getur hver sá sem sjálfur er gjald-
gengur til tilnefningar, til að mynda
þjóðarleiðtogi, sent inn tilnefningu.
Samkvæmt reglum stofnunarinnar
má ekki greina frá tilnefningum
fyrr en eftir fimmtíu ár.
Trump fékk ekki friðarverðlaun
Nóbels í desember. Denis Mukwege
og Nadia Murad urðu fyrir valinu
fyrir „vinnu sína að því markmiði
að binda enda á vopnvæðingu kyn-
ferðisof beldis“. - þea
Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels
ÍTALÍA Fimm stjörnu hreyfingin,
annar ítölsku stjórnarf lokkanna,
heldur stafræna atkvæðagreiðslu
í dag um hvort f lokkurinn ætli að
koma í veg fyrir möguleg réttarhöld
yfir Matteo Salvini, leiðtoga Banda-
lagsins, hins stjórnarandstöðu-
f lokksins. Þetta kom fram á vef
hreyfingarinnar í gær en atkvæða-
greiðsla um réttarhöldin fer fram í
þingnefnd á þriðjudag.
Saksóknarar í Catania á Sikil-
ey vilja halda áfram rannsókn
á meintri misbeitingu valds og
mannráni sem á að hafa átt sér stað
þegar Salvini fyrirskipaði að um 150
flóttamönnum skyldi vera haldið í
ítölskum landhelgisgæsluskipum í
fimm daga í ágúst síðastliðnum.
Ríkisfréttastofan Ansa hafði eftir
heimildarmönnum innan Fimm
stjörnu hreyfingarinnar í gær að
málið gæti hæglega fellt stjórnina,
fari svo að hreyfingarfólk ákveði
að standa ekki í vegi fyrir saksókn-
urum. Sambandið á milli stjórnar-
f lokkanna er stirt nú þegar vegna
deilna um hin ýmsu mál.
Salvini hefur sjálfur farið fram á
við öldungadeild þingsins að hafna
beiðni um réttarhöld. Það skapar
vandamál fyrir Fimm stjörnu hreyf-
inguna sem hefur ítrekað gagnrýnt
stjórnmálamenn fyrir að nota vald
sitt til að komast hjá réttarhöldum.
Stjórnmálaskýrandi hjá Fatto Quo-
tidiano sagði Fimm stjörnu hreyf-
inguna í ákveðinni tilvistarkreppu
vegna málsins. – þea
Talin hætta á
stjórnarslitum
vegna Salvinis
Salvini vill forðast réttarhöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Donald Trump
Bandaríkjafor-
seti.
1 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
8
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
5
7
-F
8
9
0
2
2
5
7
-F
7
5
4
2
2
5
7
-F
6
1
8
2
2
5
7
-F
4
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K