Fréttablaðið - 18.02.2019, Qupperneq 14
Leiklistargenin hef ég frá móðurömmu minni, Stein-unni Jóhannesdóttur leik-
konu og rithöfundi. Hún lék meðal
annars mömmu Jóns Odds og Jóns
Bjarna í samnefndri kvikmynd
frá árinu 1981 og það var auðvitað
uppáhalds sjónvarpsefnið mitt
sem barn, en ég átti pínu erfitt
með að skilja af hverju amma var
með öðrum manni en afa í sjón-
varpinu,“ segir Steinunn og skellir
upp úr.
Frjáls frá feimni á sviði
Eftir fyrsta ár ævinnar flutti Stein-
unn til borgarinnar Manchester á
Englandi með foreldrum sínum,
Geir Rafnssyni og Örnu Kristínu
Einarsdóttur sem þangað sóttu
nám í trommu- og flautuleik.
„Mamma og pabbi reyndu
mikið að halda tónlist að mér og
ég prófaði trommur, f lautu, gítar
og trompet en entist ekki í neinu.
Í dag vildi ég óska að ég kynni að
spila á hljóðfæri en ég uppgötvaði
nýlega mitt eigið hljóðfæri sem er
söngröddin. Ég þurfti að syngja í
leikprufu, fékk hlutverkið og hef
fengið hrós fyrir röddina sem er
óvænt og skemmtilegt.“
Steinunn var á leið að verða
grafískur hönnuður þegar hún
smitaðist óvart af leiklistar-
bakteríunni við nám í margmiðl-
unarhönnun í Borgarholtsskóla á
táningssárunum.
„Þá voru vinir mínir óðir og
uppvægir að sækja leiklistarkúrsa
en mér hugnaðist ekki að spinna
frammi fyrir fólki vegna feimni.
Á öðru árinu sló ég þó til og áttaði
mig á hvað ég vildi gera við líf
mitt,“ segir Steinunn sem er afar
feimin að upplagi.
„Þegar mamma sá mig í fyrsta
sinn á sviði þekkti hún mig ekki
fyrir sömu litlu stúlkuna og áður.
Í gegnum leiklistina öðlaðist ég
sjálfstraust í gegnum textann
og þar gat ég orðið hver sem ég
vildi. Þetta snýst allt um hlutverk.
Maður hættir að stressast yfir því
hvað fólki finnst um mann og það
sama á við um dansinn sem var
hluti af lífi mínu svo lengi. Spenn-
andi adrenalínið tók yfir og maður
datt í hlutverk dansarans,“ segir
Steinunn sem hóf tólf ára gömul
nám í breikdansi hjá goðsögninni
Natöshu frá New York, sem er vel
þekkt í hiphop-senunni hér heima,
en Steinunn bæði sýndi og kenndi
breikdans með henni um land allt.
Tignir og frægir áhorfendur
Eftir stúdentspróf var Steinunn
staðráðin í að sækja um leiklistar-
nám á Englandi.
„Ég þráði að flytja aftur út. Ég
var átta ára þegar við mamma
fluttum aftur heim til Íslands
en pabbi varð eftir og flutti til
Leeds þar sem hann býr enn. Ég
hef alltaf átt auðveldara með að
tjá mig á ensku enda lærði ég að
lesa og skrifa í Manchester og
þótt mamma og pabbi hafi verið
ákveðin í að ég skyldi læra íslensku
fannst mér hún asnaleg sem barn
og talaði ensku við þau á móti,“
segir Steinunn og hlær að minn-
ingunni.
Það tók hana tvö ár að komast
í leiklistarskóla en fyrsta árið
stundaði hún árs nám á leiklistar-
braut Stratford-Upon-Avon í fæð-
ingarbæ leikskáldsins Williams
Shakespeare.
„Þar lék ég Lady Percy og fleiri
minni hlutverk í Hinriki IV þegar
Karl Bretaprins settist á fremsta
bekk. Eftir sýninguna kom
prinsinn, gaf sig á tal við okkur og
beindi þessum orðum sínum að
mér: „Good acting!“ Það var dýr-
mætt og skemmtilegt veganesti út
á leiklistarbrautina og gleymist
seint ef aldrei,“ segir Steinunn sem
á dögunum lék líka frammi fyrir
frægum breskum grínista, David
Mitchell úr Would I Lie to You.
„Hann sat á fremsta bekk með
dóttur sinni sem hágrét úr hræðslu
við vonda kallinn, en ég hálf-
partinn fríkaði út við að sjá hann
og það tekur alltaf svolítið á taug-
arnar að hafa svo fræga eða tigna
gesti í áhorfendahópnum.“
Í Englandstúr með hafmeyju
Steinunn útskrifaðist sem leik-
kona úr East 15-leiklistarskólanum
fyrir hálfu öðru ári. Í skólanum er
kennt margs konar leikhús og leik-
list, og lögð áhersla á eigin sköpun.
„Í náminu tókum við tveggja
vikna kúrs í brúðuleik sem mér
þótti mjög gaman og var sviðs-
stjóri BA Acting and Contempor-
ary Theatre-brautarinnar í East 15
staðráðinn í að ég hefði þar fundið
mína hillu. Hann ýtti að mér verk-
efnum þegar vantaði brúðuleikara
og sendi mig í leikprufu fyrir leik-
rit í Young Vic sem er mjög stórt og
virt leikhús í Lundúnum. Þar fékk
ég hlutverkið strax eftir útskrift og
hef síðan leikið í þremur brúðu-
leikverkum,“ segir Steinunn sem
nú leikur í brúðuleikritinu The
Singing Mermaid eftir sögu Juliu
Donaldson.
„Sýningin hefur verið afar
vinsæl í London, hlotið frábæra
dóma og nú erum við að ferðast
með hana hringinn í kringum Eng-
land og er uppselt hvert sem við
komum,“ upplýsir Steinunn sem
nýtur sín mjög við brúðuleikinn
og hefur vakið eftirtekt í brúðu-
leikhúsheimi Lundúnaborgar.
„Mig langar að búa til mín
eigin brúðuverk og gera mínar
eigin brúður. Mér þykir gaman að
teikna og get kannski vakið teikn-
ingarnar mínar til lífs í brúðum.
Mig dreymir líka um að leika á
sviði eða frammi fyrir mynda-
vélum sem hefðbundin leikkona
og ef það kemur upp í hendurnar á
mér er ég algjörlega til, bæði hér úti
og heima á Íslandi,“ segir Steinunn.
Ísland er undraland
Senn verða liðin sjö ár síðan Stein-
unn flutti ein síns liðs til Englands
en hún verður 27 ára í ár.
„Það er hluti af uppeldi mínu að
búa í tveimur löndum. Ég hef alltaf
haft pabba á Englandi og held það
hafi gert mér auðveldara að flytja
út. Auðvitað væri best ef allir væru
á sama stað en ég get alltaf tekið
lestina til pabba þótt ég geti ekki
farið eins oft til hans og ég vildi
vegna vinnu. Það er eins og maður
geti vanist því að vera fjarri sínum
nánustu en tæknin er líka með því
móti í dag að maður getur alltaf
heyrt og séð ástvini sína og það
gerir fjarveruna auðveldari,“ segir
Steinunn.
Í æðum hennar rennur líka
skoskt blóð.
„Föðuramma mín, Frances
McQueen, er skosk og þaðan
kemur ættarnafnið sem ég tók mér
átján ára. Margir hér halda að ég
sé sænsk eða norsk en ég lagði hart
að mér til að losna við íslenska
hreiminn. Þó er enskan mín alls
ekki laus við hreim því hún er lituð
af mismunandi mállýskum héðan
af Englandi; stundum hljóma ég
eins og frá Leeds, stundum frá
London og svo er kærastinn minn
frá Portsmouth sem er allt önnur
mállýska og heyrist líka á mæli
mínu,“ segir Steinunn sem ytra er
reglulega spurð um norðurljósin
og jarðböðin heima, hreina vatnið
og náttúrulega orkuna.
„Ísland er undraland í augum
útlendinga og maður heyrir landið
á vörum fólks hvert sem maður
fer. Það er þá ýmist að fólk sé á leið
þangað eða það sé á „bucket-listan-
um“ að fara þangað.“
Gleðst fyrir hönd mömmu
Að heiman saknar Steinunn svo
margs.
„Ég sakna matarins og sund-
lauganna, hreina loftsins og fersk-
leikans en það er eitthvað mjög
sérstakt við Ísland. Þegar jólin
nálgast þjáist ég af heimþrá og verð
að komast heim til mömmu og
stórfjölskyldunnar. Ég tengi Ísland
og jólin órjúfanlegum böndum því
íslensk jól eru svo hátíðleg með
sinni kyrrð, fegurð, nánd og kær-
leika. Ég veit hreinlega ekki hvað
ég á af mér að gera næstu jól því þá
verður mamma flogin til Kanada
og skrýtin tilhugsun að eyða
þeim þar þótt eflaust verði þar
miklu meiri snjór og kuldi,“ segir
Steinunn og vísar til þess að móðir
hennar, Arna Kristín Einarsdóttir,
tekur við sem framkvæmdastjóri
kanadísku þjóðarhljómsveitarinn-
ar í Ottawa 1. maí næstkomandi.
„Ég er innilega glöð fyrir
mömmu hönd. Þetta er algjörlega
rétt skref fyrir hana og ótrúlega
spennandi tækifæri. Sjálf hef ég
aldrei komið út fyrir Evrópu og
hlakka til að sjá Kanada og veit að
litlu bræður mínir eru spenntir að
flytjast vestur um haf,“ segir Stein-
unn sem á tvo bræður sammæðra
og eina systur samfeðra. „Þau eru
öll svo miklu yngri en ég en eru
alveg dásamleg.“
Ástina fann Steinunn í breska
leikaranum George Pointon en
þau voru saman á leiklistarbraut í
East 15.
„Þar sáumst við á hverjum degi
og þótt hrifningin hafi kviknað
fljótt urðum við ekki par fyrr en á
lokaárinu. Það var kímnigáfa hans
og skemmtilegheitin sem hrifu mig
en útlitið heillaði mig líka,“ segir
Steinunn um sinn heittelskaða
sem lék nýlega í auglýsingu fyrir
X-Box sem senn verður frumsýnd.
„Leiklistarheimurinn í London
er risastór og mörg hundruð
manns sem sækja um sama starfið.
Því þurfa happadísirnar að fylgja
manni og ég hef verið einstaklega
heppin að hafa haft mikið að gera
frá útskriftardegi og fengið litlar
pásur inn á milli.”
Meðfram leiklistinni hefur
Steinunn unnið sem aðstoðar-
kennari einhverfra barna.
„Það er besta vinna sem ég gæti
hugsað mér utan leiklistarinnar.
Börnin eru svo miklir persónu-
leikar en starfið er krefjandi og
erfitt á köflum. Fæst barnanna
geta talað eða tjáð sig en það er
magnað hversu vel maður nær að
skilja þau þegar maður kynnist
þeim. Hendur mínar bera þess
merki að þau klóra og stundum
bíta til að tjá reiði sína eða gremju
en það er gefandi að geta hjálpað
þeim og gert þeim lífið léttara.
Nú hef ég ekki náð að kenna þeim
í þrjá mánuði og sakna þeirra
óskaplega,“ segir Steinunn sem er
mikið yndi barnanna.
Rómantískt vor við sæinn
Í vor verða tímamót hjá turtildúf-
unum Steinunni og George.
„Þá flytjum við til Portsmouth,
heimabæjar Georgs. Það var ég
sem vildi fara frá London því
Portsmouth er hafnarbær. Ég er
íslensk og þrái að komast nær
náttúrunni og sænum. Þar að
auki er mun ódýrara að búa í
Portsmouth en í London þar sem
við borgum himinháar upp-
hæðir fyrir herbergi í íbúð sem
við deilum með öðrum, eða 600
pund. Í Portsmouth leigjum við
draumaíbúð með svölum og
dásamlegu útsýni fyrir 400 pund
og getum þá loks búið saman tvö
ein en í London höfum við ekki
val um annað en að deila íbúð
með öðrum. Mér þótti það ekkert
mál hér áður en nú vil ég eiga mitt
eigið heimili og hafa það eftir
mínu höfði. Eins skemmtilegir
og sambýlingarnir eru á ég orðið
erfitt með að horfa upp á óupp-
vaskaða diska frá öðrum í eld-
húsvaskinum,“ segir Steinunn og
hlær, full tilhlökkunar að yfirgefa
stórborgina.
„London er svo fjölmenn að það
er ekkert pláss fyrir mann. Það
versta sem ég veit er að ferðast í
túbunni á annatíma. Þá er enginn
í góðu skapi, allir nývaknaðir
og fastir í pínulitlu röri á leið í
vinnuna í upp undir klukkutíma.
Hér er kæfandi mannmergð, allir
eru á harðaspretti og maður má
ekki vera fyrir neinum. Um leið
og ég flyt mun ég njóta þess betur
að fara til London sem er ótrúlega
falleg og skemmtileg heimsborg.
Ég mun vissulega sakna vina
minna og félagslífsins en það góða
við Portsmouth er að þar verður
allt enn innan seilingar því stutt er
að taka lestina til London og það
mun engu breyta með leiklistar-
feril minn,“ segir Steinunn.
„Ég efast um að flytja aftur
heim þótt mamma og amma séu
ákveðnar í að það gerist. Mér líður
svo vel á Englandi en Ísland verður
alltaf heimilið mitt og ég mun
koma oft í heimsókn.“
Steinunn fann ástina í leiklistarskólanum East 15 og hefur búskap í Portsmouth með vorinu en hún þráir að flytja nær sjó og náttúru. MYND/ERNIR
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@
frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr
Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Framhald af forsíðu ➛
Ég er íslensk og
þrái að komast nær
náttúrunni og sænum.
Mannmergðin í London
er kæfandi og þar er
ekkert pláss fyrir mann.
Allir eru á harðaspretti
og maður má ekki vera
fyrir neinum.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 M Á N U DAG U R
1
8
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
5
7
-D
A
F
0
2
2
5
7
-D
9
B
4
2
2
5
7
-D
8
7
8
2
2
5
7
-D
7
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K