Fréttablaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 38
Enska bikarkeppnin
Úrslit 5. umferðar 2018-19
Brighton - Derby 2-1
1-0 Anthony Knockaert (33.), 2-0 Jürgen
Locadia (45+2.), 2-1 Ashley Cole (81.).
Wimbledon - Millwall 0-1
0-1 Murray Wallace (5.).
Newport - Man. City 1-4
0-1 Leroy Sané (51.), 0-2 Philip Foden (75.),
1-2 Pádraig Amond (88.), 1-3 Foden (89.), 1-4
Riyad Mahrez (90+4.).
Bristol City - Wolves 0-1
0-1 Ivan Cavaleiro (28.).
Doncaster - C. Palace 0-2
0-1 Jeffrey Schlupp (8.), 0-2 Max Meyer
(45+2.).
Swansea - Brentford 4-1
0-1 Ollie Watkins (28.), 1-1 Luke Daniels,
sjálfsmark (49.), 2-1 Daniel James (53.), 3-1
Bersant Celina (66.), 4-1 George Byers (90.).
Rautt spjald: Ezri Ngoyo, Brentford (61.).
Ekki unnið á
Brúnni í sjö ár
FÓTBOLTI Chelsea tekur á móti
Manchester United í lokaleik 5.
umferðar ensku bikarkeppninnar í
kvöld. Þessi lið mættust í úrslitaleik
bikarkeppninnar í fyrra. Þar vann
Chelsea 1-0 sigur með marki Eden
Hazard úr vítaspyrnu.
Í síðustu fjögur skipti sem Chel-
sea og United hafa dregist saman í
bikarkeppninni hefur Lundúnaliðið
farið með sigur af hólmi.
United hefur ekki unnið á Brúnni
í níu leikjum í röð og aðeins unnið
tvo af síðustu 22 útileikjum sínum
gegn Chelsea. Síðasti sigur Rauðu
djöflanna á Stamford Bridge kom í
október 2012. Þeir unnu þá 2-3 sigur.
Síðasti bikarsigur United á Chelsea
kom í mars 1999. Ole Gunnar Sol-
skjær, knattspyrnustjóri United,
kom við sögu í þeim leik.
United tapaði í fyrsta sinn undir
stjórn Norðmannsins þegar liðið
mætti Paris Saint-Germain í Meist-
aradeild Evrópu í síðustu viku. Til
að bæta gráu ofan á svart meiddust
Anthony Martial og Jesse Lingard.
Hvorugur þeirra verður með í
kvöld. – iþs
KÖRFUBOLTI Í anddyrinu á Vals-
heimilinu á Hlíðarenda er veggur
þar sem sjá má alla þá fjölmörgu
titla sem Valur hefur unnið í meist-
araf lokki og ártalið með. Alltaf
vantaði þó ártal í kvennakörfunni
á meistaravegginn. Þangað til á
laugardaginn.
Valskonur voru nálægt því að
vinna Íslandsmeistaratitilinn síð-
asta vor en töpuðu þá fyrir Haukum
í oddaleik. Í fyrradag stigu þær hins
vegar skrefið stóra þegar þær unnu
Stjörnukonur, 74-90, í úrslitaleik
Geysisbikarsins í Laugardalshöll-
inni. Um kvöldið var ártalinu 2019
svo skellt á vegginn góða við mikinn
fögnuð viðstaddra.
„Ég er búin að bíða lengi eftir
þessum og það er erfitt að lýsa
þessari tilfinningu. Það er erfitt að
finna orð yfir allar þær tilfinningar
sem streyma hjá manni núna,“ sagði
Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirliði
Vals, við Fréttablaðið eftir sigurinn
á Stjörnunni.
„Þetta er sárabót eftir svekkelsið
síðasta vor og það er góð tilfinning
að vera loksins komin með ártal
upp á meistaravegginn hjá félaginu.
Þetta er fyrsti titillinn hjá kvenna-
f lokki félagsins og maður komst
ekki fram hjá því þegar maður labb-
aði inn í félagsheimilið.“
Guðbjörg, sem skoraði 17 stig
í úrslitaleiknum, er uppalin hjá
Haukum en hefur leikið með Val
síðan 2012. Síðasta vor horfði hún
upp á Hauka vinna Íslandsmeistara-
titilinn með systur sína, Helenu, í
broddi fylkingar. Núna leika þær
báðar með Val og áttu stóran þátt í
að liðið landaði titlinum langþráða.
„Það er frábær tilfinning, nú
getum við verið glaðar saman en
ekki önnur glöð og hin grátandi,“
sagði Guðbjörg glaðbeitt. Helena
tók í sama streng. „Þetta var magnað
og Guðbjörg var frábær. Hún hefur
verið mikið frá síðasta mánuðinn
en steig upp í dag og gerði vel.“
Eftir heimkomu Helenu hafa Vals-
konur verið með besta lið landsins
og ljóst var að Stjarnan yrði að eiga
fullkominn leik á laugardaginn til
að eiga möguleika gegn Val.
Garðbæingar léku vel í fyrri hálf-
leik og hleyptu Valskonum aldrei of
langt fram hjá sér. Staðan í hálfleik
var 38-45, Val í vil. Valskonur byrj-
uðu seinni hálf leikinn af miklum
krafti, skoruðu fyrstu átta stig
hans og eftir það var róður Stjörnu-
kvenna erfiður. Á endanum munaði
16 stigum á liðunum, 74-90.
Helena bar af í liði Vals en margar
lögðu hönd á plóg. Guðbjörg og
Hallveig Jónsdóttir áttu góðan leik.
Heather Butler hitti illa en skilaði
átta stoðsendingum og Simona
Podesova var að venju drjúg. Hjá
Stjörnunni var Danielle Rodriguez
atkvæðamest eins og svo oft áður.
Hún skoraði 27 stig, tók níu fráköst
og gaf tíu stoðsendingar.
ingvithor@frettabladid.is
Loksins komnar með ártal á
meistaravegginn á Hlíðarenda
Valur vann sinn fyrsta stóra titil í körfubolta kvenna þegar liðið vann Stjörnuna, 74-90, í bikarúrslitum á
laugardaginn. Systurnar Guðbjörg og Helena Sverrisdóttir skoruðu samtals 48 stig í bikarúrslitaleiknum.
Guðbjörg gat ekki leynt gleði sinni enda verið lengi í herbúðum Vals og beðið lengi eftir fyrsta titlinum.
Kátar Valskonur með bikarinn eftir sigurinn á Stjörnukonum, 74-90, í úrslitaleik Geysisbikars kvenna í körfubolta á laugardaginn. Frá vinstri: Ásta Júlía
Grímsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Bergþóra Holton Tómasdóttir og Aníta Rún Árnadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Frábær í öllum bikarúrslitaleikjunum
Helena Sverrisdóttir var valin maður leiksins í bikarúrslitunum. Hún
skoraði 31 stig, tók 13 fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum
í þrígang. Helena hitti úr 13 af 20 skotum sínum. Hún var með 44 fram-
lagsstig í leiknum en til samanburðar var allt lið
Stjörnunnar með samtals 81 framlagsstig.
Þetta er í þriðja sinn sem Helena
verður bikarmeistari. Hún skoraði 22 stig,
tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar
þegar Haukar unnu Grindavík, 72-69, í
bikarúrslitaleiknum 2005. Þá var hún
aðeins 17 ára en átti samt nokkur
tímabil að baki í meistaraflokki.
Haukar urðu aftur bikarmeistarar
2007 eftir sigur á Keflavík, 78-77. Hel-
ena, sem var þá fyrirliði Hauka, skoraði
23 stig og tók 14 fráköst. Haukar urðu
einnig Íslandsmeistarar 2007. Eftir tíma-
bilið hélt Helena til Bandaríkjanna þar
sem hún lék með TCU háskólanum næstu
fjögur árin. – iþs
Bikarúrslit kvenna
Stjarnan 74-90 Valur
(38-45)
Stjarnan: Danielle Rodriguez 27/9
fráköst/10 stoðs., Jóhanna Björk
Sveinsdóttir 13, Auður Íris Ólafs-
dóttir 9, Bríet Sif Hinriksdóttir 7,
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7,
Veronika Dzhikova 6, Ragnheiður
Benónísdóttir 5.
Valur: Helena Sverrisdóttir
31/13 fráköst/6 stoðs., Guðbjörg
Sverrisdóttir 17, Heather Butler
15/8 stoðs., Hallveig Jónsdóttir
14, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5,
Simona Padesvova 4/8 fráköst,
Ásta Júlía Grímsdóttir 4.
Eden Hazard hefur oft gert Man.
Utd. lífið leitt. NORDICPHOTOS/GETTY
Rakel hetjan
í bikarsigri
FÓTB O LTI R akel Hönnudóttir
tryggði Reading sæti í 8-liða úrslit-
um ensku bikarkeppninnar þegar
hún skoraði sigurmark liðsins gegn
Birmingham City í gær. Reading
komst yfir í leiknum en Birming-
ham jafnaði á 77. mínútu. Á 81. mín-
útu kom Rakel inn á sem varamaður
og mínútu síðar skoraði hún markið
dýrmæta með góðu skoti. Lokatölur
2-1, Reading í vil.
Rakel hefur farið vel af stað með
Reading en hún gekk í raðir félags-
ins frá Limhamn Bunkeflo 07 í Sví-
þjóð í síðasta mánuði. Landsliðs-
konan frá Akureyri hefur leikið þrjá
leiki með Reading og skorað í þeim
þrjú mörk, þrátt fyrir að hafa aldrei
verið í byrjunarliðinu. – iþs
1 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
8
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
5
7
-D
1
1
0
2
2
5
7
-C
F
D
4
2
2
5
7
-C
E
9
8
2
2
5
7
-C
D
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K