Fréttablaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 2
Veður Norðaustan 13-23, hvassast SA- lands. Snjókoma eða él, en þurrt og bjart veður á S- og SV-landi. Norðan- hríð á A-verðu landinu með lélegu skyggni. Frost 0 til 8 stig. SJÁ SÍÐU 16 Þvottastöðvar á yfirsnúningi Bílabaðið reyndist mörgum biðarinnar virði í gær. Leysingar í vikunni afhjúpuðu grútskítugar götur sem snjór og ís höfðu áður falið. Við þvotta- stöð Löðurs við Fiskislóð á Granda var svo löng biðröð frá morgni til kvölds að aðrir vegfarendur komust vart leiðar sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Brauðostur á tilboði Nú færðu Brauðost 26% í sérmerktum umbúðum í næstu verslun! FJÖLMIÐLAR „Ég er þeirrar skoðunar að þetta frumvarp hafi afskaplega lítið að segja fyrir alvöru fjölmiðla. Þetta er kannski til þess fallið að halda lífinu í þessum minni miðlum sem er kannski sjónarmið í sjálfu sér en breytir engu um rekstrarum­ hverfi þeirra fjölmiðla sem skipta mestu máli,“ segir Sveinn R. Eyjólfs­ son, fyrrverandi blaðaútgefandi, um frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Sveinn hefur mikla reynslu af blaðaútgáfu en hann var meðal annars útgefandi Vísis og stofnaði ásamt öðrum Dagblaðið, DV og Fréttablaðið. Aðspurður segist hann ekki þora að segja til um það hvort staða fjölmiðla nú sé verri en á hans tíð. „Ég var í þessu í 40 ár og þetta var upp og niður á þeim tíma. Maður þurfti að glíma við alls konar aðstæður.“ Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra gengur út á að einkareknir fjölmiðlar geti að upp­ fylltum skilyrðum fengið opinbera styrki til að mæta launakostnaði á ritstjórnum. Fleiri þættir eru til skoðunar eins og staða RÚV á aug­ lýsingamarkaði. „Það er orðið löngu tímabært að fara yfir hlut RÚV á auglýsingamark­ aði. Slíkar aðgerðir hefðu miklu meira vægi fyrir rekstur fjölmiðla. Það væri raunveruleg aðgerð.“ Fyrirmynd frumvarpsins er meðal annars sótt til hinna Norður­ landanna en Sveinn bendir á að þangað væri hægt að sækja fleiri hugmyndir. „Varðandi dagblöðin væri það skilvirkasta leiðin að fara þá leið sem Norðmenn fóru og veita styrki vegna pappírskaupa. Það kom dag­ blöðum mjög vel því þar er stór hluti kostnaðar. Þetta er líka mark­ viss stuðningur því það fer ekkert á milli mála í hvað hann fer.“ Hann telur að sú þróun sem átt hefur sér stað í útgáfu dagblaða á Vesturlöndum þar sem blöðum fækkar og upplag minnkar verði ekki breytt. „Þetta er náttúrulega allt annað umhverfi en var í minni tíð. Þótt sjónvarpið kæmi þarna inn og færi að slást við okkur um auglýs­ ingar þá var ekki netið þar að auki.“ Sveinn rifjar upp að þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í dag­ blaðabransanum hafi verið til stað­ ar ákveðinn ríkisstyrkur sem fólst í því að ríkið keypti ákveðið margar áskriftir að dagblöðunum. „Það var eiginlega mitt fyrsta verk þegar ég byrjaði á Vísi að segja þessum áskriftum upp vegna þess að ég vildi ekki ríkisstyrk. Þar að auki vissi ég með sjálfum mér að lausasalan myndi taka við þessu sem reyndist raunin. Þetta var eini ríkisstyrkurinn á minni tíð en þetta var fellt niður upp úr þessu.“ sighvatur@frettabladid.is Brýnna verk að skoða auglýsingasölu RÚV Sveinn R. Eyjólfsson, einn reyndasti blaðaútgefandi landsins, telur frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla litlu breyta fyrir þá miðla sem mestu máli skipti. Endurskoðun á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði væri alvöru aðgerð. Sveinn R. Eyjólfsson er margreyndur í rekstri dagblaða. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ég var í þessu í 40 ár og þetta var upp og niður á þeim tíma. Maður þurfti að glíma við alls konar aðstæður. Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi DÓMSTÓLAR Landeigendur Reykja­ hlíðar í Þingeyjarsýslu hafa stefnt Skútustaðahreppi fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra og krefjast þess að fá hærri greiðslu fyrir heitt vatn en heitt vatn til hreppsins kemur úr landi Reykjahlíðar. Þorsteinn Gunnarsson, sveitar­ stjóri Skútustaðahrepps, segir ekki um verulegar fjárhæðir að ræða. „Í grunninn er þetta byggt á gömlum samningi frá því rétt eftir 1970. Með frekari og bættri tækni hafa orðið breytingar. Landeigendur óska eftir því að uppgjör samnings frá þeim tíma verði á einhvern hátt lagfært,“ segir Þorsteinn. „Við erum nú ekki að tala um miklar upphæðir en þetta hleypur á nokkur hundruð þúsund krónum árlega.“ Landeigendur í Reykjahlíð eru þó nokkrir og er jörðin, sem er óskipt, í eigu einkahlutafélags sem heitir Landeigendur Reykjahlíðar ehf. Stærsti eigandi einkahlutafélagsins er fyrrverandi sveitarstjóri Skútu­ staðahrepps, Guðrún María Val­ geirsdóttir. Jörðin er gríðarstór og nær frá Dettifossi í austri að Náma­ skarði í vestri. Málið er á dagskrá héraðsdómsins um miðjan næsta mánuð. Þorsteinn vonar að hægt verði að klára málið með sátt áður en að þeim tíma komi. „Við höfum fundað með eigendum og við munum funda aftur í næstu viku. Við teljum það betra að ná sátt og klára þetta með samningum,“ bætir Þorsteinn við. – sa Landeigendur í mál við hreppinn UMFERÐARSLYS Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. Tvennt var í báðum bifreiðunum. Ökumaður og farþegi í öðrum bílnum slösuðust ekki alvarlega en í hinum bílnum slösuðust báðir alvarlega og voru fluttir til Akureyrar. Klippa þurfti ökumann bifreiðarinn­ ar úr bílnum. Samkvæmt varðstjóra á vakt hjá Slökkviliðinu á Akureyri skipti miklu máli að Vaðlaheiðargöngin væru komin í gagnið, með þeim hafi viðbragðstími verið styttri en ella og hægt að komast að hinum slösuðu fyrr. Kalt var á svæðinu og hinir slösuðu því orðnir nokkuð kaldir. Allir fjórir sem lentu í slysinu voru íslenskir ríkisborgarar. – sa Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Landeigendur Reykjahlíðar voru stórhuga árið 2014 um gjaldtöku við Námaskarð. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :5 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 4 6 -0 9 E C 2 2 4 6 -0 8 B 0 2 2 4 6 -0 7 7 4 2 2 4 6 -0 6 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.