Fréttablaðið - 08.02.2019, Side 20
Það kemur ekki vel
út að predika yfir
börnum okkar að leika
sér og eiga samskipti við
aðra augliti til auglitis ef
við erum sjálf alltaf með
nefið límt ofan í sím-
anum.
Childs
Farm
hefur reynst
íslenskum
börnum vel.
Hvað var til ráða? Joanna hafði lengi leitað logandi ljósi að vönduðum og hreinum
barnavörum fyrir dæturnar en
aldrei fundið það rétta. Hún brá því
á það ráð að búa til sína eigin hár-
sápu með náttúrulegum efnum og
eftirlætis olíum. Árangurinn lét
ekki á sér standa því hár dætranna
varð bæði ræktarlegt og fagurt og
húðin heil og mjúk. Í kjölfarið hóf
Joanna þróun á sérhæfðum húð- og
hárvörum fyrir börn og útkoman
varð dásamleg Childs Farm-línan
sem er 98 prósent náttúruleg og
fæst nú í hillum íslenskra verslana.
Childs Farm-hreinlætisvörurnar
veita börnum vellíðan og tryggja
skemmtilegar baðferðir. Þær
innihalda eingöngu náttúruleg og
skaðlaus hráefni sem valda hvorki
ertingu né ofnæmisviðbrögðum.
Mikilvægar olíur viðhalda heil-
brigði húðar og gefa frá sér milda og
yndislega angan.
Joanna er margverðlaunuð fyrir
Childs Farm. Barnalínan hefur
reynst íslenskum börnum vel en
nýleg rannsókn bendir til þess að
um þriðjungur íslenskra barna
þjáist af exemi. Hægt er að draga
mjög úr einkennum exems með
því að velja réttar húð- og hárvörur
fyrir börnin og hafa Childs Farm
gefið einstakan árangur. Childs
Farm-vörurnar eru prófaðar af húð-
Gaman og gott í baði
Það gekk illa hjá bresku bóndakonunni Joönnu Jensen að koma dætrunum í bað. Báðar eru með
fíngert hár og viðkvæma húð og harðneituðu að fara í bað vegna ertingar og óþæginda.
Ungbarnalína Childs Farm mætir þörfum ungbarnsins, er náttúruleg og laus við aukefni.
læknum og samþykktar af barna-
læknum. Í þeim eru engin paraben,
ekkert SLES, engar steinefnaolíur
eða tilbúin litarefni. Vörulínan
samanstendur af sérhæfðri ung-
barnalínu, krakkalínu og sólarlínu
sem innihalda hársápu, baðsápu,
krem og freyðibað. Sérhæfð ung-
barnalínan inniheldur allt sem
þarf til að hreinsa og næra húð
ungbarna, jafnvel þótt húðin sé við-
kvæm eða gjörn á að fá exem.
Og maður þarf ekki að vera barn
til að njóta fjörugra baðferða og
vellíðunar með Childs Farm því
vörurnar henta fólki á öllum aldri
og hafa gefið góða raun þeim sem
hafa exem eða eru með viðkvæmt
hörund.
Childs Farm fæst í Hagkaup, Krón-
unni, Fjarðarkaupum, Heimkaup.is
og apótekum um land allt.
Eftir að hafa haldið fjölda fyrir-lestra um netnotkun barna og unglinga og rætt við foreldra
finnst mér standa upp úr að við
fullorðna fólkið þurfum sjálf að
skoða okkar notkun á snjalltækj-
um. Skoða hvernig fyrirmyndir við
erum og hvort við látum tæknina
stjórna okkur frekar en að þjóna
okkur. Spyrja okkur síðan hvort
við séum kannski að sýna börnum
okkar minni athygli af því við erum
svo föst í símanum. Það kemur
ekki vel út að predika yfir börnum
okkar að leika sér og eiga sam-
skipti við aðra augliti til auglitis
ef við erum sjálf alltaf með nefið
límt ofan í símanum,“ segir Bryn-
dís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá
Heimili og skóla.
Samtökin standa reglulega fyrir
fræðslu fyrir ólíka hópa. Til að
mynda var haldinn fyrirlestur í
Gerðubergi í vikunni fyrir for-
eldra barna í leikskólum og yngstu
bekkjum grunnskóla í tilefni af
alþjóðlega netöryggisdeginum. Þá
komu samtökin nýverið að útgáfu
bæklings um ung börn og snjall-
tæki sem dreift hefur verið víða.
Foreldrar þurfa að
tala saman
„Í síðustu viku var ég í Hofsstaða-
skóla þar sem ég ræddi við börn
í fjórða bekk og foreldra þeirra.
Við ræddum til dæmis um stafræn
fótspor og það að virða rétt barna
þegar kemur að umfjöllun um þau
á netinu, það er að foreldrar íhugi
vel hvaða upplýsingar og myndir
þeir setja á netið áður en börn eru
nógu gömul til að segja sjálf hvað
þau vilja,“ segir Bryndís en oft
verða til góðar umræður á slíkum
fræðslufundum. „Það er greini-
legt að foreldrum finnst stundum
Þurfum að skoða eigin notkun
Foreldrar þurfa að vera góðar fyrirmyndir barna sinna þegar kemur að notkun snjalltækja. Góðar
netvenjur lærast best þegar gengið er á undan með góðu fordæmi. Samvera er einnig mikilvæg.
Bryndís Jónsdóttir verkefnastjóri hjá
Heimili og skóla.
Margar fjöl-
skyldur setja sér
umgengnisreglur
í kringum snjall-
tækin. Ein al-
gengasta reglan
er að leggja
niður símana í
kringum mat-
málstíma. NOR-
DICPHOTOS/GETTY
Gott úrval eftirlitsbúnaðar
Bryndís segir að efni sem tengist
ofbeldi og klámi sé allt of aðgengi-
legt á netinu. Hún bendir fólki á að
kynna sér alla öryggismöguleika
bæði í tækjunum sjálfum og hjá
netþjónustuaðilum. „Síðan eru til
alls konar öpp sem hægt er að nota
til að stýra og fylgjast með notkun
hjá börnum. Við höfum hins vegar
lagt áherslu á að svona eftirlits-
búnaður komi ekki í staðinn fyrir
samræður við barnið og uppeldi.
Foreldrar verða að ræða notkunina
við barnið, kenna því og tala við
það um hætturnar.“
Skipti út síma
fyrir vekjaraklukku
Algengt er að fjölskyldur setji sér
einhvers konar reglur um snjall-
tækjanotkun á heimilinu. „Algeng-
ustu reglurnar sem við heyrum um
eru að vera ekki með símann við
matarborðið. Að settur sé tiltekinn
skjátími fyrir barnið og síðan eru
margir sem vilja ekki hafa nettengd
tæki inni í svefnherbergjum,“ telur
Bryndís upp og áréttar að snjall-
tækin geti haft truflandi áhrif á
svefn bæði barna og fullorðinna.
„Þar sem ég er ekkert öðruvísi en
annað fólk, er of mikið í símanum
á kvöldin og gríp hann svo strax
og ég vakna, ákvað ég að taka mig
á í Meistaramánuði. „Ég ákvað
að sofa ekki með símann inni hjá
mér á nóttunni og hef fengið mér
vekjaraklukku,“ segir Bryndís
og bendir á að svona sé hægt að
ganga á undan með góðu fordæmi.
„Þegar maður er með unglinga á
heimilinu sem sætta sig illa við að
aðrar reglur gildi um þá en hina
fullorðnu getur maður gengið á
undan með góðu fordæmi og tekið
þátt í því að fara eftir þeim reglum
sem fjölskyldan setur sér þótt auð-
vitað gildi ekki alltaf sömu reglur
um börn og fullorðna í þessu frekar
en í öðru.“
Hvað er mikilvægast?
n Að vera með barninu þegar það
lærir á miðlana.
n Að huga að notkunarreglum á
heimilinu.
n Að vera upplýst um þjónustu,
innihald, tækni og aldurstak-
mörk.
n Að kenna barninu góðar net-
venjur – þú ert þeirra helsta
fyrirmynd.
Nánari upplýsingar og góð ráð sem
tengjast börnum og snjalltækjum
má finna á www.heimiliogskoli.is
undir útgefið efni.
erfitt að setja skorður, sérstaklega
varðandi aldurstakmörk á sam-
félagsmiðlum og tölvuleikjum. Þau
halda jafnvel að öll börn megi vera
í þessu og vilja ekki að sitt barn
verði út undan. Þetta kallar á að
foreldrar í árgöngum tali saman og
ræði þessi mál og komi sér saman
um að virða til dæmis aldurstak-
mörk.“ Bryndís segir til fullt af efni
sem henti hverjum aldri fyrir sig og
því óþarfi að setja börn í þá stöðu
að nota efni og miðla sem þau hafi
ekki aldur eða þroska til.
4 KYNNINGARBLAÐ 8 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RFYRSTU SKREFIN
0
8
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:5
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
4
6
-2
2
9
C
2
2
4
6
-2
1
6
0
2
2
4
6
-2
0
2
4
2
2
4
6
-1
E
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
7
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K