Fréttablaðið - 08.02.2019, Page 24

Fréttablaðið - 08.02.2019, Page 24
 8 KYNNINGARBLAÐ 8 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RFYRSTU SKREFIN Fyrstu mánuðum í lífi barns fylgir gjarnan lítill svefn og óreglulegar og mishollar mál- tíðir. Hér er bráðholl og góð upp- skrift sem geymist vel í ísskápnum og hægt er að grípa í milla anna. 1 bolli kínóa 2 bollar vatn 1 dós kjúklingabaunir, skolið vel 1 miðlungsstór agúrka. Fræhreins- ið og skerið í litla teninga 1 rauð paprika, skorin í litla munn- bita ¾ bolli saxaður rauðlaukur 1 bolli steinselja, smátt söxuð ¼ bolli ólífuolía ¼ bolli sítrónusafi (safi úr 2-3 sítrónum) 1 msk. rauðvínsedik 2 hvítlauksgeirar, pressaðir ½ tsk. salt Svartur pipar Sjóðið kínóa samkvæmt leiðbein- ingum. Blandið saman í stórri skál kjúklingabaunum, gúrku, papriku, lauk og steinselju. Takið aðra minni skál og blandið saman olíu, ediki, sítrónusafa, hvítlauk og salti. Hrærið vel saman. Þegar kínóa hefur kólnað skal því blandað saman við inni- haldið í stóru skálinni og næst er olíublöndunni hellt yfir. Blandið vel saman og kryddið með svörtum pipar og salti ef þarf. Látið standa í 5-10 mín. áður en borið fram. Salatið geymist í lokuðu íláti í kæli í 4 daga. Hollur skyndibiti Breskir fjölmiðlar fjölluðu í vik-unni nánast allir sem einn um nýjar tillögur lækna þar í landi varðandi snjalltæki og notkun barna á þeim. „Tíminn sem fer í að vera á netinu getur opnað augu ungmenna og þau læra margt á því að skoða það sem er í boði á veraldarvefnum. Þar geta þau fundið stuðning og upplýsingar,“ segir Dame Sally Davies sem titluð er Chief Medical Officer of England, eins konar land- læknir þeirra Breta. Hún bætti þó við að margt væri að varast. Læknaliðið sem samdi við- miðunarreglurnar segir að svefninn sé svo mikilvægur að snjalltækin eigi að verða eftir fyrir utan herbergið þegar barnið fari að sofa. Viðmiðin eru meðal annars að skilja símana eftir fyrir utan herbergið þegar það er komið að háttatíma. Að ræða um að deila myndum og upplýsingum því það sé stundum misnotað. Ef það þarf að fara yfir götu þá á snjalltækið að vera í vasanum. Sumir hafa áhuga á öðru og það þarf ekki að horfa á hvað sem er á skjánum. Það má segja nei. Snjalltækin eiga ekki að vera við matarborðið. Matartíminn er þar sem fjölskyldur ræða saman. Settu upp forrit sem getur fylgst með skjá- notkun barnanna. Engin snjalltæki með í háttinn Snjalltæki geta verið gagnleg en ýmislegt hættulegt leynist ef ekki er varlega farið. NORDICPHOTOS/GETTY Bæjarstjórinn í Locana, sem er lítið þorp á Ítalíu, Giovanni Bruno Mattiet, hefur lofað hverri fjölskyldu sem flytur í bæinn um níu þúsund evrum eða 1,2 milljónum króna. Það eina sem fjölskyldan þarf að gera er að hafa að minnsta kosti eitt barn á sínum snærum og árleg laun upp á 6.000 evrur, sem gera um 823 þúsund. Fjölmörg lítil þorp á Ítalíu eru nánast orðin að draugabæjum því unga fólkið flykkist í stórborgirnar til að freista gæfunnar. Það á líka við þorpið Locana. Bæjarstjórinn vill endilega snúa þessari þróun við. „Það bjuggu hérna um sjö þúsund íbúar um 1900 en við rétt náum 1.500 í dag. Unga fólkið okkar fer til borganna og skólarnir okkar eiga á hættu að verða lokað vegna fækkunar nemenda. Ég get ekki látið það gerast,“ sagði Mattiet í samtali við CNN. Milljón fyrir barnafólk flytji það til Locana Það má ýmislegt gera í Locana sem er skammt frá Tórínó. NORDICPHOTOS/ GETTY Í UPPHAFI SKAL ENDANN SKOÐA Þess vegna er bossakre mið okkar stútfullt af náttúrulegum innihaldsefnum og er s érstaklega þróað fyrir börn með viðkvæma hú ð. Það er svo milt að jafn vel börn sem eru gjörn á að fá exem geta notað kremið. Ef þú ert sammála okku r að barnabossar eigi b etra skilið, gakktu þá til liðs við Childs Farm . childsfarm.com Childs Farm vörurnar fást í Hagkaup, Fjarðarkaup, Krónunni og apótekum um land allt. Þegar kemur að barnab ossum, ætti ekkert að v era mýkra. Líka fyrir taubleiubossa 0 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :5 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 4 6 -3 B 4 C 2 2 4 6 -3 A 1 0 2 2 4 6 -3 8 D 4 2 2 4 6 -3 7 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.