Mosfellingur - 28.01.2016, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 28.01.2016, Blaðsíða 22
 - Íþróttir og bókasafnsfréttir22 „ÞÍN BÓK, MÍN BÓK – BÆKURNAR OKKAR“ Litli skiptibókamarkaðurinn fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 6. febrúar frá kl. 14 – 16. Börnum á aldrinum 6 – 12 ára er boðið að koma með gömlu bækurnar sínar sem þau eru hætt að lesa og velja sér aðrar í staðinn. Börnin fá afhentan miða með tölustaf sem gefur upp þann fjölda bóka sem þau koma með, sýna svo miðann þegar þau eru búin að velja sér bækur, og geta þá tekið jafn margar með sér heim. Mikilvægt er að bækurnar séu vel með farnar og hreinar. Markmiðið er að lengja líftíma bókanna, ýta undir áhuga barnanna á bókum og þar með lestraráhuga. Gott er að mæta tímanlega svo hægt sé að raða upp bókunum. Bókasafnið Mosfellsbæ LITLI SKIPTIBÓKAMARKAÐURINN Sjálfsagt eru ástæðurnar jafnmargar og við erum, og þær bækur sem við lesum. Um daginn las ég bók Páls Skúlasonar, „Hug- leiðingar við Öskju“. Ástæða valsins var ein myndanna á sýn- ingunni „Kjarni Fjalla“ í Listasal Mosfells- bæjar. Fjallaþrennan í einum rammanum heitir Hugsað til Páls og sýnir Lönguhlíð- arfjall, Búlandstind og Vatnsfell. Það er Páll Skúlason sem hugsað er til og falla vangaveltur hans um Öskju að efninu. Listamaðurinn Tryggvi Þórhallsson sýnir okkur fjallamyndir sem hann hefur gjarnan raðað saman þremur og þrem- ur í ramma og gefið nöfn. Þar má meðal annars finna „Höfuð, herðar ...“, Skagfirska sveiflu og Brenndan bismark. Laugardaginn 13. febrúar verður boðið upp á listamannaspjall kl. 15:00, þar sem Tryggvi segir frá og svarar spurningum. Annars er sýningin opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og lýkur henni þennan um- rædda laugardag 13. febrúar. Hvers vegna veljum við bækur til að lesa? Tryggvi við eina myndanna á sýningunni M yn d/ M ag nú s G . AFGREIÐSLUTÍMI BÓKASAFNS OG LISTASALAR MOSFELLSBÆJAR Mánudaga og þriðjudaga 12 - 18 Miðvikudaga 10 - 18 Fimmtudaga og föstudaga 12 - 18 Laugardaga 13 - 17 Sunnudaga - Lokað Nik Anthony Cham­ berlain í Aftureldingu Enski miðjumaðurinn Nik Anthony Chamberlain hefur gengið til liðs við Aftureldingu. Nik, sem er 29 ára gamall, hefur spilað sjö tímabil á Ís- landi en mest hefur hann verið fyrir austan hjá Hugin og Fjarðabyggð og tekið þátt í miklum uppgangi hjá þeim félögum. Sumarið 2014 vann hann 2. deild með Fjarðabyggð með yfirburðum og skoraði þar 3 mörk í 15 leikjum. Síðast lék Nik með Fjarðabyggð í 1. deild þar sem hann lék 14 leiki og skoraði 3 mörk. Nik er mikill leiðtogi og karakter. Hann er afar duglegur og klókur leikmaður og fellur vel inn í sterkan hóp Aftureldingar. Nik mun sam- hliða spilamennskunni aðstoða við þjálfun 2. flokks karla. Sigrún ráðin yfir­ þjálfari sunddeildar Sunddeild Aftureldingar hefur ráðið Sigrúnu Halldórsdóttur sem nýjan yfirþjálfara deildarinnar. Sigrún æfði sjálf sund til 19 ára aldurs en hefur nú síðustu ár verið yfir- þjálfari hjá ÍBV í Vestmannaeyjum. Hún hefur einnig þjálfað hjá sund- félaginu Ægi og verið með sundn- ámskeið fyrir börn á leikskóla- aldri, leikjanámskeið, kennt skólaí- þróttir, skólasund og þjálfað frjálsar íþróttir. Sigrún er íþrótta- og heilsu- fræðingur og stefnir á að útskrifast með M.Ed. í vor. Sunddeildin býður Sigrúnu velkomna til starfa. Nú er önnin farin vel af stað og eru krakkar sem hafa áhuga á að koma og prófa að æfa sund í góðum fé- lagsskap velkomnir. Elsti hópurinn er metnaðarfullur og stefnt er að því að sem flestir nái lágmörkum á Ís- landsmeistaramótið í 50 m laug auk þess sem fyrirhuguð er æfingaferð til útlanda ef næg þátttaka verður. Yngri hóparnir hafa einnig farið vel af stað og er greinilegt að margir krakkar hafa áhuga á sundi ekki síst eftir að Eygló Ósk var valin íþrótta- maður ársins 2015 af Samtökum íþróttafréttamanna. Viðurkenndur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu • UNGBARNANUDD byrjar 10 okt n.k. kl. 14.00 • SVÆÐANUDDNÁM byrjar 10 okt.n.k.kl. 18.00 • ANDLITS- OG HÖFUÐNUDD Laugard. 12 okt. kl. 11.00- 15.00 Skoðið heilsusetur.is eða hringið í síma 8969653. NÝ NÁMSKEIÐ AÐ BYRJA Baknuddnámskeið Helgina 6. - 7. febrúar kl. 11.00- 15.00 • Vinsælt og gagnlegt námskeið fyrir einstaklinga og pör. • Slökunnarnudd með völdum ilmkjarnaolíum. • Djúp- og þrýstipunktanudd ásamt svæðameðhöndlun. • Farið í ilmolíur og góðar uppskriftir. Uppl. og bókanir: thorgunna.thora in dottir@ gmail.com og í símum 8969653 - www.heilsusetur.is M yn d/ Ra gg iÓ la Hvað er að frétta? Sendu okkur línu... mosfellingur@mosfellingur.is Dagný Huld í lokahóp U20 ára landslið kvenna Einar Jónsson þjálfari hefur valið 19 stelpur í lokahóp U20 ára landslið kvenna í handknatt- leik. Dagný Huld, hornamaður úr Aftureldingu er í þeim hópi og mun spila með liðinu í und- ankeppni fyrir HM 2015 dagana 18.-20. mars. Stelpurnar spila hér á landi við lið Ungverja- lands, Austuríkis og Hvíta Rússlands og keppa um eitt laust sæti á HM næsta sumar. Afturelding hefur tryggt sér öflugan liðsstyrk fyrir átökin í síðari hluta Olís- deildarinnar í handknattleik karla með því að skrifa undir samning við Eistlend- inginn Mikk Pinnonen sem verið hefur á mála hjá þýska 2. deildar liðinu Bayer Dormagen í vetur. Pinnonen er 24 ára gamall leikstjórn- andi sem getur einnig leikið sem skytta. Samningurinn við Pinnonen gildir fram á sumar með von um áframhald. Öflugur liðsstyrkur í Aftureldingu hlynur gjaldkeri ásamT pinnonen

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.