Mosfellingur - 01.10.2015, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 01.10.2015, Blaðsíða 6
BUBBI MORTHENS DÚNDURFRÉTTIR FYRIRSPURNIR MÁ SENDA Á HLEGARDUR@HLEGARDUR.IS EÐA HRINGJA Í SÍMA 665-0901 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK! BUBBI MORTHENS 3. OKTÓBER DÚNDURFRÉTTIR 6. NÓVEMBER KK & ELLEN 5. DESEMBER HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR Í HLÉGARÐI! VELKOMIN Í HLÉGARÐ BUBBI MORTHENS DÚNDURFRÉTTIR FYRIRSPURNIR MÁ SENDA Á HLEGARDUR@HLEGARDUR.IS EÐA HRINGJA Í SÍMA 665-0901 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK! BUBBI MORTHENS 3. OKTÓBER DÚNDURFRÉTTIR 6. NÓVEMBER KK & ELLEN 5. DESEMBER HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR Í HLÉGARÐI! VELKOMIN Í HLÉGARÐ Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Minnum á að félagstarfið á Hlaðhömrum er fyrir alla eldri borgara, öryrkja,og atvinnulausa í Mosfellsbæ, endilega nýtum okkur frábæra aðstöðu og léttum lundina með félagslegri samveru. AlltAf opið frá kl 13:00-16:00 GAMAN SAMAN Verður næst haldið fimmtudaginn 1. okt. kl. 13:30 í borðsal Hlaðhömrum 2. Síðan verður það aftur 15. og 29. okt. Allir velkomnir. Palli Helga og glaða gengið fær til sín skemmtilega gesti. félagsvist 9. og 23. okt. Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 600 -, innifalið er kaffi og meðlæti. BASAr – ViNNA OKKUR VANTAR HJÁLP!!! Framvegis á þriðjudögum kl. 13:00-16:00 munum við í handverkssstofu leggja áherslu á BASARvinnu og kappkosta að klára að fullgera fallega muni sem við munum selja síðan á basarnum 14. nóv. Margar hendur vinna létt verk. Minnum á að allur ágóði basarsins fer til þeirra sem minna mega sín í Mosfellsbæ. Kær kveðja, Basarnefndin Að gefa af sér er góð gjöf Dansleikfimi Er kennd að Varmá miðvikudaga kl. 14:30 kennari er Auður Harpa. Allir velkomnir í frábæra tíma. postulínsnámskeið, glernámskeið og perluhópur Postulínið fór vel á stað undir dyggri leiðsögn Laufeyjar sem hefur margra ára reynslu sem kennari í postulíni. Nokkur sæti eru þó laus ef þú vilt slást í hópinn á föstudögum kl 13:00. Glernámskeiðin hjá Fríðu eru alltaf troðfull og nú eru 3 pláss eftir 6. nóv., þannig það er um að gera að hafa hraðar hendur. Glerið er kennt á föstu- dögum kl. 10:00-14:00. Jóna heldur utan um perluhópinn sinn sem stækkar ansi hratt, en alltaf er pláss fyrir gott fólk, endilega kíkið á Jónu á mánudögum og miðvikudögum kl. 13:00. Einnig eru laus pláss hjá Stefáni í tréútskurð á miðvikudögum kl. 19:00. leshringur Verður mánudaginn 5. okt. kl. 10:30 á Eirhömrum. Þeir sem hafa áhuga að vera með geta haft samband við Einar Halldórsson í síma 899-3227/566-7227. Viltu læra að prjóna eða rifja upp? Í handverkstofunni á Eirhömrum eru starf- andi leiðbeinendur alla virka daga nema föstudaga milli kl. 13-16, þær Stefanía og Guðbjörg sem geta komið þér af stað með flestallan prjónaskap. Endilega komdu og kíktu við og leyfðu okkur að aðstoða þig :) Menningarkvöld Þann 12. október mun Leikfélag Mos- fellssveitar vera með skemmtidagskrá fyrri hluta kvöldsins, en síðan flytur Gunnhildur Hrólfsdóttir erindi um konur og það sem þær lögðu til framfara og hagsbóta á árunm 1835-1980 og einnig les hún úr bók sinni: „Þær þráðinn spunnu. Dagskráin fer fram í Hlégarði og hefst kl. 20:00. Kv. FaMos. kíkt fyrir horn 8. okt. kl. 13:00. Ferð í Hæðargarð sem er félagsmiðstöð fyrir eldri borgara og aðra í Reykjavík. Ætlum við að kíkja í heimsókn til þeirra og fáum okkur kannski kaffisopa. Söfnumst saman í einkabíla. Þeir sem hafa áhuga að slást með í för endilega hafið samband við okkur í félagsstarfinu í síma 586-8014 alla virka daga frá 13:00-16:00. Ertu að taka til??? Okkur vantar alltaf garn, tölur, blúndur og borða ef þið eruð að taka til, allt notum við þetta í basarvinnu og gefum allan ágóðann sem selst til þeirra sem minna mega sín í bænum okkar. Endilega mundu eftir okkur í næstu tiltekt :)) Kærleikskveðja frá Félagsstarfi eldri borgara Eirhömrum Skrifstofa þjónustumiðstöðvarinnar Eirhömrum er opin alla virka daga milli kl 13:00-16:00. Allar upplýsingar og skráningar eru hjá forstöðumanni þjónustumiðstöðvarinnar í síma 586-8014 eða 698-0090. - Fréttir úr bæjarlífinu6 Laxness-veisla fram- undan í sjónvarpinu Í desember verða 60 ár liðin frá því að Halldór Laxness hlaut Nóbels- verðlaunin í bókmenntum. Af því tilefni sýnir RÚV allar kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir sögum hans. Þar á meðal eru sjaldséðar perlur eins og Brekkukotsannáll, Paradísarheimt, Salka Valka og Atómstöðin sem ekki hafa verið sýndar opinberlega í ára- tugi. Einnig verða sýndar myndirnar Kristnihald undir jökli og Ungfrúin góða og húsið en allar verða þær sýndar í fyrsta sinn í íslensku sjón- varpi í endubættum útgáfum, bæði hvað varðar hljóð- og myndgæði. Myndirnar verða sýndar á sunnu- dagskvöldum fram til áramóta. Salka Valka ríður á vaðið 18. október og verða svo myndirnar sýndar í aldursröð. Í tengslum við myndirn- ar verða sýndir stuttir þættir með gömlum mynd- og hljóðbrotum þar sem Laxness ræðir um verk sín. Foreldramorgnar á miðvikudögum Lágafellssókn býður foreldrum að koma saman með börnin sín og eiga notalega stund í safnaðarheimili kirkjunnar. Foreldrasamverurnar eru oftast óformlegar og er höf- uðáherslan lögð á að foreldrarnir geti hitt annað fólk í sömu sporum, þ.e. með lítil börn. Þetta eru líka góðar stundir fyrir börnin því það er þroskandi og örvandi fyrir þau að hitta önnur börn. Foreldramorgnar eru á miðvikudögum milli 10 og 12 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar. Vídeóspólurnar víkja fyrir safa- og samlokubar • Breytingar í Háholti eftir 15 ára rekstur „Fólk vill eiga kost á hollari máltíðum,“ segir Ásta björk Í sumar urðu breytingar á rekstri Snæland- video sem nú heitir Ice boost and bur- gers. Vídeóspólurnar fengu að víkja fyrir metnaðarfullum safa- og samlokubar. Hjónin Ásta Björk Benediktsdóttir og Gunnlaugur Pálsson sem eru búin að vera með þennan rekstur í 15 ár eru ánægð með breytingarnar. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í langan tíma. Það hefur verið mikil umræða um heilsu- eflandi samfélag hér í Mosfellsbæ og fólk vill eiga kost á hollari máltíðum,“ segir Ásta. Safar, skyrdrykkir og samlokur „Við bjóðum uppá ýmsa safa, skyrdrykki og ferskar samlokur, auk þess erum við með flottan ísbar og svo hefðbundin grill- matseðil. Við reynum að koma til móts við þarfir og óskir viðskiptavinarins, erum til dæmis alltaf með drykk mánaðarins. Mosfellsbakarí bakar fyrir okkur svokall- aða hleifa sem er heilsubrauð og erum við með skemmtilegt úrval af heilsusamlegu áleggi t.d. heimagerðu pestói. Þetta hefur farið mjög vel af stað og fólk kemur aftur og aftur. Við höfum fengið virkilega góð viðbrögð, enda höfum við lagt mikinn metnað í þetta og er gaman að geta boðið upp á svona fjölbreytt úrval,“ segir Ásta. fersk engifer- og túrmerikskot Vinsældir engifer- og túrmerikskota er alltaf að aukast, en það eru margir fasta- kúnnar sem koma á hverjum degi og fá sér orkuskot. „Þessi skot eru algjör snilld. Það eru margir sem segjast finna mikinn mun á sér bæði hvað varðar orku og ýmsa kvilla sem eru að hrjá fólk. Við erum að fá fjölbreyttari kúnnahóp til okkar eftir breytingarnar, því það ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Ásta og bætir við að þau hafi í gegnum tíðina verið einstaklega heppin með starfsfólk sem gerir reksturinn bæði auðveldari og skemmtilegri. ásta hefur gengið með hugmyndina lengi í maganum hluti af starfsliðinu ice boost and burgers hollustan í fyrirrúmi BUBBI MORTHENS DÚNDURFRÉTTIR FYRIRSPURNIR MÁ SENDA Á HLEGARDUR@HLEGARDUR.IS EÐA HRINGJA Í SÍMA 665-0901 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK! BUBBI MORTHENS 3. OKTÓBER DÚNDURFRÉTTIR 6. NÓVEMBER KK & ELLEN 5. DESEMBER HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR Í HLÉGARÐI! VELKOMIN Í HLÉGARÐ

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.