Mosfellingur - 01.10.2015, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 01.10.2015, Blaðsíða 24
Takk fyrir pokann Góðan dag, mig langar að koma á framfæri þakklæti til bæjaryfirvalda. Ég fékk margnota innkaupapoka inn um lúguna hjá mér á dögunum og er nú þegar byrjuð að nota hann heilmikið. Þetta er frábært framtak hjá Mosfellsbæ og heilsubæ til sóma. Minnkum plastnotkun öll í samein- ingu og hugsum um jörðina sem við erum gestir á.  Hulda ORÐIÐ ER LAUST... Hér gefst lesendum kostur á að láta skoðanir sínar í ljós í stuttu máli. - Aðsendar greinar24 HEnTU Það er gott fyrir mann að hætta að gera það sem tekur frá manni orku og gera í staðinn það sem gefur manni orku. Því meiri orku sem maður hefur sjálfur, því meir getur maður gefið af sér. Hlutir geta líka tekið frá manni orku. Dýrir hlutir, fínir hlutir, hlutir með sögu, hlutir sem mann langar í, hlutir, hlutir sem mega ekki skemmast, hlutir sem mega ekki týnast. Dæmi: fíni speg- illinn frá ömmu, iPhone 6 (bráðum 7), finnski vasinn, rétti hjólabún- ingurinn, dúnúlpan, fellihýsið og leðurstígvélin. Listinn er ótæmandi og mismunandi eftir lífstíl hvers og eins. Alveg eins og það er frelsandi að losa sig úr orkutæmandi verk- efnum er ótrúlega gott fyrir sálina að losa sig við alla þessa hluti. Hlutun- um fylgja áhyggjur og óþarfa vesen. Áhyggjur skapa stress. Stress hefur bein áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Því meira stress, því meira álag á líkamann. Þar af leiðandi er borðleggjandi að því færri hluti sem maður á og því færri hluti sem mann langar í, því betri er líkamleg heilsa manns. Mitt markmið, og ég er mjög nálægt því í dag, er að eiga svo fáa hluti sem mér er ekki sama um að ég geti pakkað þeim í stóran bakpoka. Það sem skiptir mig máli er að vera með fjölskyldunni og öðru góðu fólki, gera það sem ég elska að gera og reyna að hvetja aðra til þess að bæta líf sitt, láta drauma rætast. Ég skora á þig að taka til í dótinu þínu. Losa þig við alla orku- krefjandi hluti, líka stóra spegilinn sem þú erfðir frá ömmu, henni er pottþétt sama þótt þú leyfir öðrum að njóta hlutanna hennar. Prófaðu svo að gera lista yfir þá hluti sem þú myndir setja í 60 lítra bakpoka, þá fáu hluti sem virkilega skipta þig máli. Áframveginn! HEILSUmOLAR GAUA Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N www.fastmos.is Sími: 586 8080 Haustið er skollið á í öllu sínu veldi. Náttúran minnir okkur á það með sínu litskrúðuga lista- verki og rysjótta veðurfari. Hin daglega rútína er komin í gang á flestum heimilum eftir sum- arfríið. Skólarnir hófu göngu sína fyrir nokkru með öllu því sem tilheyrir. Börnin eru farin að koma heim með lestrarbækurnar sínar og heimanámið og við foreldrarn- ir aðstoðum eftir þörfum. Lestur er stór hluti af skólagöngu barna okkar, sama á hvaða aldri þau eru. Á leikskólaaldri eru börn að fást við margskonar verkefni sem tengjast lestri í leikskólanum. Þau syngja, skoða bæk- ur, hlusta á sögur, vinna með bókstaf- ina með ýmsu móti. Jafnvel eru einhver þeirra farin að stauta sig áfram og sum hver orðin læs að einhverju leyti. Þeg- ar grunnskólaárin taka við er það stórt skref að velja sér bók og lesa hana upp á eigin spýtur. Fyrsta heimalestrarbók- in er alltaf tilhlökkunarefni hjá börnum sem eru að hefja nám í grunnskóla. Það skiptir miklu máli að við foreldrar styðj- um börnin okkar í lestrarnáminu og sýnum áhuga og aðhald. Lestur styrkir málvitund og eykur orðaforða, ímynd- unaraflið eflist og forvitnin eykst. Lest- ur eykur einbeitingu og er fræðandi fyrir alla. Það er líka alveg satt sem hann Ingó veðurguð segir: „Það er gott að lesa“ – og það er einnig satt sem hann segir: „Það er gott að lesa fyrir barn eins og þig.“ Það er nauðsynlegt að börnin sjálf fái að koma að vali á sínu les- efni, alveg eins og við fullorðna fólkið. Það er frekar fráhrind- andi að bisa við að lesa ein- hverja hundleiðinlega bók, þá er áhuginn fljótlega farinn út um þúfur. Hvetjum börnin til að lesa aftan á bókakápurnar, um hvað fjallar bókin, gæti hún verið skemmtileg og spennandi? Viljum við kannski lesa teiknimyndasögur eða fræðibækur? Svo má líka alveg hætta að lesa bækur í miðju kafi ef efnið er ekki áhugavert og einfaldlega skipta um bók. Það gerist ekkert stórvægilegt við það :) Förum með börnin okkar á Bókasafn Mosfellsbæjar. Það er reynsla mín sem foreldri og kennari að þangað er gott að sækja. Starfsfólkið er boðið og búið að aðstoða með hvað sem er og það er notalegt að eiga góða stund á safninu. Það er ekkert nýtt undir sólinni í þess- um efnum, það er einfaldlega þannig að samvinna heimilis og skóla skiptir megin- máli í námi barna okkar. Grunnurinn er lagður heima og við vitum öll hvað það er notalegt að eiga góða stund saman með bók í hönd. Við berum ábyrgð á námi barna okkar og okkur ber að styðja þau og styrkja eins og við getum. Það er mín reynsla héðan úr Mosfellsbæ að metnað- ur fyrir námi barna er mikill og bæði for- eldrar, kennarar og yfirvöld starfa saman að því að bera hag barnanna okkar fyrir brjósti. Lestur er bestur!  SvavaBjörkÁsgeirsdóttir,  móðiroggrunnskólakennari. SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Lestur í skólabyrjun – það er gott að lesa! Skóla hornið Skemmtilegt í túninu Bæjarhátíðin okkar var frábær þetta árið eins og alltaf í rauninni. Dagskrá- in var mjög fjölbreytt og við gátum svo sannarlega fundið okkur margt að bralla við hjónin. Veðrið var frábært og við nutum þess að ganga um bæinn okkar og njóta skemmtilegra viðburða. Okkur finnst gaman að enda sumrið á hátíð í okkar heimabæ. Þá eru allir hættir í útilegum og farnir að huga að rútínu vetrarins. Við í götunni hittumst í fyrsta sinn í götugrilli og við kynntumst fullt af nágrönnum sem við höfðum ekki séð áður. Ég er strax farin að hlakka til næsta árs.  ÍbúiíReykjahverfi Allt til leigu Mér finnst sorglegt að horfa upp á miðbæinn okkar sem er ekki neitt neitt. Er ekki hægt að útbúa skemmti- legan miðbæ í 10.000 manna bæjar- félagi? Það er annaðhvert rými til leigu. Hvort sem það er í Kjarna eða Krónuhúsi. Svo er það Kaupfélags- húsið, hvað á það að standa lengi autt? Er ekki hægt að gera eitthvað í þessu? Ég hvet þá sem stjórna hér til að bretta upp ermarnar og útbúa loksins einhvern skemmtilegan miðbæ og jafnvel göngugötu sem gaman væri að rölta. Svo þarf að hvetja fyrirtæki til að halda hér úti rekstri og jafnvel verða þeim eitthvað að liði svo þau geti nú blómstrað. Þessi fyrirtæki sem eru hérna eru mörg hver hvorki fugl né fiskur.  Sigrún Hreyfivika UMFÍ fór fram dagana 21.-27. september. Hún er hluti af stærra lýðheilsu- verkefni sem fer fram á sama tíma um alla Evrópu, þar sem markmiðið er að fá meira en hundrað miljónir manna til að hreyfa sig meira fyrir árið 2020. Mosfellsbær bauð uppá fjölbreytta dag- skrá í tilefni vikunnar og má þar nefna opna tíma hjá hinum ýmsu deildum Afturelding- ar, fræðslu fyrir þjálfara, leikfimi á vegum FaMos og fjallgöngur. FjöLbreytt HreyFivika Afturelding tók virkAn þátt í hreyfivikunni lAgt á mosfellið

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.