Mosfellingur - 01.10.2015, Blaðsíða 15

Mosfellingur - 01.10.2015, Blaðsíða 15
heilsu hornið Meistaraflokkur kvenna í handknattleik Davíð Svansson er þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta Erfiður og krefjandi vetur framundan Hvernig leggst tímabilið í þig? Tímabilið leggst bara nokkuð vel í mig. Það verður mjög erfitt og krefjandi en það þarf bara að halda áfram til þess að reyna að byggja upp. Ég veit hvað þessar stelpur geta, þær þurfa bara svolítið að sjá það sjálfar og þá eru þeim allir vegir færir. Hafa einhverjar breytingar orðið á liði Aftureldingar? Það hefur ekki verið mikið um breytingar, við mis- stum lítið og fengum nokkrar hörkuefnilegar. Hvernig er staðan á leikmönnum? Staðan er mjög góð ennþá og ekkert um alvarleg meiðsl. Þetta er hörkudeild þar sem allar eru í toppformi og við þurfum að reyna að halda í við þær. Hver eru markmið vetrarins? Við höfum ekki sett okkur markmið og munum ekki gera það. Við förum inn í hvern leik með mismunandi markmið þar sem það er nokkuð mikill munur á liðunum í deildinni. Eitthvað að lokum til Mosfellinga? Ég vil byrja á því að þakka þeim sem hafa mætt á leiki hjá okkur hingað til. Það var frábær stuðningur í síðasta heima- leik gegn HK. Þetta verður langur og strangur vetur og þurfa stelpurnar allan þann stuðning sem kostur er á. Meistaraflokkur karla tók langan tíma í að komast þang- að sem liðið er í dag og eru stelpurnar að stíga sín fyrstu skref í að byggja upp gott lið sem á heima í efri hlutanum í efstu deild. Til þess þurfum við góða umgjörð og góðan stuðning. Áfram Afturelding!!! Ó, UMFA, við elskum þig!!!Davíð svansson þjálfari

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.