Mosfellingur - 01.10.2015, Blaðsíða 17

Mosfellingur - 01.10.2015, Blaðsíða 17
 Hvernig leggst veturinn í þig? Veturinn leggst þannig séð ágætlega í mig. Við vitum að við erum með ungt og óreynt lið, margar að stíga sín fyrstu skref í efstu deild og það tekur tíma að ná áttum. Fyrri umferðin verður okkur erfið en ég er viss um að við komum miklu sterkari til leiks eftir jól. Hvernig er ástandið á þér? Líkamlega er ég í toppstandi, handboltalega séð er ég ekki komin í nógu gott form. Byrjaði seint af æfa með liðinu þar sem ég hafði tekið ákvörðun um að vera ekki meira með, en snéri svo þeirri ákvörðun við. En ég finn mun á mér í hverri vikunni sem líður. Hvað stóð upp úr á síðasta tímabili? Síðasta tímabil var ótrúlega skemmtilegt, æfðum eins og úrvalsdeildarlið en spiluðum í 2. deildinni. Ég fór inn í það tímabil með það hugarfar að vinna alla leiki, það tókst ekki alveg, töpuðum 1 og gerðum 1 jafntefli en unn- um rest. Það sem stóð upp úr var klárlega það að verða deildar- og Íslandsmeistarar. Hvernig er stemmninginn í liðinu? Stemningin í liðinu er góð þótt það sé klárlega erfitt að byrja tímabilið á að tapa stórt. En það sem lið í uppbyggingu verður að gera er að horfa á jákvæðu punktana og kaflana í hverjum leik og byggja á þeim. Það er gríðarlegur munur á þessari deild og þeirri sem við spiluðum í síðasta vetur, bæði hraðinn og styrkur andstæðinganna er meiri, en við verðum samt að reyna að taka þá stemningu sem við bjuggum til í fyrra með okkur í leiki í vetur. Við ættum að halda áfram að spila okkar bolta á okkar hraða, höfum ekki verið að gera það í þessum fyrstu leikjum. Ertu hjátrúarfull? Nei, get ekki sagt það. Það eru meira svona venjur sem ég hef sett mér eins og t.d. að fara alltaf úr utan yfir bux- unum inni í klefa og vera síðustu í röðinni inn á völlinn. En engin hjátrú fólgin í því. Hver er besti handboltamaður allra tíma? Mér finnst ekki hægt að svara þessari spurningu. En svona kannski á þeim tíma sem ég hef fylgst með hand- bolta þá myndi ég segja Nikola Karabatic. Það hefur alltaf verið gaman að horfa á hann spila. Reynsluboltinn Hekla Daðadóttir hætti við að hætta fyrir tímabilið Horfum á jákvæðu punktana í hverjum leik Hekla lætur til sín taka Meistaraflokkur kvenna AukAblAð um meistArAflokk kvennA Útgefandi: Meistaraflokkur kvenna í handknattleik í samvinnu við Mosfelling. Kostað af styrktaraðilum. Ábyrgðarmaður: Inga Lilja Lárusdóttir. ljósmyndir: Raggi Óla. meistarar í utan- deildinni í fyrra inga lilja tekur við bikarnum Barna- og unglingaráð handknattleiks- deildar Aftureldingar fékk á dögunum Unglingabikar HSÍ fyrir árið 2015. Bikarinn er veittur einu sinni á ári, því félagi sem stendur best að unglingamál- um í handknattleik á ári hverju og/eða einnig fyrir umtalsverðar framfarir í uppbyggingu yngri flokka. Mikill uppbygging hefur verið í barna- og unglingastarfi deildarinnar undanfarin ár og á síðustu fimm árum hefur iðkendum deildarinnar fjölgað um helming. Inga Lilja Lárus- dóttir formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar veitti bik- arnum viðtöku. Hún vill koma á framfæri þökk- um til allra þeirra sjálfboðaliða sem lagt hafa deildinni lið undanfarin ár. Bikarinn var afhent- ur á lokahófi HSÍ eftir síðasta tímabil í handboltanum. Mikil uppbygging í barna- og unglingastarfi handknattleiksdeildar afturelding hlýtur unglingabikar HsÍ

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.