Mosfellingur - 16.05.2013, Blaðsíða 2
KJÖTbúðin
Grensásvegi 48 - Sími 571 5511 - kjotbudin@kjotbudin.is
Í þá gömlu góðu...
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)
Skólaferðalag Unglingaskólans
að Brúarlandi vorið 1951
„Farið var norður í Húnavatnssýslu og komið
við í Borgarvirki, sem þá var allnokkuð úr leið
og m.a. þurfti að vaða læk (eða á) á leiðinni.
Einnig var komið að Bjargi í Miðfirði á slóðir
Grettis sterka, þar sem Lárus skólastjóri átti
vinum að fagna (hann var Húnvetningur) og
sjálfsagt var farið víðar. Gist var í leikfimisal í
Ásbyrgi á Laugabakka, ef ég man rétt.“
Góðkveðja:SigurðurHreiðar.
Undirritaður þakkar sendinguna og hvetur
sveitunga til að senda gamlar ljósmyndir til
birtingar!
Efri röð: Vífill Oddsson, Reykjalundi. Niels Jakob (Níls)
Hansen, Blikastöðum, Erling Aspelund, Dælustöðinni,
Lúther Kristjánsson, Reykjalundi, Bragi Friðriksson,
kennari, Guðmundur Magnússon, kennari.
Aðalröð: Maria Erdmuthe Hermann (nú María
Eiríksdóttir), Skeggjastöðum, Guðný Mary Hulda
Harðardóttir, Dælustöðinni, Guðrún Guðmundsdóttir,
Kollafirði, Klara Klængsdóttir, kennari, Aðalheiður Finn-
bogadóttir, Sólvöllum, Sigurður Hreiðar, Hulduhólum,
Jóhanna Jakobsdóttir, Ullarnesi, Hulda Jakobsdóttir,
Ullarnesi, Þuríður Hjaltadóttir, Æsustöðum, Soffía Jóns-
dóttir, Norður-Reykjum, Inga Ásta Ólafsdóttir, Ökrum,
Guðlaug Dagmar Jónsdóttir, Norður-Reykjum.
Fremst: Ásgerður Höskuldsdóttir, Dælustöðinni.
héðan og þaðan
Vottorð fyrir
burðarVirkismælingar
www.isfugl.is
MOSFELLINGUR
www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is
Næsti Mosfellingur kemur út 6. júní
- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2
Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson
Ritstjórn: (blaðamennogljósmyndarar)
Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is
Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is
Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is
Prentun: Landsprent. Upplag: 4.000 eintök
Dreifing: Íslandspóstur.
Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.
Próförk: Ingibjörg Valsdóttir
Tekiðerviðaðsendumgreinumámosfellingur@mosfellingur.is ogskuluþærekkiveralengrien500orð.Efniogauglýsingar skuluberastfyrirkl.12,mánudegifyrirútgáfudag.
Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.
Ekkert varð úr því að fjölga liðum í N1 deild karla í handbolta þannig
að Afturelding leikur í 1. deild að ári.
Það stoppar þó ekki drifkraftinn og
áhugann hjá liðinu. Nú ætla
menn bara að taka
1. deildina með trompi
og staldra þar stutt við.
Talandi um N1 þá hefur N1 gert
tímamótasamning
við Aftureldingu
og munu íþrótta-
mannvirkin
að Varmá
ganga
undir nöfnunum N1 völlurinn
og N1 höllin.
Í miðopnu blaðsins er kort af gönguleiðum í nágrenni Eirhamra.
Verkefnið „Að brúka bekki“ hefur nú
göngu sína og er ætlað að hvetja til
aukinnar hreyfingar. Það er hvetjandi
fyrir þá sem ekki treysta sér langt í
einu að vita af bekk innan seilingar.
Fótboltinn er nú byrjaður að rúlla og bæði meistaraflokkslið
Aftureldingar sigruðu í sínum fyrstu
heimaleikjum. Við hvetjum fólk að
sjálfsögðu til að mæta á völlinn, já N1
völlinn og hvetja okkar lið til sigurs.
Enn einn leiðarinn
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings
Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali