Mosfellingur - 16.05.2013, Blaðsíða 33
Aðsendar greinar - 33
Eins og flestir vita þá hefur staðið yfir
mikill undirbúningur að verkefninu
Heilsueflandi samfélag hér í bæ.
Heilsubærinn Mosfellsbær verður
fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem fer í
slíka þróunarvinnu og mun geta kallað
sig Heilsueflandi samfélag. Verkefnið
snýst í stuttu máli um það að búa til og
þróa samfélagslegan ramma utan um
markvissa heilsueflingu sem stuðlar að auknum
lífsgæðum allra aldurshópa.
Áhersluþættir
Eins og áður sagði er verkefninu ætlað að ná til
allra aldurshópa í samfélaginu í Mosfellsbæ og
stuðla að heilsueflingu þeirra í gegnum áherslu-
þætti verkefnisins sem eru:
• Næring • Hreyfing
• Líðan • Lífsgæði
Hafist verður handa í haust og gert er ráð fyrir
að hver áhersluþáttur verði í brennidepli í u.þ.b.
eitt ár í senn en markviss stígandi verður í um-
fangi verkefnisins þar sem alltaf verður byggt
ofan á þær stoðir sem fyrir eru enda snýst verk-
efnið um heildræna heilsueflingu. Lýðheilsu-
fræðingar og annað fagfólk tengt heilsu innan
sveitarfélagsins mun vinna náið með Embætti
landlæknis við þróun gátlista og árangursmats.
Jafnframt verður lögð mikil áhersla á að búa til
tæki og tól í verkfærakistu Heilsueflandi sam-
félags sem munu koma til með að nýtast öllum
þeim sveitarfélögum, sem vilja taka þátt í slíku
verkefni, í framhaldinu.
Samstarf
Heilsuklasinn Heilsuvin fer með verkefnis-
stjórn þessa verkefnis en það er unnið í náinni
samvinnu við Embætti landlæknis auk Mosfells-
bæjar. Hagsmunaaðilar innan sveitarfélagsins
munu koma að vinnunni á öllum stig-
um málsins til að tryggja tilætlaðan
árangur. Dagana 7. og 8. maí sl. fóru
fram sérstakir vinnufundir með aðilum
frá leik-, grunn- og framhaldsskólum
bæjarins, starfsfólki Mosfellsbæjar og
stofnunum hans, fyrirtækjum, íþrótta-
og tómstundahreyfingunni, ferðaþjón-
ustu og matvælageiranum og tókust
þeir afskaplega vel.
Íbúafundur
Nú hyggjumst við blása til vinnufundar með
íbúum Mosfellsbæjar og verður hann haldinn í
Krikaskóla fimmtudaginn 23. maí á milli kl. 20:00
og 22:00. Sævar Kristinsson ráðgjafi mun stýra
fundinum ásamt Sigríði Kristínu Hrafnkelsdóttur
verkefnisstjóra hjá Heilsuvin. Við hvetjum ykkur
eindregið til að mæta, koma skoðunum ykkar á
framfæri og leggja þannig ykkar lóð á vogarskál-
arnar til að móta hér heilsueflandi samfélag sem
er bæði eftirsóknarvert fyrir okkur sem búum í
Mosfellsbæ og verður einnig fyrirmynd fyrir
önnur sveitarfélög á Íslandi.
Stöðugreining
Öll sú vinna sem hefur farið fram undanfarna
mánuði, og nær hámarki með þessari fundaröð,
er mikilvægt innlegg inn í þá kortlagningu sem
verið er að gera yfir samfélagið okkar og munu
allar aðgerðir í framhaldinu byggja á þessari
greiningu. Við hvetjum alla íbúa eindregið til
nýta þetta tækifæri til að taka þátt í að móta sitt
eigið samfélag og ef þið eigið ekki heimangengt
en viljið koma hugmyndum ykkar á framfæri,
hikið þá ekki við að senda okkur línu á póstfang-
ið heilsuvin@heilsuvin.is
Ólöf Kristín Sívertsen
Lýðheilsufræðingur, í stýrihópi Heilsueflandi samfélags
Heilsueflandi samfélag
– hvað vilt þú?
Hlégarður, Háholti 2, 270 Mosfellsbæ
sími 566 6195 / 892 9411
Hlégarður
Sendum í heimahúS
Auk þess að afgreiða veislur í veislusölum Hlégarðs sendum
við veislur frá okkur í fyrirtæki og heimahús. Mikið úrval er
af matseðlum fyrir margvíslega viðburði. Við getum útvegað
þjónustu og leigjum út borðbúnað sé þess óskað.
www.veislugardur.is
Veislugarður
Veisluþjónustan Hlégarði
útSkriftarveiSlur
láttu okkur Sjá um veiSluna
• Pinnamatur
• taPaS-réttir
• kaffi-Snittur
• danSkt Smurbrauð