Mosfellingur - 12.01.2012, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 12.01.2012, Blaðsíða 2
Í þá gömlu góðu... héðan og þaðan Þann 17. mars 2011 voru 60 ár liðin frá því að Mosfellingar reistu Félagsheimilið Hlégarð. Húsið hefur í áranna rás gegnt mikilvægu hlutverki í sveitar- og bæjarsamfélaginu. Í næstu tölublöðum Mosfellings munum við leita uppi gamlar ljósmyndir, sem tengjast Hlégarði og um leið mannlífinu í Mosfellssveit og Mosfellsbæ. Texti og efni er gjarna sótt í smiðju þeirra Bjarka Bjarnason- ar og Magnúsar Guðmundssonar. „Vorfundur Mosfellshrepps samþykkir að hafin sje bygging fjelagsheimilis fyrir hreppin eins fljótt og hægt er.“ Var ákveðið að leita eftir samvinnu við Kvenfélag Lágafellssóknar og Ungmennafélagið Aftureldingu um byggingu hússins. Félagar úr UMFA tóku þátt í að grafa fyrir grunninum, líkt og þeir höfðu gert þegar Brúarland var byggt 30 árum fyrr, og bæði kvenfélagið og ungmennafélagið létu fé af hendi rakna til byggingarinnar. Arkitekt hússins er Gísli Halldórsson (f. 1914).  Umsjón:BirgirD.Sveinsson Vottorð fyrir burðarVirkismælingar www.isfugl.is Bæjarblaðið Mosfellingur hefur útnefnt Hönnu Símonardóttur sem Mosfelling ársins. Eins og kannski flestir vita hefur Hanna unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu Aftureldingar í tæp 15 ár. Hún á svo sannarlega skilið klapp á bakið fyrir allt það sem hún hefur lagt á sig til samfélagsins hér í Mosfellsbæ. Drifkrafturinn og áhuginn er engum líkur og ekki að ástæðu- lausu að hún er gjarnan kölluð Ungfrú Afturelding.is. Þegar hún tók við nafnbótinni var hún í óða önn að undirbúa getraunastarf Aftureldingar sem hefst um helgina, það er ekki að spyrja að því. Greinilegt að knatt- spyrnuárið hjá Hönnu byrjar með krafti og Hanna mætir sterk til leiks. Það er mikill fengur fyrir félag eins og Aftureldingu að hafa svo öflugan sjálfboðaliða og vonandi að þessi nafnbót verði henni hvatning til áframhaldandi þátttöku í íþrótta- starfinu hér í bæ. Mosfellingur óskar Hönnu Sím innilega til hamingju. Hanna Sím er engum líkMOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings Næsti Mosfellingur kemur út 2. febrúar - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson Blaðamenn og ljósmyndarar: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent Dreifing: Íslandspóstur Upplag: 4.000 eintök Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Hjördís Kvaran Einarsdóttir Tekiðerviðaðsendumgreinumánetfangiðmosfellingur@mosfellingur.is ogskuluþærekkiveralengrien500orð.Efniogauglýsingarskuluberast fyrirkl.12,mánudegifyrirútgáfudag. RÉTT INGAVERKSTÆÐ I Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.is Ný heiMaSíða - www.joNb.iS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla cabastjónaskoðun Ný 1. tbl. 11. árg. fimmtudagur 12. janúar 2012 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós MOSFELLINGUR Gleðileg jól N1 lágholt - einbýlishús eign vikunnar www.fastmos.is Mynd/RaggiÓla 586 8080 selja... Hanna Símonardóttir mosfellingur ársins 201 1 Fótboltamamman og athafnakon- an Hanna Símonardóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins 2011. Hanna hefur um árabil verið ein aðal driffjöðurin í starfi Aftureldingar. Hún er upphafs- maður risa Þorrablóts Afturelding- ar í þeirri mynd sem það er í dag auk þess sem hún á veg og vanda að samstarfi Aftureldingar við Liverpool. „Lífið er fótbolti,“ segir Hanna Símonardóttir sem tileink- ar Aftureldingu nafnbótina eftir 14 ára starf sem sjálfboðaliði í þágu félagsins. 8 Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Hlégarður var eitt glæsilegasta félagsHeimilið í íslenskri sveit. R e s t a u R a n t - B a R - s p o R t B a R

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.