Mosfellingur - 12.01.2012, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 12.01.2012, Blaðsíða 4
15. janúar kl. 11 Guðsþjónusta í Lágafellskirkju Sr. Ragnheiður Jónsdóttir 22. janúar kl. 20 Taize - guðsþjónusta í Lágafellskirkju Sr. Skírnir Garðarsson 29. janúar kl.11 Guðsþjónusta í Mosfellskirkju Sr. Ragnheiður Jónsdóttir HelgiHald næstu vikna www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 Valinn maður ársins hjá Frjálsri verslun Mosfellingurinn Eyjólfur Árni Rafnsson, 54 ára framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Mannvits, er maður ársins 2011 í íslensku atvinnulífi, að mati Frjálsrar verslunar. Eyjólfur Árni hlýtur þennan heiður fyrir árangur við að virkja íslenskt hugvit, ásamt samstarfsfólki, í þágu atvinnulífsins; nýsköpun; fagmennsku í rekstri; athafnasemi og útsjónarsemi sem gert hefur Mannvit að framúr- skarandi fyrirtæki og langstærsta ráðgjafarfyrirtæki á sviði verkfræði og tækni á Íslandi. Eyjólfur Árni Rafnsson er með doktorspróf í byggingarverkfræði frá University of Missouri-Rolla í Bandaríkjunum. Maki hans er Egilína S. Guðgeirsdóttir. Þau eiga fjóra syni og fimm barnabörn. laugardagskvöldið 21. janúar 2012 Sunnudagaskólinn er í Lágafellskirkju á sunnudögum kl. 13 safnaðarstarfið er hafið eftir jólafrí. Sjá nánar á heimsíðu kirkjunnar: www.lagafellskirkja.is Ljósrit og prent og gudni.is hafa sameinað krafta sína og bjóða nú upp á stafræna og ljósmynda prentun. Nú geta fyrirtæki og einstaklingar fengið prentþjónustu í Mosfellsbæ á ný. Guðni Þor- björnsson (gudni.is) sem rekur fyrirtækið ARTPRO ehf. að Háholti 14 hefur nú tekið við öllum tækjabúnaði og þjónustu frá Ljósrit og prent sem Nikulás Róbertsson rak árum saman hér í bæ. Nikulás sem nú rekur hljóðupptökustúdíóið Protime flutti prentstarfsemina til Reykjavíkur samhliða hljóðstúdíóinu á síðastliðnu ári og margir aðilar söknuðu þess að hafa ekki þessa þjónustu hér í bæ. Prentar allt milli himins og jarðar ARTPRO sem margir þekkja sem gudni.is bíður nú upp á alhliða stafræna prentþjónustu og fjölritun og prentar öll prentverk stór sem smá. Svo sem nafnspjöld, bæklinga, kort, myndir, bækur, plak- öt, auglýsingar og dreifimiða, svo eitthvað sé nefnt. Einnig býður ARTPRO upp á stórljósmynda prentun í bestu mögulegu gæðum og prentar myndir upp í A1+ stærð. Fyrirtækið býður einnig upp á alla hönnun, uppsetningu, myndvinnslu og auglýsingagerð. „Mér finnst mjög ánægjulegt að geta nú boðið Mosfellingum á ný upp á þessa þjónustu. Fólk var orðið vant því að hafa Nikka og prentunina hér í bæ og þetta passar mjög vel inn í starfsemi mína. Ég er sjálfur innfæddur Mosfellingur og ég reyni alltaf að nota alla þá þjónustu sem hægt er að fá í okkar heimabyggð. Ég hef fengið mjög góðar viðtökur frá Mosfellingum með þessum nýjungum í fyrirtæki mínu og ég hlakka til að þjónusta Mosfellinga í framtíð- inni“ segir Guðni. Guðni Þorbjörnsson (gudni.is) tekur að sér stafræna og ljósmynda prentun í Háholti 14 Býður upp á alhliða prent- þjónustu fyrir Mosfellinga guðni þorbjörnsson við prentvélarnar í háholti M yn d/ Ra gg iÓ la Josephina útskrifast með afburðarárangri Við útskrift í Borgarholtsskóla þann 17. desember síðastliðin fékk Josephina María P.J. Maas viðurkenningu fyrir afburða námsárangur. Hún útskrifaðist með 9.37 í meðaleinkunn af félagsliða- braut með sérhæfingu bæði á sviði fötlunar og öldrunarþjónustu. Josephina er fædd í Hollandi en hefur búið hér á landi frá 2003. Fyrst byrjaði hún að vinna á sveitarbæ en árið 2006 flutti hún í Mosfellsbæ þar sem hún fór að vinna við þjónustu við aldraða á Eirhömrum og félagslega heimþjónustu. Árið 2008 flutti hún sig yfir í búsetukjarna fyrir fatlað fólk í Mosfellsbæ ásamt því að sinna liðveislu við aðra úr þeim hópi. Við það starfar hún í dag. Við útskrift í Borgarholtsskóla þann 17. desember síðastliðin fékk Josephina María P.J. Maas viðurkenningu fyrir afburða námsárangur. Hún útskrifaðist með 9.37 í meðaleinkunn af Félagliðabraut með sérhæfingu bæði á sviði fatlana og öldrunarþjónustu. Josephina er fædd í Hollandi en hefur búið hér á landi frá 2003. Fyrst byrjaði hún að vinna á sveitabæ en árið 2006 flutti hún í Mosfellsbæ þar sem hún fór að vinna við þjónustu við aldraða á Eirhömrum og félagslega heimþjónustu. Árið 2008 flutti hún sig yfir í búsetukjarna fyrir fatlað fólk í Mosfellsbæ ásamt því að sinna liðveislu við aðra úr þeim hópi. Við það starfar hún í dag. Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir Verkefnastjóri/ráðgjafarþroskaþjálfi Fjölskyldusviði Mosfellsbæjar Formlega hefur verið óskað eftir samstarfi við bæjarstjórn Mosfellsbæjar um upp- byggingu gagnavers í landi Mosfellsbæjar. Það er Gunnar Ármannsson sem sækir um lóðina fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafé- lags um verkefnið sem hefur verið í und- irbúningi frá árinu 2008. Gunnar er einnig framkvæmdastjóri PrimaCare sem hefur í hyggju að reisa hér liðskiptasjúkrahús og heilsuhótel. Þeir aðilar sem standa að verk- efninu eru bandarísku félögin Shiboomi LLC, Skanska USA, Hill International og lögmannsstofan Holland & Knight. Að auki hafa komið að undirbúningi verkefn- isins íslensku fyrirtækin Verkís, VHE og lögmannsstofan BBA Legal. 10 hektarar í landi sólheimakots Hugmyndin er að gagnaverið rísi í landi Sólheimakots sem er land í eigu Mosfells- bæjar sunnan Hafravatns. Það svæði er mjög vel staðsett með tilliti til aðgengis að orkulínum Landsnets og talið hentugt fyrir þessa starfssemi. Gert er ráð fyrir að gagnaverið þurfi um 10 hektara lands og þurfi 15MW af orku á ári. Gert er ráð fyrir því að verkefnið geti skapað 500-1000 ný störf. Fjárhagsleg stærð verkefnisins er áætluð um 200 milljónir Bandaríkjadala. Áhersla er lögð á að að gagnaverið verði eins umhverfisvænt og kostur er. „Samskipti forsvarsmanna PrimaCare við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og íbúa hafa verið afar farsæl og er þess óskað að sam- komulag um samstarf geti byggt á þeirri fyrirmynd sem PrimaCare verkefnið er,“ segir Gunnar Ásmannsson. Haraldur Sverrisson segir að bæjarráð hafi fagnað verkefninu og tekið jákvætt í það og falið sér að leggja drög að samingi um verkefnið fyrir ráðið. „Hér er um gríð- arstórt verkefni að ræða sem yrði mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið ef af verður,“ segir Haraldur bæjarstjóri. Hugmyndir um að reisa gagnaver á 10 hektara landsvæði í landi Sólheimakots sótt um lóð undir gagnaver Highly Confidential • All Rights Reserved • Shiboomi LLC • 2011 1 MEGA DATA STORAGE CENTERS ICELAND Integrating Technology, Environment, Society Executive Summary DRAFT Summer 2011

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.