Mosfellingur - 16.01.2009, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 16.01.2009, Blaðsíða 4
 - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar4 KIRKJUSTARFIÐ Sunnudagurinn 18. janúar Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11. Sunnudagaskólinn í Lágafell- skirkju kl. 13. Í sunnudagaskólanum mun STOPP leikhópurinn fl ytja okkur leikritið Ósýnilegi vinurinn. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Sunnudagurinn 25. janúar Guðsþjónusta í Mosfellskirkju Sunnudagskólinn í safnaðarheim- ilinu kl. 13. (Vegna viðgerða í Lágafellskirkju mun sunnudaga- skólinn vera í safnaðarheimilnu þennan sunnudag). Sunnudagurinn 1. febrúar Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11. Sunnudagaskólinn í Lágafell- skirkju kl. 13. LEIKSÝNING Í LÁGAFELLS KIRKJU SUNNDUDAGINN 18. JANÚAR Lágafellskirkja býður börnum og fjölskyldum þeirra að sjá leikritið Ósýnilegi vinurinn eftir sögu Kari Vinje. Verkið fjallar um vináttu og hvernig hægt sé að fyrirgefa og sættast. Leikritið hentar vel börnum á leikskólaaldri og í 1.-4. bekk grunnskóla en að sjálfsögðu eru allir velkomnir og sýningin er ókeypis. www.lagafellskirkja.is Helgihald næstu vikur: Guðbjörg ráðin skólameistari Mennta mála ráðherra hefur skipað Guðbjörgu Aðalbergs dótt- ur í embætti skólameist ara nýs framhaldsskóla í Mosfellsbæ sem tekinn verður í notkun í haust. Guðbjörg hefur hafi ð störf en tólf umsækjend ur voru um stöðuna. Guðbjörg hefur gengt starfi skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga síðustu fjögur árin og vann að stofnun hans á Grundarfi rði. Guðbjörg segist fi nna fyrir miklum áhuga og metnaði og sér fram á skemmtilega vinnu og von ast eftir góðum stuðn- ingi allra sem að koma. „Miklu máli skiptir að fá hugmyndir og ábendingar frá sem stærstum hópi og æskilegt er að ungling- ar í efstu bekkjum grunnskóla komi að þessu á einhvern hátt, þá verður þetta þeirra skóli,“ segir Guðbjörg. SÓKN Í SÓKN – LIFANDI SAMFÉLAG Vertu með í sókninni! Mosfellingur ræðir við Guðjón formann Harðar um atburði liðinna vikna 27 hross fallin og 17 á batavegi eftir salmonellu Skömmu fyrir jól kom upp sal mon- ellusýking í 44 hrossum í Norðurgröf við Esjurætur. Talið er að hrossin hafi smitast af því að drekka úr tjörn í girðingunni. Meirihluti hrossanna liggur í valn um eftir þennan hræði- lega atburð eða 27 alls. Þau 17 hross sem eftir eru virðast vera á góðum batavegi, að sögn Gunnars Arnar Guðmundssonar héraðsdýralæknis. „Við gerum okkur von um að hrossin nái sér að fullu,“ segir Gunnar Örn. Hrossin hafa verið fl utt úr hest- húsahverfi nu og verður fylgst grannt með þeim áfram. Búið er að moka út úr og sótthreinsa öll þau hús sem sýkt hross hafa komið nálægt. Fjárhags- og tilfi nningalegt tjón Mosfellingur hitti Guðjón Magn ús- son formann Hestamanna félagsins Harðar sem var að vonum sleginn eftir atburði síðustu vikna. „Hestarnir eru allir úr hesthúsa- hverfi nu hér í Mosfellsbæ og vissu- lega er þetta mikið áfall. Hestarnir voru að megninu til góðir reiðhestar og því mjög sárt tilfi nningalega séð fyrir þá sem áttu í hlut. Hestarnir 44 voru í eigu margra aðila hér í Mos- fellsbæ og í fl estum tilfellum einu hestarnir sem viðkomandi átti.“ „Fólk er oftar en ekki búið að leita lengi áður en það fi nnur góðan hest sem hentar því vel. Þannig var það með fl est þessara hrossa, þetta voru topp hestar. Svoleiðis hest ar er sjaldnast metnir til fjár. Þetta eru góðir félagar og fólk tengjst þeim sterkum böndum. Þetta er því bæði fjárhagslegt tjón og ekki síður tilfi nningalegt,“ segir Guðjón. Eymd á milli jóla og nýjárs „Hér í hesthúsahverfi nu ríkti mikil eymd á milli jóla og nýjárs þar sem eigendur og aðrir reyndu að sinna hrossum sínum eins og þeir gátu. Hest arnir voru sárkvaldir og lágu veinandi í stíunum. Þetta tók því verulega á fólk.” Menn tóku veiku hestana sína á hús, sem Guðjón segir vera mistök eftir á að hyggja. „Hestamenn eru skíthræddir um að erlendar veirur og sýkingar berist til landsins sem eru mun skæðari smitsjúkdómar en salmonella. Það var því illskárra þeg- ar kom í ljós að um salmonellu var að ræða. Annars væri ekki að spyrja að leikslokum enda smitast slíkar pestir fl jótt á milli.“ „Við hér á Íslandi erum með hross- in okkar mjög óvarin og því einungis tímaspursmál hvenær tilfelli af er- lendri pest berist hingað til lands.“ Guðjón vonar að þessi hræði- legi atburður verði til þessa að yfi r- völd komi í gagnið einhversskonar aðgerðaplani verði vart við fjölda- sýkingu hér á landi. „Við verðum að læra af þessu,“ segir Guðjón Samúðarkveðjur Fólk er mismikið tryggt fyrir svona tjónum en fl estir eru þó með ábyrgð artryggingu sem borgar það tjón sem hesturinn veldur hjá þriðja aðila. Fyrir hjón með sitthvorn hest- inn getur svona tjón numið um 2 milljónum. Guðjón vill að lokum koma á framfæri samúðarkveðjum til þeirra sem misst hafa hrossin sín og von- ast til að menn haldi áfram í hesta- mennskunni. Einnig þakklæti til þeirra sem sýndu samhug og tóku þátt í að sinna hestunum og hjálpa til síðustu vikurnar. Guðjón Magnússon formaður Harðar ásamt Rut dóttur sinni og graðhestinum Lunda frá Vakurstöðum en þau eru öll við hestaheilsu. Félagsstarf hestamannafélagsins hefur legið niðri og þurfti m.a. að fresta árlegri gamlársreið Harðar. MOSFELLINGUR Að þessu sinni gerði Mosfellingur verðsamanburð á þjóðarrétt okkar Íslendinga. Pylsa og 0,5 L Kók í plasti. Snæland 370 kr. (tilboð) Olís 410 kr. (pylsa 220, kók 190) Grillnesti 440 kr. (tilboð) N-1 440 kr. (pylsa 250, kók 190)

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.