Mosfellingur - 16.01.2009, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 16.01.2009, Blaðsíða 14
r Notkun öryggistækja Það er áberandi hve mörg börn hafa sést hjólandi í skammdeginu án öryggishjálma og endurskinsmerkja í vetur. Veðrið fyrir og eftir áramót hefur verið þannig að hjólandi fólki hefur fjölgað á götunum og kallar það á verulega slysahættu ef ekki er varlega farið. Því er ástæða til að leggja áherslu á notkun öryggistækja, hjálma og endurskinsmerkja. Það hlýtur að vera á ábyrgð foreldra að börn þeirra noti slík tæki. Um er að ræða ódýra hluti sem ættu að ganga fyrir þegar kemur að útgjöldum heimila. Höfum við lögreglumenn komið á slysavettvang þar sem hjálmar hafa bjargað lífi og heilsu fólks en einnig komið að þar sem slík fyrirhyggja var ekki sýnd með sorglegum afleiðingum. Tíðari innbrot Innbrot hafa verið tíðari í Mosfellsbæ og nágrenni í desember en áður. Hafa þau flest verið í bifreiðar og fyrirtæki. Er því rétt að árétta það við fólk að skilja ekki við verðmæti á glámbekk í bifreiðum því slíkt freistar óprúttinna manna sem stunda þessa iðju. Þá er rétt að árétta það við verktaka að ganga vel frá verkfærageymslum sem hafa gjarnan orðið fyrir barðinu á þjófum. Eignaspjöll Nokkuð hefur verið um eignaspjöll í bænum og eru sum þeirra veruleg. Má ætla að þar sé ungt fólk að verki. Fólk sem virðist eiga við vandamál og vanlíðan að etja sem fær útrás með þessum hætti. Þar er undalegt innræti sem fær fólk til slíkra verka og valda fólki verulegu fjarhagslegu tjóni. Sýnum fyrirhyggju Fyrirhyggja kemur gjarnan í veg fyrir að neikvæðir atburðir gerist, slys sem innbrot. Borgararnir geta því haft áhrif á þróun mála og átt þátt í því að skapa öruggara samfélag með því að huga að framangreindum hlutum. Samvinna borgara og lögreglu er lykilatriði í mótun öruggs samfélags. Óskum við því eftir ábendingum sem gætu orðið til aukins öryggis eða uppljóstran mála sem koma til okkar til rannsóknar. Sími lögreglustöðvarinnar í Mosfellsbæ er 444-1190. Ef um neyðartilfelli er að ræða ber að hringja í 112. Einar Ásbjörnsson aðalvarðstjóri Fréttir úr dagbók lögreglunnar LÖGREGLUFRÉTTIR - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar 14 HÁHOLTI 12 ������� Munið eftir bílalúgunni! FJÖLSKYLDU TILBOÐ Í SNÆLANDI 2.380,- Prjónanámskeið Tómstundaskólans Tómstundaskóli Mosfellsbæj- ar býður upp á nýjung fyrir áhugasamt prjónafólk. Um er að ræða frítt prjónanámskeið sem hefst þriðjudaginn 20. janúar kl. 19. Námskeiðið verður haldið á Netkaffi Bókasafnsins í Kjarna. Mosfellsbakarí ætlar að bjóða upp á bakkelsi með kaffi nu og Álafossbúðin bíður 10% afslátt af garni. Leiðbeinandi verður Inga H. Guðmundsdóttir. Nauðsynlegt er að skrá þátt- töku á heimasíðu skólans www. tomstundaskolinn.is Óli Stef troðfyllti Ólafur Stefáns- son, íþrótta- maður ársins, troðfyllti Hlégarð með fyrirlestri um kennslu- og uppeldismál en hann hygg- ur á frekara starf í þeim efnum, m.a. á vefnum www.kennsla.is. Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar stóð fyrir viðburðinum sem hitti svona skemmtilega í mark en um 400 manns hlýddu á silfur- drenginn í Hlégarði. Ólafur vakti athygli í viðtölum í kring um ólympíuleikana síðasta sumar fyrir heimspeki sína og lífssýn sem einkennist öðru fremur af jákvæðri hugsun. Hann er einn fræknasti íþróttamaður sem Íslendingar hafa eignast og er talinn einn sterkasti handknattleikmaður í heimi í dag. Eitt af því sem gerir hann að þeim afreksmanni sem hann er er sú mikla áhersla sem hann hefur um árabil lagt á alhliða þjálfun, andlega jafnt sem líkamlega. Hann trúir því að skapandi lífssýn og jákvæð hugsun sé forsenda raunverulegs árangurs og hefur sýnt það og sannað með afrekum sínum að hann lifir samkvæmt því. Það sem færri vita er að Ólafur er mikill áhugamaður um kennslu- og uppeldismál. Hann hefur viðað að sér þekkingu um árabil, bæði upp á eigin spýtur, sem og í háskólanámi í London sem hann hefur stundað samhliða starfi sínu. Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður býður upp á samræður við foreldra og áhugafólk um lífið og uppeldismál á vegum Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar fimmtudagskvöldið 8. janúar 2009 kl. 20.30 í Hlégarði. „Foreldrar sem eitt sinn voru líka börn. Mun segja þeim frá nýjum möguleikum hvað varðar tenginga-hugsun, húmor, visualization, minni, sköpunargáfu o.fl. Ef þau eru sniðug þá koma þau með minnisbækur með sér og liti.” „Ég reyni að koma með eitthvað sem hreyfir við fólki, gerir það að þátttakendum, gefur því orku og fyllingu. Ég vonast til að læra meira af þátttakendunum en þeir af mér.” Ólafur Stefánsson á opnu húsi í Mosfellsbæ JÁKVÆÐNI Í DAGLEGU LÍFI Virðing, jákvæðni, framsækni, umhyggja. Oddgeir Árnason lét af störfum nú um ármótin. Oddgeir hefur starfað fyrir Mosfellsbæ í 18 ár en þar áður starfaði hann sem garðyrkjustjóri á Akranesi. Samstarfsfólk Oddgeirs safnaðist saman á dögum á bæjarskrifsto- fum Mosfellsbæjar og kvaddi hann formlega. Oddgeiri voru þökkuð störf í þágu bæjarins en hann á heiður að því að gera Mosfellsbæ eins grænan og hann er nú. Aspirnar meðfram Vesturlandsveginum eru dæmi um það. Oddgeir Árnason hættir sem garðyrkjustjóri Oddgeir lætur af störfum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.