Mosfellingur - 16.01.2009, Qupperneq 16
Súpa sem klikkar ekki
Í eldhúsinu
Arna Björk Birgisdóttir myndlistar-
kennari í Lágafellsskóla gefur okkur
uppskrift að þessu sinni.
„Þetta er uppskrift sem ég fékk hjá
honum Steina Árna í Keflavík, súpa
sem klikkar aldrei og er mjög vinsæl
á mínu heimili.“
Súpa, uppskrift fyrir 4-5
1 laukur
3 hvítlauksrif
2 gulrætur
1 græn paprika
Smjör til steikingar
1 dós ókryddaðir tómatar
3/4 dl. vatn
3 kjúklingateningar
svartur pipar
2 mtsk. maple sýróp
1 peli rjómi
Tabasco sósa -slatti
Fiskur
- Gott að nota t.d.silung, lúðu, skötu-
sel, rækjur eða humar
Allt grænmeti sett í pott ásamt smjöri,
steikt og soðið í góða stund, 1 peli af
rjóma bætt út í og fiski.
ÖRNU BJÖRK
Ásdís Kalman sýnir
í Listasalnum
Ásdís Kal-
man hefur
opnað
sýninguna
Lúmen í
Listasal
Mosfells-
bæjar. Ásdís
hefur verið
starf andi
myndlistar-
maður frá útskrift úr Myndlista-
og handíðaskóla Íslands árið
1988. Á sýningunni í listasalnum
getur að líta olíumálverk og eins
og nafn sýningarinnar, Lúmen,
bendir til er ljós og birta viðfangs-
efni Ásdísar á þessari sýningu.
„Það er mér sönn ánægja að fá
að sýna í Mosfellsbæ þar sem
móðir mín, Þórdís Ingibergsdótt-
ir Kalman, fæddist hér fyrir
85 árum,“ segir Ásdís. Amma
og afi Ásdísar, þau Ingibergur
Runólfsson og Sigríður Olga
Kristjánsdóttir, unnu bæði í
ullarverksmiðjunni að Álafossi.
- Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar16
Heyrst hefur...
...að Samúel Örn Erlingsson
sé farinn að kenna dönsku í
Lágafellsskóla.
...að Alli Richter hafi orðið faðir í
vikunni. Lítill Richter mættur.
...að Jóndi og Stefí séu trúlofuð.
...að Greta Salóme hafi sigrað
jólalagasamkeppni Rásar 2.
...að hin umdeilda tengibraut í
Helgafellshverfi sé einum metra of
há og verið sé að rífa hluta af henni
upp og lækka í rétta hæð.
...að Vignir í Hlégarði sé kominn
í útrás og sé farinn að senda
þorramat til New York.
...að fjögurra manna fjölskylda úr
Teigahverfi hafi unnið tæpar 20
milljónir í Lottóinu um síðustu
helgi. Miðinn var keyptur á N1.
...að Páll Ágúst og Brynja séu að fara
gifta sig um næstu helgi.
...að Valsstelpur hafi gefið Guðnýju
"okkar" Óðinsdóttur Aftureldingar-
rúmföt áður en hún hélt utan í
atvinnumennsku til Svíþjóðar.
...að nýja fiskbúðin ætli að bjóða
uppá Sushi fyrir helgar.
...að björgunarsveitarmenn úr Kyndli
séu ekki enn búnir að ná rollunni
niður úr Úlfarsfellinu.
...að nýr meðlimur sé kominn í
hljómsveitina Bob Gillan og
Ztrandverðirnir og leiki hann á
hljómborð og syngi.
...að hið árlega sjávarréttahlaðborð
Lionsfélaga verði haldið 13. feb.
...að illa hafi gengið að kveikja í
þrettándabrennunni þar sem rignt
hafi eldi og brennisteini.
...að Afturelding taki á móti Gróttu
í handboltanum í kvöld. Leikurinn
hefst kl. 19:30.
...að einhverjir miðar séu enn eftir í
matinn á þorrablóti Aftureldingar.
...að Gýmis-húsið sé að verða klárt.
...að Jumboys hafi sigrað Aftur-
eldingu2 í utandeildinni
með níu mörkum.
...að búið sé að loka á athugasemdir
á vefsíðu Kjósarhrepps. Málið
tengist færslum vegna innbrots á
hreppsskriftsofur hreppsins.
...að Snorri Ásmunds listamaður úr
Kvosinni ætli að bjóða sig fram til
formanns Sjálfstæðisflokksins.
Íslandsmótið í réttstöðulyftu var haldið á Selfossi þann 22. nóvember.
Birg ir Birgisson sigraði í 67,5 kg. fl okki með 140 kg. og Viktor Sveinsson
sigraði í 75 kg. fl okki með 187,5 kg. Viktor stefnir á að slá Íslandsmet ung-
linga í apríl sem er nú 200 kg. Viktor fékk verðlaun sem efnilegasti nýliðinn.
Stofnað hefur verið félagið Kraft í Mosfellsbæ en mikill uppgangur er í
kraftlyftingum í bænum. Félagið hefur óskað eftir aðilid að UMSK og ÍSÍ.
8.469 Mosfellingar
og 196 Kjósverjar
Mosfellingar eru nú orðnir 8.469
en voru í fyrra 8.147, sem þýðir
tæp 4% fjölgun íbúa en það er
helmingi minni fjölgun en árið
þar áður.
Karlarnir eru aðeins fl eiri eða
4.444 en konurnar eru 4.025.
Fjölmennasta gata Mosfellsbæj-
ar er Klapparhlíð en þar eru
skráðir 525 íbúar. Í Tröllateigi
eru 375 og í Þrastarhöfða eru
323. Íbúar í Mosfellsdal eru 198.
Kjósverjum fjölgaði um fi mm á
síðasta ári og eru nú orðnir 196.
Íslenskunámskeið í Mosfellsbæ
Tómstundaskóli Mosfellsbæjar hefur staðið fyrir íslenskunámskeiðum í
Mosfellsbæ undan farin ár. Námskeiðin hafa verið vel sótt og hefur kennsl-
an farið fram í Varmárskóla. Kenndar eru 50 kennslustundir í senn tvisvar
sinnum í viku. Það eru margir útlendingar sem búa í Mosfellsbæ og eru
mjög fegnir að þurfa ekki að sækja námskeið út fyrir bæinn. Margir koma
aftur og aftur á námskeið. Námskeiðin eru borguð niður af Mosfellsbæ og
kosta aðeins 6000 kr. fyrir bæjarbúa. Kennari er Jóna Dís Bragadóttir sem
hefur mikla reynslu af því að kenna útlendingum íslensku. Næstu námskeið
eru að hefjast og er hægt að skrá sig á tomstund@tomstund.is.
Mosfellsbær öðlast Kraft