Mosfellingur - 16.12.2010, Page 6

Mosfellingur - 16.12.2010, Page 6
Unnið að gerð lýðræðisstefnu Fyrsti fundur nýrrar lýðræðis- nefndar Mosfellsbæjar var haldinn á dögunum. Í nefndinni eiga sæti Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Anna Sigríður Guðnadóttir, fulltrúi S-lista, Herdís Sigurjónsdóttir, fulltrúi D-lista, Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi M-lista og Karl Tómas- son, fulltrúi V-lista. Starfsmenn nefndarinnar eru Sigríður Dögg Auðunsdóttir, forstöðumaður kynningarmála, Sigríður Indriða- dóttir mannauðsstjóri og Stefán Ómar Jónsson bæjarritari. Hlutverk nefndarinnar er að vinna drög að nýrri lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar og reglum um íbúakosningar í Mos- fellsbæ og verklag um gagnsæi og aðgang að gögnum. Með virku íbúa- lýðræði er hægt að ná betri sátt um markmið, stefnu og framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins með því að virkja íbúa í ákvarðanatökuferlinu og hvetja þá til að taka þátt í mótun nærumhverfis síns í samvinnu við sveitarfélagið. Eldri borgarar Upplýsingar og skráningar í ferðir og námskeið eru á skrifstofu félagsstarfsins Eirhömrum kl. 13-16, símar 586-8014 og í gsm. 692-0814 Handverksstofurnar á Eirhömrum eru opnar eins og venjulega alla virka daga kl. 13-16. Minni á glernámskeið á fimmtudögum kl. 10-12. Næsta námskeið byrjar 13. janúar. Nánari upplýsingar hjá Elvu í síma 698-0090 og einnig í síma 586-8014 kl. 13-16. Bestu jóla og nýjárskveðjur frá Félagsstarfi eldri borgara í Mosfellsbæ - Fréttir úr bæjarlífinu6 Páll Guðjónsson opnar sýningu í Listasalnum í tilefni sextugsafmælis síns sem er í dag Áhugamál og ástríða frá barnæsku Laugardaginn 11. desember opnaði Páll Guðjónsson sýninguna, Form – Fegurð - Flæði, í Listasal Mosfellsbæjar. Páll sýnir þar 34 ljósmyndir sem hann hefur tekið síðastliðin tvö ár. Páll hefur sinnt ýmsum störfum í gegnum tíðina, er menntaður viðskiptafræðingur og var sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri Mosfellsbæjar 1982 – 1992. Páll starfar nú sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu. „Sýningin er m.a. sett upp til að marka sextugsafmæli okkar hjóna á þessu ári,“ segir Páll sem er fæddur þann 16. desember 1950 og er því sextugur í dag. „Ljósmyndun hefur verið áhugamál mitt og ástríða allt frá bernskuárum. Eins og oft hendir þá hvarf þetta áhugamál dálítið baksviðs þegar háskólanám, stofnun fjölskyldu og erilsamir dagar í krefjandi störfum tóku allan tíma og orku,“ segir Páll. Eignaðist fyrstu myndavélina 12 ára Fyrir sex árum tók ég upp þráðinn að nýju og ákvað að láta á það reyna hvort ég gæti tekist af alvöru á við skapandi ljósmyndun. Staf- ræn ljósmyndun var þá að komast á skrið, og ég ákvað að tileinka mér strax þessa nýju tækni. Ástríðan og löngunin til að fanga augnablikið, túlka og deila með öðrum er jafn sterk og fersk og þegar ég eignaðist fyrstu myndavélina mína 12 ára gamall, þannig að því fer fjarri að þessi sýning í tilefni af sextugsafmæli mínu marki einhvern enda- punkt.“ Sýning Páls í Listasalnum stendur til 3. janúar 2011.Hjónin Páll Guðjónsson og Ingibjörg Flygenring við opnun sýningarinnar. Tilnefningar til Mosfellings ársins Val á Mosfellingi ársins 2010 stend- ur nú yfir og gefst lesendum kostur á að tilnefna þá sem þeim finnst verðugir að bera nafnbótina. Allir Mosfellingar koma til greina í valinu og er öllum frjálst að senda inn tilnefningar með tölvupósti á net- fangið mosfellingur@mosfellingur. is. Er þetta í sjötta sinn sem þetta val fer fram á vegum Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og senda inn tilnefningar. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðningur á tilnefningunni og hvað viðkomandi hefur lagt til samfélagsins. Áður hafa hlotið nafnbótina: Sigsteinn Pálsson, Hjalti Úrsus Árnason, Jóhann Ingi Guðbergsson, Albert Rútsson og Embla Ágústsdóttir. Útnefningin verður kunngjörð í fyrsta blaði næsta árs sem kemur út þann 13. janúar. Í tilefni af endurútgáfu bókanna um Mola litla flugustrák og þess að Ragnar Lár, teiknari og höfundur bókanna, hefði orðið 75 ára var haldið útgáfuteiti í Brúarlandi, æskuheimili listamannsins á sunnudaginn var. Ættingjar Ragnars og vinir fjölmenntu, fengu sér Mola kaffi og áttu saman góðan dag. Bækurnar komu fyrst út á árunum 1968-1975 Bækurnar um Mola litla komu fyrst út á árunum 1968-1975 og eru mörgum minnisstæðar. Þær fjalla um ævintýri Mola sem er lítill og fremur ógætinn flugustrákur, besta vin hans Jóa járnsmið og illmennið Köngul kónguló sem í sífellu gerir þeim félögum skráveifu. Nafnið á Mola er til komið af því hve hrifinn hann er að sykurmolum. Við sömu athöfn afhenti Kristín Pálsdóttir, ekkja Ragnars, Mosfellsbæ listaverk eftir Ragnar til eignar og varðveislu, meðal þeirra eru upprunalegar myndir af Mola litla flugustrák. Bækurnar um Mola litla endurútgefnar listaverk eftir ragnar lár afhent Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar, Kristín Pálsdóttir, ekkja Ragnars Lár og Höskuldur Sigurðarson útgefandi nýju Molabókanna. Karl veitti listaverkunum viðtöku fyrir hönd Mosfellsbæjar og sagði við tækifærið það vera sér mikinn heiður, Ragnar var móðubróðir Karls. Freyja Ragnarsdóttir, Kristín ekkja Ragnars, Eiður B. Eiríksson barnabarn hennar. Guðrún Tómadóttir og Steinunn Bjarman þáðu Mola kaffi Gerður Lárusdóttir flutti skemmtilega tölu um bróður sinn Ragnar Lár. Á myndinni er hún með syni sínum Stein- ari Tómassyni og langömmubarni.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.