Mosfellingur - 16.12.2010, Page 8

Mosfellingur - 16.12.2010, Page 8
Jólaævintýri Þorra og Þuru í leikhúsinu Þann 22. desember kl. 16 munu álfabörnin Þorri og Þura mæta í Bæjarleikhúsið, Mosfellsbæ. Þorri álfastrákur var ekki sáttur með það að fá mandarínu í skóinn frá jóla- sveininum, og í kjölfarið týndi hann jólaskapinu sínu. Upp hefst mikil og skemmtileg leit að jólaskapinu hans Þorra, en með hjálp góðrar vinkonu er allt hægt og að lokum finna Þorri og Þura hinn sanna jólaanda. Sýn- ingin sem hentar yngstu kynslóð- inni best en líka allri fjölskyldinni, er full af skemmtilegum söngvum, bæði frumsömdum og þekktum jólalögum. Miðapantanir eru í síma 5667788. - Öflugasti auglýsinga- og fréttamiðill Mosfellsbæjar8 Aðalfundur Framsóknarfélags Mosfellsbæjar var haldinn í sal félagsins að Háholti mánudaginn 6. desember. Fundurinn var fjölmennur og fjörugar umræður m.a. um bæjarmálin. Ný stjórn var kosinn en hana skipa: Formaður: Björg Reehaug Jensdóttir. Meðstjórnendur: Friðrik Ólafsson, Óðinn Pétur Vigfússon , Snorri Hreggviðsson. Gísli Geirsson. Varamenn: Marteinn Magnússon, Guðni Þorbjörnsson Björg Reehaug fer fyrir nýrri stjórn Framsóknarfélgsins Björg kosin formaður Ný stjórn Framsóknar- félags Mosfellsbæjar ásamt varamönnum. Hið árlega aðventukvöld Samfylkingarfélags Mosfellsbæjar var haldið föstudaginn 3. desember í Þverholtinu. Góð mæting var og sköpuð notaleg stemming með skreytingum og jólaglöggi. Frostpinnarnir sungu nokkur jólalög og höfundar lásu úr nýútkomnum bókum sínum. Árlegt aðventukvöld Samfylkingarfélags Mosfellsbæjar Frostpinnar og rithöf­ undar á aðventukvöldi Rithöfundarnir; Bjarki Bjarnason, Halla Gunnarsdóttir, Yrsa Sigurðardóttir ásamt Valdimar Leó formanni Sf-Mos. Jólamarkaðurinn í Kvosinni opinn allar helgar í desember Jólastemning í Álafosskvosinni Fjölmargir hafa lagt leið sína á jólamark- aðinn og notið jólastemningar í Álafoss- kvosinni. Margt góðra muna, góðgæti og veitingar. Margir gerðu góð kaup, jólamaraðurinn hefur verið s.l. helgar við Kaffihúsið á Álafossi, síðasti markaður verður helgina 18. og 19. desember frá kl. 12-17 báða dagana.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.