Fréttablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 18
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Það er
allavega
skrýtið að
beina spjót-
um að Stefáni
fyrir að vekja
athygli á
vanlíðan
starfsmanna
borgarinnar.
Það er ekki
hagur nokk-
urs manns að
hér verði
okkur skipt í
tvö lið sem
aldrei leita
málamiðlana.
Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga furðu oft í erfiðleikum með að átta sig á því að þeir geta ekki hegðað sér hvernig sem er. Þeir eru fulltrúar þjóðarinnar, bæði á vinnustað og utan hans, og verða að lúta þeirri kröfu að hegða sér skikkan-
lega. Þetta vefst merkilega mikið fyrir þeim. Allavega
ganga þeir iðulega fram af þjóðinni með háttalagi sínu.
Rétt er að beina sjónum að framferði nokkurra
borgarfulltrúa gagnvart starfsmönnum borgarinnar.
Það getur ekki talist eðlilegt að um sjötíu starfsmenn
hafi séð ástæðu til að kvarta undan framkomu borgar-
fulltrúa og að tveir einstaklingar hafi látið af störfum
vegna þess að þeir þoldu ekki þessa framkomu. Þarna
mun einungis um örfáa borgarfulltrúa að ræða en um
leið er ljóst að þeir hafa hvergi dregið af sér í dónaskap
og fautalegri framkomu fyrst tugir starfsmanna sjá
ástæðu til að kvarta undan þeim.
Starfsfólk borgarinnar á að geta unnið störf sín í friði
en á ekki að þurfa að búa við það að geðvondur borgar-
fulltrúi ausi úr skálum reiði sinnar yfir það. Enginn á
að þurfa að vinna í svo eitruðu umhverfi.
Það eru því einkennileg viðbrögð að skjóta sendi-
boðann, það er að segja Stefán Eiríksson borgarritara
sem á Facebook gagnrýndi nokkra borgarfulltrúa, án
þess að nafngreina þá, og sagði þá ítrekað hafa vænt
starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið
að starfsheiðri þeirra. Ljóst er að Stefán átti þarna við
nokkra borgarfulltrúa minnihlutans. Einhverjir þeirra
hafa einmitt svarað Stefáni fullum hálsi. Svo virðist
sem þeir taki orð hans til sín. Þeim væri nær að líta í
eigin barm og spyrja sig hvort þeir eigi einhverja sök
í málinu. Það er allavega skrýtið að beina spjótum að
Stefáni fyrir að vekja athygli á vanlíðan starfsmanna
borgarinnar. Vanlíðan sem stafar af hegðun nokkurra
borgarfulltrúa.
Sú lítt friðelskandi manneskja, Vigdís Hauksdóttir,
sagði að þessi Facebook-færsla hlyti að vera síðasta
skítverkið sem Stefán ynni fyrir Dag B. Eggertsson,
hann yrði að hverfa úr embætti eftir þessi orð sín.
Umhyggja fyrir líðan starfsmanna borgarinnar virðist
ekki ofarlega á blaði hjá þessum borgarfulltrúa minni-
hlutans.
Ljóst er að ýmsum í minnihluta borgarstjórnar er
mjög í mun að bregða fæti fyrir meirihlutann í borg-
inni með hvaða ráðum sem er. Það er svo sem ekki
hægt að álasa borgarfulltrúum minnihlutans fyrir að
þrá að komast til áhrifa í borginni en þeir ættu að láta
af ofstækisfullum málflutningi og reyna að stilla skap
sitt í samskiptum við starfsmenn borgarinnar sem eiga
að fá að vinna störf sín án þess að gólandi borgarfull-
trúar séu að angra þá.
Rétt er svo að halda því til haga að innan minnihlut-
ans í borginni er sómafólk sem ekki grípur til gífuryrða
við hvert tækifæri heldur stundar málefnalega gagn-
rýni og myndi aldrei gera sig sekt um að valda starfs-
mönnum borgarinnar sársauka með hegðan sinni.
Hinir fáu sem láta pólitískt ofstæki stjórna sér valda
miklum skaða, skapa sársauka og koma óorði á stjórn-
málin.
Eitrað umhverfi
Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn
af einni rafhlöðu sem skilar ai
til þess að slípa, er léttari en
snúrurokkur í sinni stærð.
Sveigjanlegt rafhlöðuker
sem virkar með öllum
Milwaukee ® M18™ rafhlöðum.
Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu)
M18 FLAG
Alvöru slípirokkur
frá Milwaukee
vfs.is
Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkj-unum 2016 fór að bera aftur á fyrirbæri sem kallað hefur verið pólun samfélagsins (e. social
polarization). Pólun má í grunninn skýra sem
einhvers konar þörf til að skilja að svart og hvítt,
hægri og vinstri pólitík, rétt og rangt, satt eða
logið. Stærsti vandinn við þetta er að f lest okkar
hafa hugmyndir sem falla einhvers staðar pólanna
á milli.
Í ljósi átakanna sem nú ríkja á vinnumarkaði og
þeirrar pólunar sem hún lýsir er fróðlegt að staldra
við og velta fyrir sér hvað það er sem veldur.
Tilhneiging til pólunar getur átt sér fjölmargar
rætur. Misskipting, óréttlæti, óstöðugleiki eða
annað sem kallar fram sterkar tilfinningar. Bál
pólunar er knúið áfram af ýmsu, en tvennt kemur
fyrst upp í hugann. Fyrir það fyrsta er eftirspurn
fjölmiðla eftir frétta- og umfjöllunarefni yfirleitt
þannig háttað að sóst er eftir þeim sjónarmiðum
sem vekja mest viðbrögð og leiða af sér áhorf,
deilingar á samfélagsmiðlum og harkaleg skoðana-
skipti. Í öðru lagi virðist þörf einstaklinga til tján-
ingar aukast eftir því sem menn færast nær sínum
pól og finna sig knúna til að sannfæra aðra um
sinn eina sannleik. Í báðum tilfellum hafa þessar
aðgerðir áhrif á skynjun okkur á samfélaginu og
þeim aðstæðum sem við búum við. Alvarlegasta
afleiðingin er að öll umræða umverpist um pólana
og verður allt annað en málefnaleg. Byggð upp á til-
finningum og skoðunum umfram staðreyndir.
Ábyrgð
Við berum ábyrgð, enda er það fólk sem rekur
fjölmiðla og það er fólk sem tekur ákvörðun um
að beita sér á samfélagsmiðlum. Það er ekki hagur
nokkurs manns að hér verði okkur skipt í tvö lið
sem aldrei leita málamiðlana. Tvö lið sem bæði
eru ófær um að hafa staðreyndir og sannleika að
leiðarljósi. Þróun sem lítið hefur fram að færa
annað en átök, deilur, vondar tilfinningar og
óstöðugleika samfélagsins. Berum ábyrgð.
Pólun samfélagsins
Helgi
Héðinsson
oddviti Skútu-
staðahrepps
Batnandi mönnum
Miðf lokkurinn hefur heldur
betur stimplað sig inn sem
stærsti stjórnarandstöðu
f lokkurinn á þingi. Ljóst er að
formaður f lokksins, Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, kann vel
við sig í þessu hlutverki og hefur
verið í essinu sínu. Við fyrstu
og aðra umræðu um frumvarp
fjármálaráðherra um losun af
landskróna hefur hann alls stigið
í pontu 79 sinnum. Sigmundur
hefur stundum verið gagnrýnd
ur fyrir litla viðveru í þinginu
en það er greinilegt að batnandi
mönnum er best að lifa. Þessar
79 ræður eru f leiri en hann f lutti
á öllu 146. löggjafarþinginu og
mun f leiri en hann hafði f lutt á
yfirstandandi þingi til þessa.
Ógnvænleg framtíð
Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíus
sonar, sem heimilar innf lutning
á fersku kjöti hefur vakið hörð
viðbrögð framsóknarmanna
og annarra talsmanna land
búnaðarins. Haft var eftir for
manni ungra framsóknarmanna
að fólk einfaldlega hræddist
frumvarpið. Með frumvarpinu
sem hafði verið boðað um
nokkra hríð eru stjórnvöld að
bregðast við dómum Hæsta
réttar og EFTAdómstólsins um
brot á EESsamningnum. Það er
spurning hvora framtíðina meiri
ástæða sé til að hræðast. Framtíð
með fersku innf luttu kjöti eða
framtíð án EESsamningsins.
sighvatur@frettabladid.is
2 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
8
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
3
-9
E
7
8
2
2
7
3
-9
D
3
C
2
2
7
3
-9
C
0
0
2
2
7
3
-9
A
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
2
7
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K