Fréttablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 58
Bergrún segir ekki nóg að huga að lestrarhraðaviðmiðum barna heldur einnig lestrargleðinni. MYND/SIGTRYGGUR ARI
Ma ð u r h e f ð i haldið að flestir væru sammála u m m i k i l -vægi vandaðra b a r n a b ó k a , “
segir Bergrún aðspurð um málefnið.
„Það að barnabækur skipti máli og
fátt sé meira gefandi en lestur góðra
bóka. Í fyrra mátti hins vegar sjá
athugasemdakerfin loga í tengslum
við Láru-bækurnar hennar Birgittu
Haukdal. Sumir fögnuðu því að nú
ætti að skoða barnabækur ofan í
kjölinn, myndskreytingarnar, efnis-
tökin og orðavalið. Ræða málin og
velta hlutum fyrir sér eins og hvort
allt megi í barnabókum eða hvað
geri barnabók góða eða vandaða.
Um leið mátti heyra háværar raddir
fólks sem fannst í raun óþarfi að
taka gagnrýni á barnabækur alvar-
lega því þetta væri jú „bara barna-
bók“. Þessi orð, „bara barnabók“,
eru eftirtektarverð. Hvaða skoðun
sem hver og einn hafði á þessu
ákveðna máli vorum við barna-
bókahöfundar sammála um að það
væri ekkert „bara“ við barnabækur.
Þýðir ekki að tuða en
hanga sjálf í símanum
BESTA RÁÐIÐ SEM ÉG
GET GEFIÐ FORELDR-
UM ER ÞVÍ AÐ BYRJA Á SJÁLFUM
SÉR. TAKA OFTAR UPP BÓK
SJÁLF. ÞETTA GILDIR UM SVO
MARGT Í UPPELDINU. VILJI ÉG
AÐ BÖRNIN MÍN BORÐI HOLLAN
MAT VERÐ ÉG FYRST AÐ FYLLA
DISKINN MINN AF HOLLUM MAT.
AF HVERJU ÆTTU ÞAU AÐ VILJA
BORÐA HÝÐISHRÍSGRJÓN
Á MEÐAN ÉG HÁMA Í MIG
FRANSKAR?
Þetta undarlega viðhorf er kveikjan
að þema Gerðubergsráðstefnunnar
í ár. Yfirskriftin er þessi f leygu orð
„þetta er bara barnabók“ sem ég
veit að fyrirlesararnir munu fara
létt með að hrekja næsta laugardag,“
segir hún ákveðin.
Síðustu misseri hefur læsisvanda
íslenskra barna æ oftar borið á
góma og umræðan í kringum hann
töluverð sem Bergrún segir jákvætt.
„Við viljum alls ekki að börnin
okkar hætti að lesa eða tapi les-
skilningnum. Góður lesskilningur
er undirstaða svo margs í lífinu og
vissulega þurfa börn að vera vel
læs til að ráða betur við allt nám í
framtíðinni. En þessi ákveðna orð-
ræða skautar yfir aðra jafn mikil-
væga þætti. Hvað með yndislestur
og lestrargleði? Það að börn lesi
sér ekki bara til gagns heldur til
gamans. Að börn sæki í bækur bók-
anna vegna, en ekki til að ná lestrar-
hraðaviðmiðum.“
Foreldrarnir með símann í
höndunum
Flest vitum við að lestraráhug-
inn er ekki einungis vakinn innan
skólans heldur er nauðsyn að halda
uppi virkni heima við og er ekki úr
vegi að spyrja Bergrúnu um góð
ráð í þeim efnum. „Hvað lestrar-
hvatningu inni á heimilinu varðar
hef ég ekkert viðmið annað en mitt
eigið heimili. Það er vita vonlaust að
foreldri sé alltaf með símann í hönd-
unum, rennandi yfir Facebook eða
að rífast á athugasemdakerfunum,
og ætlast á sama tíma til þess að
barnið á heimilinu kunni að sökkva
sér niður í bók. Það segir sig sjálft að
foreldrar breyta engu með því að
tuða um mikilvægi lesturs á meðan
þeir hanga sjálfir yfir kattamynd-
böndum á YouTube. Besta ráðið
sem ég get gefið foreldrum er því að
byrja á sjálfum sér. Taka oftar upp
bók sjálf. Þetta gildir um svo margt
í uppeldinu. Vilji ég að börnin mín
borði hollan mat verð ég fyrst að
fylla diskinn minn af hollum mat.
Af hverju ættu þau að vilja borða
hýðishrísgrjón á meðan ég háma í
mig franskar? Ef barnið vill alls ekki
lesa er ágætt að líta í eigin barm og
vera lesandi fyrirmynd.“
Unglingar sem lesa mikið snúa
sér að bókum á ensku
Bergrún bendir á að íslenskar
bækur mættu koma út á f leiri
tungumálum fyrir íslensk börn af
öðrum uppruna. „Það þarf að hlúa
betur að tvítyngdu börnunum, fylla
hillur skólabókasafnanna af fjöl-
breyttum bókakosti á móðurtungu
sem flestra barna sem hér búa. Börn
eru fjölbreyttur hópur einstaklinga
með ólík áhugasvið. Þau lifa hratt og
vilja spennandi af þreyingu helst í
gær. Ef við getum ekki skaffað þeim
bækur sem svala lestrarþorstanum
verða þau hratt afhuga bókum, eða
skipta alfarið yfir í bækur á ensku.
Þeir unglingar sem lesa mikið og
hafa gaman af vönduðum bókum
eru snöggir að bruna í gegnum þær
örfáu unglingabækur sem út koma á
íslensku fyrir jólin. Þess vegna snúa
þau sér að enskunni. Við eigum stór-
kostlega höfunda sem skrifa bækur
fyrir börn og unglinga. Þetta eru
bækurnar sem verða til þess að
skapa framtíðarskáld sem halda
íslenskunni lifandi um ókomin ár.“
bjork@frettabladid.is
Bergrún Íris
Sævars dóttir,
barnabókahöfundur
og teiknari, er ein
þeirra sem standa
að árlegri ráðstefnu
um barna- og ungl-
ingabókmenntir í
Gerðubergi næst-
komandi laugardag
en gæði barnabóka
hafa verið töluvert í
umræðunni.
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
VERSLUN OKKAR
Í REYKJAVÍK
ER LOKUÐ Í DAG
28. FEBRÚAR VEGNA
VÖRUTALNINGAR
OPNUM
AFTUR Á
MORGUN
KL. 1000
HLÖKKUM
TIL AÐ SJÁ ÞIG!
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
2 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R34 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
2
8
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
7
3
-C
A
E
8
2
2
7
3
-C
9
A
C
2
2
7
3
-C
8
7
0
2
2
7
3
-C
7
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
2
7
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K