Fréttablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 24
Svo mikið hefur gengið á í verslunum FJALLAKOFANS það sem af er þessu ári að
eftir því hefur verið tekið. Okkur
lék því forvitni á að vita hvað
valdi svona mikilli verslun í
upphafi þessa árs og leituðum til
Halldórs Hreinssonar, forstjóra
og eiganda FJALLAKOFANS.
Halldór segir það fyrst og
fremst vera snjóinn, sem komið
hefur alveg heim að dyrum Reyk-
víkinga og annarra landsmanna,
sem hafi valdið mikilli söluaukn-
ingu á skíðabúnaði og tengdum
vörum í ár. „Fyrir vikið hafa mjög
margir ákveðið að láta draum
sinn rætast og fjárfest í skíðabún-
aði fyrir sig og fjölskyldu sína.
Við tókum smá áhættu þegar við
tvöfölduðum magnið af skíða-
búnaði í verslunum okkar frá
því í fyrra. Auk þess
fjárfesti ég ekki síður
í vönduðu, þjónustu-
lunduðu og faglegu
starfsfólki sem hefur
getað mætt þessari
umframeftirspurn
sem er alveg búin að
vera meira en tvö-
földun á við síðasta
vetur.“
Hátt þjónustustig
FJALLAKOFINN hefur boðið upp á
frábært verð á vinsælum skíða-
pökkum, hvort sem það er fyrir
foreldrana, krakkana eða ömmur
og afa, segir Halldór. „Ekki má
gleyma gönguskíðaæðinu sem
hefur tekið fram úr fjallaskíða-
æðinu hvað vinsældir varðar á
þessum fyrstu tveimur mánuðum.
En svo eiga fjallaskíðin vafalaust
eftir að koma mjög sterk inn í apríl
og út maímánuð.“
Til að anna þessum fjölda fólks
sem streymir inn í FJALLAKOF-
ANN þarf að vanda valið á góðu
og hæfu starfsfólki, segir Halldór.
„Það hefur verið eitt af aðal-
áhersluatriðum fjölskyldunnar í
rekstri FJALLAKOFANS að velja til
starfa vandað fólk og gera vel við
það. Starfsfólk okkar þarf að geta
staðist þær væntingar sem við-
skiptavinir FJALLAKOFANS
gera til okkar allra enda má
segja að viðskiptavinir
okkar séu um leið vinnu-
veitendur okkar. Við
höfum ráðið inn sterka
einstaklinga sem koma
til með að styrkja
stöðu FJALLAKOF-
ANS enn frekar.“
Spennandi nýjungar
Í vor kynnir FJALLAKOFINN
til sögunnar margar nýjungar,
bæði í skíðadeildinni og í úti-
vistinni, en þar ber helst að nefna
stærsta vörumerkið í útivistinni,
PATAGONIA, en vörur frá því
koma í verslanir þann 1. apríl. „Í
kjölfarið á PATAGONIA kemur
eitt stærsta bakpokamerki heims,
GREGORY, sem verður aðalf lagg-
skip FJALLAKOFANS í bakpokum
enda ráðandi á mörkuðum
erlendis vegna gæða, hönnunar,
notagildis og endingar. Ekki má
gleyma að nefna KÄSTLE sem
ég hef þekkt frá árum mínum
hjá Skátabúðinni en þeir ætla
sér stóra hluti í gönguskíða-
heiminum. Svona gæti ég haldið
lengi áfram en í raun er nauðsyn-
legt fyrir alla sem unna útivist
og útiveru að kíkja reglulega til
okkar í FJALLAKOFANN sem er
viðurkennd ein af öf lugustu og
skemmtilegustu útivistarversl-
unum landsins.“
Landsfræg vorútsala
Undanfarna daga hafa starfs-
menn FJALLAKOFANS verið að
hreinsa til fyrir vorið og byrjar
því landsfræg vorútsala versl-
unarinnar í dag, fimmtudaginn
28. febrúar. „Þar verður mikið
af f lottum útivistarbúnaði frá
heimsþekktum framleiðendum á
frábæru tilboði. Ekki má gleyma
að á útsölunni verður enn hægt
að fá eitthvað af skíðabúnaði sem
eftir er á frábæru verði.“
Halldór Hreinsson, forstjóri og eigandi FJALLAKOFANS, hefur haft svo mikið að gera undanfarið að hann hefur
ekki enn fundið tíma til að raka sig. Árleg vorútsala FJALLAKOFANS hefst í dag fimmtudag. MYND/ERNIR
SCARPA skórnir eru
sterkasta vörumerki
FJALLAKOFANS.
Í vor kynnir FJALLAKOFINN til sögunnar margar nýjungar, bæði í skíða-
deildinni og í útivistinni, en þar ber helst að nefna vörumerkið PATAGONIA.
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@
frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr
Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Þar verður
mikið af
flottum
útivistar-
búnaði frá
heims-
þekktum
framleið-
endum á
frábæru
tilboði.
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
2
8
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
3
-D
9
B
8
2
2
7
3
-D
8
7
C
2
2
7
3
-D
7
4
0
2
2
7
3
-D
6
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
2
7
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K