Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2019, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐA Sandkorn 18. janúar 2019 Spurning vikunnar DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Stigin langt út fyrir hefðbundna sjálfshjálp F östudagskvöldið 18. janúar mun hin umtalaða Alda Karen Hjaltalín halda þriggja tíma „upplifun“ í Laugardalshöll. Tissjú verður í boði. Munið að borða vel og pissa áður en þetta byrjar og ekki ræða þetta við nokkurn mann á eftir. Miðaverð, litlar 12.990 krónur. Alda Karen hefur vakið mikla athygli og réttmæta gagnrýni frá fagfólki um sinn boðskap. Að svarið við sjálfsvígum sé einfalt. Aðeins ein setning; „ég er nóg.“ Hefur verið bent á að slíkar mön­ trur og alhæfingar geti ekki átt við þann fjölbreytta hóp sem berst við þunglyndi og er í sjálfsvígs­ hættu. Þetta er sérstaklega hættu­ legt í tilfelli Öldu, sem er mjög vinsæl hjá ungu fólki og virðist hafa mikinn sannfæringarkraft. Hluti af áhrifamættinum er að benda á eigin verðleika. Að hún, aðeins 25 ára gömul, hafi náð langt á ákveðnum sviðum og komist í kynni við frægt fólk. Í við­ tali eftir viðtali er henni hampað sem boðbera nýrra tíma og fyrir­ mynd æsku landsins. Fátt er ljótara en að nýta sér trúgirni fólks í veikri stöðu. Þegar Alda talar til fólks í sjálfsvígs­ hættu er hún stigin langt út fyrir hefðbundna sjálfshjálp. Hún er að tala til fólks sem stendur mjög höllum fæti og þarfnast sérfræði­ aðstoðar. Til eru ótal sorgleg dæmi um að fólki með alvarlega sjúk­ dóma hafi hafnað nauðsynlegri sérfræðimeðferð vegna loforða fúskara og kraftaverkalækna. Ör­ væntingarfullt fólk sem er tilbúið að trúa hverju sem er. Fyrir fjór­ um árum greindi ungur maður frá því að faðir hans, sem var með lifrarkrabbamein, hefði eytt meira en milljón krónum í gagns­ laust kraftaverkalyf. Lést hann nokkrum mánuðum síðar. Sumir hafa stigið fram og varið Öldu; að þótt hún sé ekki faglærð þá geti hennar aðferð virkað fyrir suma. Einnig örlar á fyrirlitningu fólks á „menntaelítunni“ fyrir að hleypa engum öðrum að borðinu. Að menntað fólk hafi ekki öll svör­ in. Staðreyndin er hins vegar sú að menntað fólk hefur gengið í gegn­ um ákveðið ferli, kynnt sér hin­ ar ýmsu hliðar mála og rannsak­ að viðfangsefni sitt. Það er betur í stakk búið til þess að fjalla um ákveðin mál en aðrir og leiðbeina fólki í réttar áttir. Geta ófaglærðir þá ekkert gert til að stemma stigu við sjálfsvígum og koma réttum skilaboðum áleiðis? Jú, auðvitað. Síðastliðið haust brugðust tvær ungar námsstúlkur við sjálfsvígs­ öldu í tiltekinni tónlistarkreðsu með því að skipuleggja tónleika. Þar tóku til máls sálfræðingar og fólk frá Rauða krossinum kynnti úrræði. Skipuleggjendur hátíðar­ innar Eistnaflugs héldu einnig umræður um sama faraldur þar sem sálfræðingur stýrði umræð­ um. Þetta sýnir að almenningur getur vel tekið þátt og látið gott af sér leiða. En það verður að vera gert á réttan hátt, það er einfald­ lega of mikið í húfi. n Leiðari Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kolbeinn eða Rósa í varaformanninn? Edward Huijbens, varaformaður VG og prófessor við Háskól­ ann á Akureyri, tilkynnti ný­ verið að hann væri að flytja til útlanda. Hann myndi því ekki gefa áframhaldandi kost á sér í embættið á komandi lands­ fundi í haust. Edward var kjör­ inn árið 2017 og sigraði þá Óla Halldórsson, sveitarstjórnar­ mann í Norðurþingi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson hafa ekki sagt sig úr flokknum þó að þau hafi lýst því yfir að þau styðji ekki stjórnina. Annað hvort þeirra, þá helst Rósa, gæti séð hag sinn í því að fara fram. Á móti Rósu gæti boðið sig fram Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem einn helsti varðhundur Katrínar Jakobsdóttur og flokks­ forystunnar. Vinstri græn á landsbyggðinni gætu einnig gert kröfu um að einhver úr þeirra röðum yrði vara­ formaður. Sturluð samsæriskenning Jón Baldvin Hannibalsson, fyrr­ verandi ráðherra, sætir nú ásök­ unum um kynferðislega áreitni frá ýmsum konum, þar á með­ al dóttur sinni. Óvænt hefur hann fengið stuðning frá hægri popúlískum öflum sem tæpast gætu talist pólitískir samherj­ ar hans. Hefur það verið nefnt að tímasetningin á ásökunum sé ekki tilviljun. Jón hafi nýlega talað gegn þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Svipað var uppi á tengingum árið 2012 þegar Nýtt líf birti bréf Jóns til ungrar systurdóttur eiginkonu hans, Bryndísar Schram. Þá var framboð Jóns til forseta í undirbúningi og hann velti fyrir sér tímasetningunni. Staðreyndin er sú að þolend­ ur koma fram þegar þeir eru tilbúnir til þess, árum eða ára­ tugum eftir atburði. Aðstæður breytast og sömuleiðis tíðar­ andinn. Að setja þetta í samhengi við núverandi vafstur geranda er sturlun. „Ég er nú að fara til Tenerife í fyrramálið“ Gunnar Sigurjónsson „Ég held að ég myndi fara til Þýskalands“ Elín Nóadóttir „Balí“ Ingibjörg Gestsdóttir „Það sem mig langar mest núna er að ferðast um sveitir Frakklands“ Sindri Þór Sigríðarson Hvert myndir þú ferðast ef þú gætir farið hvert sem er? Þ að var æsingur af tvenns konar toga í samfélaginu í vikunni. Fyrst var um að ræða ummæli skúrks í þættinum Ófærð, sem sýndur var á RÚV á sunnudagskvöldið, sem notaði lýsinguna „korter í Downs“. Á sunnudaginn stigu fram foreldrar barna með Downs­heil­ kenni og sögðu þetta ótækt. Síðar saman dag steig Sigurjón Kjartansson, handrits­ höfundur þáttanna, fram og baðst afsök­ unar. Svo virtist sem málið væri búið en þá stigu fram fleiri sem sögðu þetta óþarfa viðkvæmni og bentu á að það hefði verið skúrkur en ekki söguhetja sem hafi notað þennan niðrandi frasa. Málinu var lokið á þriðjudagskvöldi. Það var þó annar og meiri æsingur sem setti mark sitt á vikuna, þá í kringum Öldu Karen Hjaltalín. Alda Karen er 25 ára og vinsæll fyrirlesari sem verður með „upp­ lifun“ í Laugardalshöll á föstudagskvöldið. Hún var í viðtali í Íslandi í dag á mánu­ daginn þar sem hún sagði lausnina við sjálfsvígum vera hugsunina „ég er nóg“. Daginn eftir viðtalið fylltust samfélags­ miðlar af gagnrýni á Öldu Karen og boð­ skap hennar. Hún var sögð „snákaolíusali“ sem gerði lítið úr alvarlegum veikindum. Pétur Tyrfingsson sálfræðingur sagði að hún hefði ekki „hundsvit“ á hvernig fækka megi sjálfsvígum á Íslandi, fjölmiðlar væru „bjálfar“ fyrir að breiða út boðskap hennar sem hentaði aðeins „millistéttarfíflum“. Var Öldu Karen líkt við trúarleiðtoga í um­ ræðum á samfélagsmiðlum, þar sem fyrir­ lesturinn er kallaður „upplifun“ og boðið verður upp á snýtibréf í Laugardalshöll­ inni. Alda Karen mætti á þriðjudagskvöldið í Kastljós ásamt Hafrúnu Kristjánsdóttur sál­ fræðingi. Hafrún sagði það ekki satt að það dygði að segja „ég er nóg“ til að leysa vanda þeirra sem eru í sjálfsvígshugleiðingum, þar að auki væri það siðferðislega vafa­ samt að selja fólki slíkar hugmyndir. Málið væri flókið og það þyrfti að vanda sig í slíkri umræðu. Alda Karen sagði að hún hefði orðað þetta óheppilega, hún væri að selja lífslykla og deila eigin reynslu til annarra ungmenna. Þar að auki væri hún í sam­ starfi við fagfólk. Málið var áfram til um­ ræðu á miðvikudaginn, upp komu margar kenningar um að einhverjir óþekktir aðilar séu að baki Öldu Karen, einnig voru rifj­ uð upp eldri dæmi af einstaklingum sem hafa komið fram með einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Í kjölfar Kastljóssviðtalsins stigu margir fram og komu Öldu Karen til varnar, þar á meðal Jóna Hrönn Bolladóttir prestur og Hulda Björnsdóttir, útvarpskona á K100. Mál Öldu Karenar er líklegast ekki búið og verður sennilega til umræðu fram yfir helgi. Æsingur vikunnar: „Fátt er ljótara en að nýta sér trúgirni fólks í veikri stöðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.