Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2019, Blaðsíða 44
44 FÓKUS - VIÐTAL 18. janúar 2019 T ónlist hefur alltaf verið fyrir ferðarmikil í starfi og leik Páls Eyjólfssonar, eða Palla eins og hann er alltaf kallaður, hann starfar í einni vin- sælustu hljómsveit síðustu ára- tuga, er umboðsmaður konungs rokksins og á stóran þátt í öflugu menningarlífi Hafnarfjarðar. Blaðamaður DV settist niður með Palla og ræddi menningarlíf- ið í Bæjarbíói Hafnarfjarðar, tón- listina, umboðsmennskuna og æskuna í Vestmannaeyjum. „Til að svona geti virkað þá þurfa allir að leggja sig fram: rekstraraðilar, bæjarfélagið og samfélagið og það hefur virkað hér og ég myndi segja að starf- semin hér sé sýnidæmi um hvern- ig sveitarfélög geta með öflugum stuðningi og jákvæðum vilja gert svona með rekstraraðilum,“ segir Palli um Bæjarbíó í Strandgötu í Hafnarfirði, en tvö ár eru síðan hann tók við rekstri hússins, í des- ember 2016, ásamt Pétri Stephen- sen. Ég get svo sannarlega þakk- að Pétri fyrir að ég er hér í dag því hann lagði hart að mér að koma með sér í að setja líf í Bæjarbíó. Hafði húsið þá verið lokað fyrir almenna viðburði í tæpa tvo ára- tugi en Kvikmyndasafn Íslands var áður með húsið og var með bíó- sýningar þar tvisvar í viku. „Árið 2014 var reksturinn boðinn út og þá fékk Lista- og menningarfé- lag Hafnarfjarðar húsið og var sá hópur brautryðjandi í að húsið var opnað fyrir almenningi og síð- an tókum við við árið 2016. Bæjar- búar hafa tekið okkur vel frá fyrsta degi.“ Um 200 viðburðir eru framund- an á árinu 2019 og fer viðburðum aðeins fjölgandi, 90 prósent af því eru tónleikar, einnig er þar uppi- stand, þjónusta við Hafnarfjarðar- bæ, eins og stjórnendafundir, bíó, bókahátíð og barnamenningarhá- tíð, einnig koma grunnskólarnir og félagsmiðstöðvarnar inn með starfsemi á haustin, auk þess sem Flensborg er þar með leiksýningar. „Þetta er Menningarhús Hafnar- fjarðar, þannig að það er eðlilegt að bæjarfélagið hafi forgang.“ Mathiesen stofa kærkomin viðbót Mikil breyting varð á húsinu í byrj- un desember þegar Mathiesen stofa var opnuð í húsinu við hliðina, hinu víðfræga Mathiesen húsi, þar sem fyrsta deildaskipta- verslunin var. „Þessi viðbót við húsið var algjörlega nauðsyn- leg strax frá upphafi. Bæjarbíó er frá árinu 1945 og er friðað þannig að þar má engu breyta, það vant- aði aukna salernisaðstöðu og að- stöðu fyrir fólk til að setjast niður, fyrir og eftir viðburði. Við sjáum að fólk kemur núna fyrr og situr líka á eftir, við lokum samt alltaf á mið- nætti. Okkur ber að taka ábyrgð á að það sé í lagi með húsið og það ger- um við meðal annars með því að vera ekki með opið fram á nótt. Eina sem má breyta eru hlut- ir sem eru afturkræfir, eins og að koma upp hurð milli húsanna, en það var eftir ströngum fyrirmæl- um og eftirliti arkitekta, það var passað vel upp á það. Við erum í góðu sambandi við minjavörðinn í Hafnarfirði og gerum ekkert hér við húsið, nema spyrja leyfis áður.“ Stjörnum prýdd gata og Hjarta Hafnarfjarðar „Við erum á þeim stað núna sem við ætluðum að vera á eftir fimm ár og eitt markmiðanna var að vera með 200 viðburði á ári, sem er að ganga eftir núna á þriðja árinu okkar. Við ætlum einnig að fara að framleiða sjálf nokkra viðburði. Og síðan erum við með nýtt verkefni, Stjörnur íslenskrar tónlistar, fyrstu „Hall of Fame“-götuna á Íslandi, þar sem lagðar verða stjörnur í götuna fyrir framan húsið,“ segir Palli. Stefnan er að leggja niður eina stjörnu á ári, en í ár verða settar niður 2–3 til að koma mynd á ver- kefnið. Ekki er opinbert enn hvaða listamaður fær fyrstu stjörnuna, en eins og Palli segir: „Ég tel það augljóst að við byrjum á Björgvini Halldórssyni, sem er stærsti tón- listarmaður Hafnarfjarðar fyrr og síðar, með fullri virðingu fyrir öll- um öðrum. Fyrir tveimur árum byrjuðum við með umfangsmikið langtíma- verkefni, sem heitir Hjarta Hafnar- fjarðar, sem er bæjar- og tónlist- arhátíð, sem við erum að þróa hér í húsinu með bænum. Ég hef búið í Hafnarfirði frá árinu 2006 og það er með ólíkindum að hér sé engin bæjarhátíð.“ Árið 2017 var byrjað smátt með tveggja daga hátíð, í fyrra var hún lengd í fjóra daga, götunni lokað fyrir framan húsið og tjald sett upp á móti húsinu, þar sem veitinga- staðirnir Krydd og Tilveran buðu upp á mat, og tónleikum í Bæjar- bíói var varpað á skjá í tjaldinu og útitónleikar voru í boði eftir að tónleikum inni í húsinu lauk. q 20% afsláttur! www.igf.isFlokkaðu HÉR af flokkunarílátum út febrúar „Bæjarbíói hefur verið vel tekið frá fyrsta degi Bæjarbúar hafa tekið rekstri Bæjarbíós í höndum Palla vel frá fyrsta degi. MYND: HANNA/DV „Það sem ég geri, geri ég af ástríðu“ Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Tónlist hefur alltaf verið fyrirferðarmikil í starfi og leik Páls Eyjólfssonar, eða Palla eins og hann er alltaf kallaður, hann starfar í einni vinsælustu hljómsveit síðustu áratuga, er umboðsmaður kon- ungs rokksins og á stóran þátt í öflugu menningarlífi Hafnarfjarðar. Blaðamaður DV settist niður með Palla og ræddi menningarlífið í Bæjarbíói Hafnarfjarðar, tónlistina, umboðsmennskuna og æskuna í Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.