Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2019, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2019, Blaðsíða 40
40 18. janúar 2019 Tímavélin Gamla auglýsinginVísir 13. janúar 1945 Í síðustu viku fjallaði Tímavél DV um fund mannabeina við Faxa- skjól í Reykjavík, sumarið 1975. Fyrir tilviljun fundu krakkar nokkuð heillega beinagrind karl- manns, grafna á um eins metra dýpi í gömlu byrgi frá stríðsárun- um. Að sögn Jóhanns Wathne, sem var einn af þessum krökkum, var rannsókn málsins stutt og hroð- virknislega unnin. Málið var mikið í fjölmiðlum þetta sumar en logn- aðist síðan út af og aldrei fékkst niðurstaða í það, hverjum beinin tilheyrðu eða hvernig látið hefði borið að. Nokkrir menn hurfu á því tímabili sem lögreglan horfði til, á árunum 1951 til 1956. Seinna tók rannsóknin óvænta beygju þegar mun eldra máli var velt við. Fjórir horfnir menn „Það er alls ekki hægt að slá því föstu hvort um morð sé að ræða eða ekki,“ sagði Haukur Bjarna- son rannsóknarlögreglumaður við Þjóðviljann þann 9. júlí árið 1975. „Þótt byssukúlur hafi fundist sannar það ekkert. Við höfum full- komna skrá yfir öll mannshvörf frá árinu 1942, en það er mín trú að þessi bein séu ekki nándar nærri svo gömul.“ Fyrstu athuganir á beinunum voru taldar benda til þess að beina- grindin hefði legið þarna í jörð frá árunum 1955 til 1965. Eins og áður var sagt voru byrgin fyllt af garða- úrgangi í kringum 1954. Síðar var rannsóknin þrengd og beindist þá að árunum 1951 til 1954, þegar byrgin voru að fyllast. Gert var ráð fyrir að gryfjan hefði verið tóm fram að því. „Við höfum farið yfir skrá um það fólk sem hvarf á þessum árum og fannst aldrei og það eru fjórar manneskjur,“ sagði Magnús Egg- ertsson, hinn rannsóknarlögreglu- maðurinn sem kom að málinu. „Það liggur alveg ljóst fyrir að þarna hefur einhver þurft að fela lík.“ Greining á beinunum var óná- kvæm miðað við tækni nútímans. Prófessorar við Háskóla Íslands áætluðu að beinin væru af manni sem hefði látist um fertugt en gátu ekki sagt til um hversu lengi hann hefði verið grafinn. Nokkrir karl- menn á þessum aldri hurfu á árun- um eftir 1951. Hvarf af strandferðaskipi Svavar Þórarinsson rafvirkja- meistari var 34 ára gamall þegar hann hvarf sporlaust í apríl árið 1951. Hann fór heiman frá sér að Bragagötu 38 föstudaginn 13. þess mánaðar. Þá var hann í frakka og höfuðfatslaus og í brúnum fötum. Hann lét ekkert uppi um hvert hann ætlaði. Rannsóknarlögreglan yfir- heyrði bílstjóra sem ók Svavari að strandferðaskipinu Herðubreið þetta kvöld og hélt skipið úr höfn um miðnætti. Svavar hafði hins vegar ekki keypt farseðil og var far- angurslaus. Herðubreið var á leið á Vestfirði og kom við á mörgum stöðum og öll veðurskilyrði góð. Skipverjar voru yfirheyrðir þegar Herðubreið kom aftur til Reykjavíkur. Þegar skipið fór frá Hellissandi á Snæfellsnesi laugar- daginn 14. apríl var Svavar enn þá um borð. Eftir það sást hann ekki meir og enginn varð þess var að hann færi í land. Einn skipverj- anna, Guðmundur Andrésson, segir Svavar hafa verið einn síns liðs og í brúnum jakkafötum. Ann- ar, Elías Guðmundsson, sagði að Svavar hefði sagst ætla að fara til Patreksfjarðar þótt hann ætti hvorki ættingja né hefði atvinnu þar. Var hann mjög fámáll og virt- ist þungt hugsi. Var talið að hann hefði fallið fyrir borð, viljandi eða óviljandi. Svavar var einhleypur og átti eina dóttur. Átti það til að hverfa Magnús Guðlaugsson var 34 ára þegar hann hvarf haustið 1953. Hann var atvinnulaus en hafði stundað sjóinn. Magnús leigði herbergi að Leifsgötu 4 í Reykja- vík en var upprunalega frá Bol- ungarvík. Hann var í fæði hjá öðru fólki í bænum en eftir 9. október sást hann á hvorugum staðnum. Magnús hafði átt það til að hverfa öðru hverju og var hvarf hans því ekki tilkynnt fyrr en rúm- um tveimur mánuðum síðar, eða þann 18. desember. Hafði hans þá verið leitað í Reykjavík og víð- ar. Einhver hafði þó heyrt Magnús segja að hann myndi bráðlega fara á sjóinn aftur. Magnúsi var lýst sem háum í vexti, lotnum í herðum, ljós- hærðum og með skalla. Hann var ókvæntur og barnlaus. Við erum í þínu hverf i Bíldshöfði 9 Smáratorg 1 Helluhraun 16-18 Fiskislóð 1 NBA-„stjarna“ kenndi íslenskum börnum Á rið 1994 var NBA-fárið í hæstu hæðum á Íslandi. Krakkar og unglingar skiptust á körfubolta- myndum, vöktu fram á nætur til að fylgjast með Valtý Birni og Einari Bollasyni og fóru í bíó til að sjá skelfilegar bíómyndir á borð við Blue Chips og The Air Up There. Íslensk börn nötruðu af spenningi þegar tilkynnt var að NBA-stjarna væri á leiðinni til landsins til að kenna þeim listir, frá sjálfu Orlando Magic, sem var eitt heitasta liðið. Skyldi sjálf- ur Shaq vera að koma eða Penny Hardaway? Nei, það var víst vara- maðurinn Anthony Bowie. Þrátt fyrir að Bowie væri ekki skærasta stjarnan var þó um- talsverð eftirvænting. Bowie kom síðan í byrjun júní og hélt körfuboltabúðir í Austurbergi og Fellaskóla í Breiðholtinu. Pláss var fyrir 88 börn á aldrinum 8 til 18 og kostaði 12.500 krónur. Með Bowie kæmu þrír amerískir þjálf- arar úr atvinnumennskunni og háskólaboltanum. Reyndust búðirnar ákaflega vel heppnaðar. Athygli vakti að Bowie tók með sér Otis Smith, gamlan liðsfélaga úr Orlando Magic og umtalsvert betri leik- mann. Einnig kom á daginn að þeir fengu ekkert greitt fyrir nám- skeiðið heldur virtist það haldið til að breiða út boðskap NBA. Frægðarsól Bowie, sem var nú ekki skær, seig með hverju árinu eftir þetta og datt hann úr deildinni árið 1998. Þá hafði hann einna helst unnið það sér til frægðar að sýna fortakslausa eig- ingirni í leik árið 1996 til þess að ná svokallaðri þrefaldri tvennu, þjálfara sínum og liðsfélögum Mannshvörf voru skoðuð í tengslum við beinafund í Faxaskjóli n Með fulla vasa fjár n Föt fundust í fjörunni „Það liggur al- veg ljóst fyrir að þarna hefur ein- hver þurft að fela lík Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Gröfin í Faxa- skjóli Morgun- blaðið 9. júlí 1975. Pétur Guðmundsson Hálft ár leið áður en hvarf hans var auglýst. Magnús Guðlaugsson Ætlaði á sjóinn aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.