Morgunblaðið - 12.09.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Þvottavélar og þurrkarar
sem taka 10,1 kg
Amerísk
gæða
heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Veður víða um heim 11.9., kl. 18.00
Reykjavík 9 skýjað
Bolungarvík 7 alskýjað
Akureyri 9 alskýjað
Nuuk 3 súld
Þórshöfn 10 skýjað
Ósló 16 skýjað
Kaupmannahöfn 17 súld
Stokkhólmur 13 rigning
Helsinki 16 skúrir
Lúxemborg 25 heiðskírt
Brussel 25 léttskýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 14 rigning
London 21 rigning
París 29 heiðskírt
Amsterdam 19 skýjað
Hamborg 20 rigning
Berlín 26 heiðskírt
Vín 26 heiðskírt
Moskva 19 heiðskírt
Algarve 29 léttskýjað
Madríd 28 léttskýjað
Barcelona 26 heiðskírt
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 29 heiðskírt
Aþena 28 léttskýjað
Winnipeg 23 skýjað
Montreal 17 alskýjað
New York 20 rigning
Chicago 21 léttskýjað
Orlando 30 heiðskírt
12. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:43 20:06
ÍSAFJÖRÐUR 6:44 20:15
SIGLUFJÖRÐUR 6:27 19:58
DJÚPIVOGUR 6:11 19:37
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag og föstudag Norðlæg átt 5-13 m/s,
hvassast með norðurströndinni. Lengst af rigning
um landið norðanvert, en bjartviðri sunnanlands.
Hiti 4 til 12 stig, hlýjast syðst.
Hæg breytileg og síðar norðlæg átt í dag, skýjað með köflum og smáskúrir á víð og dreif.
Hiti 6 til 12 stig.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Í stjórnmálum getur vissulega verið erfitt að
greina á milli þess stóra og smáa í hita leiks-
ins. Vissulega verður aldrei einhugur um
hvað eigi heima hvar í þeim dilkadrætti. Og
vissulega er örðugt að spá fyrir um óráðna
framtíð, en við myndum án efa búa vel í hag-
inn fyrir okkur sjálf, æskuna, og næstu kyn-
slóðir með því að beina sjónum okkar í ríkara
mæli en áður að lýðheilsu og geðvernd, for-
vörnum og forvirkum aðgerðum,“ sagði Guðni
Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ávarpi sínu
við setningu 149. löggjafaþings Alþingis Ís-
lendinga í gær.
Heill og líðan
Með vísun í sögu lands og fullveldis var
heill og líðan almennings áberandi í ræðu for-
seta Íslands sem hvatti þingheim til þess að
verja ekki heldur dýrmætri orku í dægur-
þras, heldur dusta vitleysuna í burtu og vitn-
aði þar til Stefáns Karls Stefánssonar leikara
sem lést nýlega. Þingsetningarathöfn hófst
með guðþjónustu í Dómkirkjunni þar sem sr.
Kristján Björnsson vígslubiskup prédikaði.
Eftir það var gengið í Alþingishúsið þar sem
ávörp voru flutt. Forseti Íslands mælti fyrst-
ur en svo forseti Alþingis, Steingrímur J. Sig-
fússon. Hann tiltók að nú væri komið saman
til þingsetningar á hefðbundnum tíma en
óvenjulegar aðstæður hefðu verið tvö síðast-
liðin ár. Þing var ekki sett á árinu 2016 fyrr
en í desember og á árinu 2017 var Alþingi
sett tvisvar með þriggja mánaða millibili, í
september og desember það ár. Þingstörfin
vinnast betur og skipulegar nú en áður, sagði
þingforseti. Sömuleiðis stæði til að efla sér-
fræðiþjónustu við þingflokkana og ráða þeim
aðstoðarmenn. Allt væri þetta til bóta. Þá
lægi starfsáætlun Alþingis fyrir komandi lög-
gjafarþing fyrir – og samráð hefði verið haft
við forsætisráðherra um þingmálaskrá ríkis-
stjórnarinnar.
„Það er þýðingarmikið að þingmenn geti á
grundvelli hennar og vikuáætlana skipulagt
störf sín vel,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Guðþjónusta Gengið til alþingis eftir messu í Dómkirkjunni. Frá vinstri: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Kristján Björnsson
vígslubiskup í Skálholti, Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Við hlið hennar Ástbjörn Egilsson, starfsmaður Dómkirkjunnar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þingmenn Fremst eru, frá vinstri talið Þórunn Egilsdóttir, Karl
Gauti Hjaltason og Oddný G. Harðardóttir.
Aldrei verður einhugur í dilkadrætti
149. löggjafarþing Alþingis Íslendinga var sett í gær Sjónum verði beint að lýðheilsu, sagði for-
seti Íslands í þingsetningarræðu Betra skipulag og áætlanir auðveldi þingmönnum störfin
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Möguleikar til útflutnings á lamba-
kjöti til Kína eru afar takmarkaðir.
Aðeins eitt sláturhús, eitt það
minnsta á landinu, fær heilbrigðis-
vottun og eingöngu til útflutnings á
lambakjöti. Sláturhús Fjallalambs á
Kópaskeri sem leyfið hefur fengið
getur flutt út 100-120 tonn á ári sem
svarar til 6-7 þúsund lamba en síðustu
ár hefur heildarútflutningur kinda-
kjöts numið rúmum 3.000 tonnum.
Sláturleyfishafar og bændur hafa í
mörg ár beðið eftir tækifæri til að
flytja út kjöt til Kína, eða allt frá því
fríverslunarsamningur Íslands og
Kína var undirritaður fyrir fimm ár-
um. Utanríkisráðherra Íslands og
ráðherra tollamála í Kína skrifuðu
undir bókun 7. mars sl. um heilbrigð-
isvottun á íslensku lambakjöti sem
samkvæmt tilkynningu utanríkis-
ráðuneytisins átti að ryðja úr vegi
hindrunum fyrir lambakjötsútflutn-
ingnum.
Aðeins sláturhús Fjallalambs á
Kópaskeri stenst heilbrigðiskröfurn-
ar vegna þess að það er eina slátur-
húsið sem er utan varnarhólfa riðu-
veiki í fé. Sláturhúsið má aðeins flytja
út lambakjöt en ekki innmat, hausa
eða annað sem fylgir og ekki heldur
kjöt af fullorðnu.
Ágúst Andrésson, forstöðumaður
kjötafurðastöðvar KS, lítur á þessar
takmarkanir sem áframhaldandi
tæknilegar innflutningshindranir.
Hann útskýrir mál sitt með því að
benda á að kaupendur og stjórnvöld á
helstu útflutningsmörkuðum Íslend-
inga fyrir lambakjöt, í Evrópu og
Bandaríkjunum, viðurkenni þær
varnir gegn sauðfjársjúkdómum sem
hér eru.
Ágúst segir að forsvarsmenn ann-
arra sláturleyfishafa hafi ekki viljað
setja fótinn fyrir þennan áfanga.
Betra er að eitthvað fari til Kína en
ekki neitt á meðan verið er að athuga
hvort eftir einhverju er að slægjast.
Huga að sælkeramarkaði
Björn Víkingur Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Fjallalambs, sér mikla
möguleika á Kínamarkaði. Fjalla-
lamb er með vörur sem ganga ágæt-
lega á íslenska markaðnum, meðal
annars Hólsfjallahangikjöt og grill-
kjöt. Þeim markaði verði áfram sinnt
vel. Fyrirtækinu ber að flytja út
ákveðinn hluta framleiðslunnar, 100-
120 tonn á ári. Björn Víkingur segir
að eðli málsins samkvæmt muni það
hugsa um sælkeramarkað í Kína en
ekki magn.
Ekki eru komin á nein viðskipta-
sambönd og Björn Víkingur veit ekki
hverjar óskir markaðarins eru og
hvaða verð er í boði. Hann segir þó að
hafist verði handa á næstu vikum og
vonandi náist að selja eittkvað af
framleiðslu þessa árs til Kína. Fjalla-
lamb er lítið fyrirtæki en mikilvægt
fyrir héraðið. Björn Víkingur segir að
kjötið hafi verið selt til Evrópu með
tapi síðustu árin. Ef hægt verði að fá
gott verð í Kína geti það breytt miklu
fyrir fyrirtækið.
Flutt út frá einu litlu húsi
Tækifæri til útflutnings á lambakjöti til Kína afar takmörkuð
Héraðsdómur Suðurlands hefur
dæmt pólskan karlmann, Kamil
Piotr Wyszpolski, í 18 mánaða fang-
elsi fyrir fjölda innbrota og þjófnaða
víða um land í sumar.
Maðurinn var handtekinn ásamt
föður sínum á Breiðdal í júní eftir að
þeir reyndu að komast undan lög-
reglu. Feðgarnir voru úrskurðaðir í
gæsluvarðhald og síðan farbann
Grunur leikur á að yngri maðurinn
hafi haldið innbrotum áfram eftir að
hann losnaði úr varðhaldi.
Wyszpolski játaði brot sín fyrir
dómi. Fram kemur að hann hafi frá
árinu 2008 fengið fangelsisdóma fyr-
ir ýmis brot, þar á meðal fíkniefna-
brot og þjófnaði, í Póllandi, Noregi,
Austurríki, Þýskalandi, Danmörku,
Lúxemborg og Svíþjóð.
Dæmdur
fyrir afbrot í
átta löndum