Morgunblaðið - 12.09.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
verið með tvöfaldan búnað; annan í
yfirferð í landi, hinn um borð.
Nokkrar samverkandi ástæður
eru sagðar fyrir því að þeim hefur
fækkað sem róa með beitta línu. Ef
tekið er dæmi af línubát með þrjá
menn í áhöfn, 48 bala og 400 króka
á bala má ætla að sex manns starfi
í landi við beitningu. Atvinna í
landi var ein af meginástæðunum
fyrir því að kerfið var tekið upp, en
misjafnlega hefur gengið að ráða
fólk til að handbeita upp á gamla
mátann. Greitt er fast verð fyrir
balann, en það er löngu liðin tíð að
beitningafólk sé upp á hlut.
Reikningsdæmi útgerðanna
Nú er staðan hins vegar þannig
að kostnaður við beitningu í landi
hefur aukist, en síðustu 3-4 ár hef-
ur meðalverð fyrir fiskinn lækkað
með styrkingu krónunnar. Það er
síðan reikningsdæmi hvor kost-
urinn er betri; ívilnunin eða kostn-
aður við að setja beitningavél um
borð, fjölga um einn í áhöfn og
hætta vinnu í skúrnum í landi.
Við það að vélbeita um borð fær-
ast laun beitningafólks til sjó-
manna, en reglur um hlutaskipti
sjómanna breytast með aukinni
vinnu. Hærri laun um borð leiða til
þess að auðveldara verður að fá
mannskap.
Háðar staðsetningu
Verulegt óhagræði er í því að
með landbeitningu eru útgerðir
háðar því að hafa beitningu og bát
á svipuðum slóðum. Dæmi eru um
að bátar af Snæfellsnesi hafi sótt
frá Bolungarvík eða Skagaströnd,
en það hefur kallað á 6-900 kíló-
metra daglegan akstur fram og til
baka með balana. „Þú flytur ekki
beitningaaðstöðuna og fólkið svo
glatt,“ sagði útgerðarmaður sem
rætt var við.
Hann segir að verulega meiri afli
fáist stærstan hluta ársins með vél-
beitta línu. Fiskurinn sem veiðist
með ferskari beitu sé líka betri og
það skili sér í hærra verði á fisk-
mörkuðum. Ekki veiti af miðað við
sterkt gengi krónunnar.
Á nokkurra ára tímabili hafði
Bolungarvík verulegan ávinning af
línuívilnun. Ekki aðeins fengust
auknar heimildir í þorski, heldur
einnig steinbít og ýsu svo dæmi séu
tekin. Nú er handbeitning á línu á
undanhaldi í Bolungarvík eins og
sjá má á meðfylgjandi korti. Hins
vegar sést einnig á kortinu að á
Rifi hefur hlutur línuívilnunar auk-
ist síðustu ár, en þar varð breyting
á með nýju fiskveiðiári er tveir
bátar af þremur hættu í þessu
kerfi.
Færri handbeita línuna í landi
5,3% af heildarafla fara í sérstaka potta Línuívilnun á undanhaldi Aukinn kostnaður í landi
Allir sem ákærðir eru í gagnavers-
málinu svonefnda, þar sem stolið var
600 bitcoin-leitarvélum í lok síðasta
árs og upphafi þessa, neita sök. Mál
sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum
höfðaði þeim á hendur var þingfest
fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Tveir hinna ákærðu komu fyrir dóm-
ara í gær og neituðu sök. Í gær var
sömuleiðis aflétt farbanni yfir einum
ákærða.
Hinir fimm ákærðu, þar á meðal
Sindri Þór Stefánsson sem strauk til
útlanda úr fangelsinu á Sogni í vor,
komu fyrir dómara og neituðu jafn-
framt sök. Þá höfnuðu þeir allir bóta-
kröfu. Sindri er áfram í farbanni.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir sak-
sóknari lagði fram fyrir dóm í gær
skjöl í fimm liðum. Þar á meðal var
sakavottorð eins ákærða og skýrsla
um símanotkun ákærðu.
Ákæra í málinu varðar innbrot í
fjögur gagnaver, á Ásbrú í Reykja-
nesbæ og í Borgarnesi, þrjár nætur í
desember og janúar og tilraunir til
tveggja innbrota í viðbót. Sagt er að
yfir 2.000 tölvuhlutum hafi verið stol-
ið í innbrotunum.
Lögmenn fá frest til að skila
greinargerð í málinu til 4. október
næstkomandi.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugsýn Brotist var m.a. inn í gagnaver á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Sökum er neitað í
gagnaversmálinu
Stolið var 600 bitcoin-leitarvélum
Landssamband smábátaeigenda
hefur lagt áherslu á mikilvægi
línuívilnunar, enda séu línuveiðar
umhverfisvænar og línuveiddur
fiskur dagróðrabáta í hæsta
gæðaflokki. Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri LS, segir að þeir
vilji að allur línuveiddur fiskur
dagróðrabáta innan 30 brúttó-
lesta njóti ívilnunar, hvort sem
línan er beitt í landi eða á sjó.
Umhverfis-
vænar veiðar
VILJA TRYGGJA ÍVILNUN
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Upp á gamla mátann Unnið við línubeitningu í Bolungarvík fyrir fjórum
árum, en víða hefur minni áhersla verið lögð á landbeitningu undanfarið.
Línuívilnanir síðustu þrjú fiskveiðiár
10 stærstu heimahafnirnar 2015-16 til 2017-18 (kg úr sjó)
Samtals allar heimahafnir
Eftir fiskveiðiárum, allar fisktegundir (tonn)
2015-2016 2016-2017 2017-2018
5.173
4.262
4.043
Línuívilnanir á þorskafla eftir fiskveiðiárum Allar fisktegundir
samtals 2015-18Heimahöfn 2015-16 2016-17 2017-18
Bolungarvík 591.791 350.395 279.629 2.478.094
Rif 281.885 311.932 367.815 1.538.662
Suðureyri 208.985 181.558 159.295 1.179.856
Grindavík 243.767 169.589 113.037 706.170
Ólafsvík 175.822 136.604 125.149 656.538
Ólafsfjörður 163.546 136.132 96.396 568.778
Hellissandur 186.917 101.802 72.437 543.453
Hafnarfjörður 156.939 136.812 125.719 543.163
Þingeyri 71.643 70.216 88.753 464.535
Hólmavík 74.691 66.446 82.101 359.605
Heimild: Fiskistofa
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Færri útgerðir hafa nýtt sér línu-
ívilnun á síðustu misserum en áður
og ákvað sjávarútvegsráðherra í
sumar að minnka það magn sem
fer í línuívilnun á nýbyrjuðu fisk-
veiðiári. Við þá ákvörðun var tekið
mið af nýtingu ívilnunar á fiskveiði-
árinu sem lauk 31. ágúst.
Samkvæmt lögum um stjórn fisk-
veiða eru 5,3% af heildarafla í
hverri fisktegund dregin af leyfileg-
um heildarafla til að mæta áföllum,
til stuðnings byggðarlögum, til línu-
ívilnunar, til strandveiða, til rækju-
og skelbóta, frístundaveiða og til
annarra tímabundinna ráðstafana
til að auka byggðafestu.
Nánast óbreytt í öðrum pottum
Litlar breytingar eru í ár í öðr-
um flokkum en línuívilnun. Á þessu
fiskveiðiári er alls 25.456 þorsk-
ígildistonnum varið í fyrrnefnda
potta, en til samanburðar var á
fiskveiðiárinu 2017/2018 úthlutað
alls 26.362 þorskígildistonnum í
þessa potta. Í línuívilnun fara nú
3.855 þorskígildistonn, en fisk-
veiðiárið á undan var 4.568 tonnum
ráðstafað í línuívilnun.
Í línuívilnun felst að dagróðra-
bátar á línuveiðum geta landað afla
umfram aflamark sé línan beitt í
landi, en Alþingi samþykkti að taka
upp línuívilnun með breytingum á
lögum um stjórn fiskveiða í desem-
ber 2003. Ýmis skilyrði þarf að
uppfylla til að geta nýtt þessa leið
og sérstök reglugerð gildir um línu-
ívilnun.
Samverkandi ástæður
Hafi línan verið handbeitt í landi
má nú landa 20% umfram þann afla
sem reiknast til kvóta sem með
öðrum orðum þýðir að 100 tonna
kvóti verður að 120 tonnum. 15%
ívilnun fæst með því að taka línuna
á stokkum í land, yfirfara þá og síð-
an er notuð trekt eða beitningavél
til að beita um borð. Menn geta