Morgunblaðið - 12.09.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018
Uppivöðslusamir leiðtogar meðeinræðistilburði eru teknir í
bakaríið af Kristni Gunnarssyni:
„Undanfarin ár hafa einræð-
istilburðir valdhafa
orðið æ augljósari
með hverju árinu.
Kjörnir valdhafar
hafa dregið til sín
aukið vald og brot-
ið hefðir og reglur
sem ætlaðar eru í
lýðræðisríkjum til
þess að takmarka
svigrúm valdsækinna forystu-
manna.“ Kristinn nefnir fjóra og
verður lýsingin óhugnanlegri með
hverju nafni. Fyrstur er Erdogan
forseti Tryklands:
Hann hefur sniðgengið reglursem takmörkuðu þann tíma
sem æðsti valdhafi landsins gat
verið við völd og breytti þeim svo
sér í hag og í leiðinni jók hann
eigin völd með nýrri stjórn-
arskrá.“ Þá annar „af sama
sauðahúsi“, Pútín, sem að sögn
Kristins notfærir sér vald sitt til
þess að „tryggja sér „rétt“ úrslit
úr almennum kosningum meðal
annars með því að banna hættu-
legum andstæðingum að bjóða sig
fram.“
Þriðji er Donald Trump. „Óspará að beita opinberu valdi sínu
til þess að ná sér niðri á þeim sem
andmæla honum eða standa í vegi
fyrir áformum hans.“ Segir Krist-
inn Guardian í leiðara „líkja
Trump við mafíuforingja og leið-
toga glæpagengis“.
Ekki batnar óöldin með þeimfjórða, valdsæknum einræð-
isherra í Reykhólahreppi: „Ný-
kjörinn oddviti og starfandi sveit-
arstjóri setur upp á sitt eindæmi
reglur sem loka leiðum fjölmiðla
að upplýsingum. Það er í senn
verið að leyna andstöðu íbúa við
nýjustu áformin í tafaleiknum og
refsa fjölmiðlum í anda Trumps
Soprano.“
Kristinn
Gunnarsson
Voðamenni víða
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Vegagerðin hefur óskað eftir til-
boðum í endurbyggingu á 4,8 kíló-
metra kafla á Borgarfjarðarvegi.
Kaflinn er frá Ytri Hvannagilsá í
Njarðvík og um Njarðvíkurskriður
að Landsenda á Borgarfirði eystra.
Heimamenn hafa í mörg ár kallað
eftir endurbótum á þessum hættu-
lega malarvegi, sem liggur í brattri
fjallshlíð.
Vegurinn komst í fréttirnar í febr-
úar á þessu ári þegar hópur Borg-
firðinga kom saman í Njarðvíkur-
skriðum og steypti um þriggja
metra langan vegarkafla. Þetta
gerðu þeir í mótmælaskyni, en íbú-
arnir sögðust vera orðnir lang-
þreyttir á ástandi vegamála á svæð-
inu
Vegurinn verður endurbyggður
að mestu leyti í vegstæði núverandi
vegar með nokkrum lagfæringum. Á
hluta útboðskaflans (1,9 km) liggur
vegurinn um Njarðvíkurskriður, þar
sem gerðar verða talsverðar lagfær-
ingar á legu vegarins með umtals-
verðum skeringum og fyllingum.
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1.
september 2019, að því er fram kem-
ur á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Tilboðsfrestur rennur út þriðjudag-
inn 25. september nk. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Heimtuðu úrbætur Heimamenn steyptu fyrstu metrana sjálfir í byrjun árs.
Bjóða út veginn um
Njarðvíkurskriður
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð-
aði í gær að vísa frá dómi CLN-mál-
inu svokallaða, en málið er einnig
þekkt sem Chesterfield-málið. Úr-
skurðinn kváðu upp héraðsdómar-
arnir Arngrímur Ísberg dómsfor-
maður og Sigrún Guðmundsdóttir og
Sigurbjörn Einarsson viðskipta-
fræðingur. Héraðssaksóknari hefur
kært þá niðurstöðu til Landsréttar.
Forsaga málsins er sú að með
ákæru 22. apríl 2014 höfðaði sérstak-
ur saksóknari sakamál á hendur
ákærðu Hreiðari Má Sigurðssyni,
Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guð-
mundssyni.
Málið var eitt af hrunmálunum
svonefndu og voru þeir Hreiðar Már
og Sigurður ákærðir fyrir umboðs-
svik með því að hafa lánað 508 millj-
ónir evra frá ágúst til október 2008
til tveggja félaga sem keyptu láns-
hæfistengd skuldabréf af Deutsche
Bank sem tengd voru skuldatrygg-
ingarálagi Kaupþings. Magnúsi, sem
var framkvæmdastjóri Kaupthing
Bank í Lúxemborg, var gefin að sök
hlutdeild í brotum Hreiðars Más og
Sigurðar.
Allir hinna ákærðu voru sýknaðir í
héraðsdómi og málinu var áfrýjað til
Hæstaréttar. Áður en málið var tek-
ið fyrir í Hæstarétti komu fram upp-
lýsingar um að Deutsche Bank hefði
greitt þrotabúi Kaupþings og Chest-
erfield og PMG stóran hluta upp-
hæðarinnar sem upphaflega var
kært vegna, eða 425 milljónir evra.
Ekki voru ástæður þessara greiðslna
skýrðar, sem var ástæða þess að
Hæstiréttur taldi að saksóknari
þyrfti að leita skýringa á því hvers
vegna þessar greiðslur voru inntar af
hendi, þar sem það gæti haft þýðingu
við mat á því hvort um umboðssvik
hefði verið að ræða. Því ómerkti
Hæstiréttur sýknudóm Héraðsdóms
og málinu var vísað heim í hérað til
löglegrar meðferðar á ný.
Rannsókn ófullnægjandi
Ákæruvaldið hóf rannsókn að nýju
en svörin sem veitt voru virðast hafa
verið í skötulíki, bæði frá Kaupþingi
og lögmanni sem starfaði fyrir
Deutsche Bank, og því segir í nið-
urlagi úrskurðar Héraðsdóms frá í
gær: „Samkvæmt því sem nú hefur
verið rakið er það niðurstaða dóms-
ins að ákæruvaldið hafi ekki rann-
sakað sem skyldi þau atriði er
Hæstiréttur taldi að rannsaka þyrfti.
Málið er því í sama búningi fyrir
dóminum og það var eftir ómerking-
ardóminn. Af þessu leiðir að það er
ekki tækt til efnismeðferðar og er
óhjákvæmilegt að vísa því frá dómi.“
Ríkissjóður mun greiða þóknanir
verjenda ákærðu.
CLN-málinu var vísað
frá dómi öðru sinni Lilja Alfreðsdóttir, mennta- ogmenningarmálaráðherra, mun í
dag, miðvikudag, halda blaða-
mannafund og kynna aðgerðir
stjórnvalda sem miða að því að
styrkja íslenska tungu.
Til grundvallar aðgerðunum
er, segir í tilkynningu, eindreg-
inn vilji stjórnvalda að tryggja
framgang og framtíð íslensk-
unnar, meðal annars með stuðn-
ingi við íslenska bókaútgáfu,
einkarekna fjölmiðla, máltækni
og menntun.
Kynnir aðgerðir
stjórnvalda til efl-
ingar íslenskunni