Morgunblaðið - 12.09.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018
R
GUNA
GÓÐAR
I
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti
gerði of lítið úr efnahagsbatanum í
forsetatíð Baracks Obama og hefur
stórlega ýkt eigin árangur í efnahags-
málum frá því að hann tók við emb-
ættinu í janúar 2017. Aðalráðgjafi
Trumps í efnahagsmálum, Kevin
Hassett, hefur þurft að leiðrétta síð-
ustu ýkjur forsetans.
„Hagvaxtartalan (4,2%) er hærri
en atvinnuleysishlutfallið (3,9%) í
fyrsta skipti í rúm 100 ár!“ fullyrti
Trump á Twitter á mánudaginn var
og skírskotaði til hagvaxtarins á öðr-
um fjórðungi ársins. Fullyrðingin er
röng vegna þess að þetta gerðist síð-
ast fyrir tólf árum, að sögn The Wall
Street Journal.
Hassett sagði að ranga fullyrðingu
forsetans mætti líklega rekja til þess
að embættismenn hans hefðu veitt
honum rangar upplýsingar. „Ég get
ekki farið út í sögu kenninga um
hvernig mistök verða,“ hefur The
Wall Street Journal eftir Hassett.
„Hið rétta er að hlutfallið er það
hæsta í tíu ár og einhverjir hafa á ein-
hverjum tímapunkti líklega bætt núlli
við þegar þeir létu forsetanum upp-
lýsingarnar í té og þeir hefðu ekki átt
að gera það.“
Trump skírskotaði til þess að hag-
vöxturinn á öðrum fjórðungi ársins
mældist 4,2% en atvinnuleysið var
3,9% á síðasta mánuði tímabilsins.
The Wall Street Journal segir að
það hafi gerst alls 64 sinnum að at-
vinnuleysið hafi mælst minna en hag-
vöxturinn á þeim 70 árum sem liðin
eru frá því að byrjað var að birta at-
vinnuleysistölurnar. Síðast þegar
þetta gerðist var árið 2006, áður gerð-
ist það tvisvar á fyrstu árum aldar-
innar og sjö sinnum á síðasta áratug
aldarinnar sem leið, að sögn The Wall
Street Journal.
Ekki öflugasti efnahagur
í sögu Bandaríkjanna
Donald Trump hefur oft fullyrt síð-
ustu mánuði að efnahagur Bandaríkj-
anna hafi aldrei verið öflugri en nú í
allri sögu landsins. Alls hefur hann
sagt þetta í fjörutíu yfirlýsingum og
ræðum á síðustu þremur mánuðum,
eða að jafnaði annan hvern dag, að
sögn The Washington Post. Í sumum
tilvikanna endurtók hann fullyrð-
inguna allt að fjórum sinnum, til að
mynda í ræðu sem hann hélt á fundi
með stuðningsmönnum sínum í
Vestur-Virginíu og var sýnd í Fox
News-sjónvarpinu.
The Washington Post segir að for-
setinn hafi endurtekið fullyrðinguna
svo oft að hann sé nú farinn að vitna í
sjálfan sig: „Sagt er núna að efna-
hagurinn sé öflugri en nokkru sinni
fyrr í sögu landsins“. Þótt þátta-
stjórnendur Fox News hafi oft farið
lofsamlegum orðum um frammistöðu
Trumps í efnahagsmálum hafi þeir
ekki treyst sér til að fullyrða að efna-
hagur Bandaríkjanna hafi aldrei ver-
ið öflugri en nú.
Að sögn The Washington Post
mældist atvinnuleysið minnst 2,5%
árið 1953 og var minna en nú árið
2000 þegar það var 3,8%. Atvinnu-
þátttaka karlmanna á aldrinum 25 til
54 ára hafi lítið breyst og sé enn
88,9%.
Hærri tölur í forsetatíð Obama
Að sögn The Washington Post hét
Trump því fyrir forsetakosningarnar
2016 að auka hagvöxtinn í 4% á ári.
Þótt hann hafi náð þessu marki á öðr-
um fjórðungi ársins þegar hagvöxtur-
inn var 4,2% var hann enn meiri á
tveimur fjórðungum ársins 2014 þeg-
ar Obama var forseti, þ.e. 5,1 og 4,9%,
og á síðasta fjórðungi ársins 2011 var
hagvöxturinn 4,7%. Samdráttur varð
hins vegar á fyrstu fjórðungum ár-
anna 2011 og 2014 og hagvöxturinn
var aðeins 1,5 til 1,8 prósent á síðasta
árinu í forsetatíð Obama.
Á öllu síðasta ári var hagvöxturinn
2,3% og talið er að Trump geti verið
ánægður ef vöxturinn verður 3% í ár,
á öðru árinu í forsetatíð hans. Hag-
vöxturinn var mun meiri á árunum
1997 (4,5%), 1998 (4,5%) og 1999
(4,7%) þegar demókratinn Bill Clin-
ton var forseti. Vöxturinn var enn
meiri á sjötta og sjöunda áratug ald-
arinnar sem leið þegar hann var allt
að 8,7%.
Þótt hagvöxturinn sé ekki eins
mikill nú og á þessum tímabilum er
hann „fjári góður“ í sögulegu sam-
hengi, að því er The Washington Post
hefur eftir bandaríska hagfræði-
prófessornum Douglas Irwin sem
hefur skrifað bók um sögu viðskipta-
stefnu bandarískra stjórnvalda.
Hann segir að rauntekjur á hvern
landsmann hafi aldrei verið meiri en
nú.
Talið er að skattalækkanir repú-
blikana á Bandaríkjaþingi hafi stuðl-
að að auknum hagvexti, að minnsta
kosti tímabundið. Stjórn Trumps hef-
ur fækkað íþyngjandi reglugerðum í
atvinnulífinu og það hefur einnig eflt
efnahaginn, að sögn Douglas Holtz-
Eakins, fyrrverandi yfirmanns fjár-
lagaskrifstofu Bandaríkjaþings.
Holtz-Eakin bendir einnig á að
störfum hefur fjölgað að meðaltali um
211.000 á mánuði í Bandaríkjunum
það sem af er árinu og hefur ekki
fjölgað meira frá árinu 2015, þegar
Obama var forseti.
Trump stærði sig af því í stefnu-
ræðu sinni í lok janúar sl. að störfum
hefði fjölgað um 2,1 milljón í Banda-
ríkjunum á síðasta ári, en þeim hafði
þó fjölgað meira á hverju ári síðustu
sex árin í forsetatíð Obama, eða frá
2010.
Báðum að þakka
Sjaldgæft er að repúblikani hafi
tekið við forsetaembættinu á hag-
vaxtarskeiði sem hófst í forsetatíð
demókrata, eða öfugt. T.a.m. var
samdráttur þegar repúblikaninn
Ronald Reagan tók við embættinu í
janúar 1981 af demókratanum Jimmy
Carter. Samdráttur var þegar repú-
blikaninn George Bush eldri varð for-
seti 1989 og einnig þegar kjörtímabili
hans lauk 1993. Forsetatíð repúblik-
anans George Bush yngri lauk með
samdrætti þegar Obama tók við af
honum í janúar 2009.
Fréttaveitan AFP hefur eftir hag-
fræðingum að enginn vafi leiki á því
að hagvaxtarskeiðið, sem stendur
núna, hafi hafist í forsetatíð Obama
en hvorki hann né Trump geti eignað
sér allan heiðurinn af efnahagsbat-
anum síðustu misseri. Hann sé
Obama og Trump báðum að þakka.
Trump ýkir efnahagsárangur sinn
Aðalráðgjafi forsetans í efnahagsmálum leiðréttir ranga fullyrðingu hans Trump gerir of mikið
úr efnahagsbatanum og of lítið úr þætti Obama Báðir taldir eiga heiðurinn af hagvextinum
Hagvöxtur í Bandaríkjunum frá 2011 til 2018
Breytingar á hagvexti eftir ársfjórðungum á tímabilinu
5,0%
4,5%
4,0%
3,5%
3,0%
2,5%
2,0%
1,5%
1,0%
0,5%
0,0%
-0,5%
-1,0%
1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2
-1,0%
2,9%
-0,1%
4,7%
3,2%
1,7%
0,5% 0,5%
3,6%
0,5%
3,2% 3,2%
-1,0%
5,1%
4,9%
1,9%
3,3% 3,3%
1,0%
0,4%
1,5%
2,3%
1,9% 1,8% 1,8%
3,0%
2,8%
2,3% 2,2%
4,2%
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018Ár:
Ársfj.:
Heimild: Statista
Donald Trump
Bandaríkjaforseti.
Barack Obama,
fyrrverandi forseti.
Rúmri milljón manna á austur-
strönd Bandaríkjanna hefur verið
sagt að forða sér frá heimkynnum
sínum vegna fellibylsins Flórens
sem gert er ráð fyrir að komi þar
að landi annað kvöld að staðartíma,
eða aðfaranótt föstudags að ís-
lenskum tíma. Ennfremur var lýst
yfir neyðarástandi í höfuðborginni
Washington vegna úrhellis og flóða
sem talið er að fylgi fellibylnum.
Yfirlýsingin tók gildi í gær.
Fellibylurinn var yfir Atlantshafi
í gær og vindhraðinn mældist allt
að 60 m/s, að sögn fréttaveitunnar
AFP.
Allt að milljón manna var sagt að
forða sér frá strandbyggðum í
Suður-Karólínu. Skólum í 26 af 46
sýslum ríkisins var einnig lokað.
Í Norður-Karólínu var fyrir-
skipuð rýming húsa á strand-
svæðum í Dare-sýslu og á eyjunum
Outer Banks, sem eru vinsælir
áfangastaðir ferðamanna.
Lýst var yfir neyðarástandi í
Virginíu og um 245.000 manns var
sagt að forða sér.
250 km
Flórens
Ísak
Helena
06.00Sunnudagur
00.00
Laugard.
Fellibyljir í Atlantshafi
Heimildir: Fellibyljastofnun Bandaríkjanna
ATLANTSHAF
KÚBA
BANDA-
R ÍK IN
DÓMINÍSKA
LÝÐVELDIÐ
Mexíkó-
flói
HAÍTÍ
Að íslenskum tíma
Í gær kl. 12.00
Sunnudagur
06.00
Fellibylur
Hitabeltis-
stormur
Braut bylsins
skv. spá
Frönsku
Antillaeyjar
Rúmri milljón manns
skipað að forða sér
Lýst yfir neyðarástandi í Washington