Morgunblaðið - 12.09.2018, Side 22

Morgunblaðið - 12.09.2018, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018 ✝ Sveinn Snorra-son fæddist á Seyðisfirði 21. maí 1925. Hann lést á heimili sínu 3. sept- ember 2018. Foreldrar hans voru Snorri Lár- usson, símritari á Seyðisfirði og Ak- ureyri, seinna full- trúi í Reykjavík, f. 26. ágúst 1899, d. 6. maí 1980, og Unnur Sveins- dóttir húsfreyja, f. 27. október 1904, d. 28. apríl 1986. Systir Sveins er Edda Snorradóttir, f. 12. janúar 1934. Maki Ölver Guðnason, f. 1. september 1925, þau skildu. Þau eiga fimm börn. Sveinn kvæntist Ketty Ellen Margrethe, f. Åberg, 21. októ- ber 1928, þann 12. nóvember 1949. Foreldrar hennar voru Henry Åberg, rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 3. október 1903, d. 5. maí 1946, og Nanna Jóns- dóttir, forstöðukona saumastofu Þjóðleikhússins, f. 6. nóvember 1898, d. 10. janúar 1970. Börn Sveins og Ellenar eru 1) Helga Sveinsdóttir Sebah, apótekari, f. 24. janúar 1952, eiginmaður Alain Sebah, hagfræðingur, f. 23. júlí 1951. Þeirra dætur eru Cecile Lea og Caroline Lætitia seinna LEX, allt til ársins 2002. Hann gegndi jafnframt stöðu framkvæmdastjóra Kaup- mannasamtaka Íslands frá 1960-1965 og var sæmdur gull- merki þeirra 1990. Hann tók nokkrum sinnum sæti hæsta- réttardómara. Hann var for- maður gerðardóms Verslunar- ráðs Íslands um tíma frá stofnun hans og sat einnig sem fulltrúi Íslands í gerðardómi Al- þjóðaverslunarráðsins í París. Þá var hann skipaður í dóm- nefndir til umfjöllunar um hæfi umsækjenda um kennarastöður við lagadeild HÍ og sem próf- dómari um hæfi lögmannsefna. Sveinn sat í stjórn Lögfræð- ingafélags Íslands, var formað- ur þess um tíma og var gerður heiðursfélagi þess 1996. Sveinn stundaði golfíþróttina af kappi og sinnti mörgum fé- lags- og trúnaðarstörfum, m.a. sem forseti Golfsambands Ís- lands frá 1962-70, og var seinna sæmdur gullmerki þess sem og gullmerki Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands og sat í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur. Þá tók hann þátt í stofnun og sat sem forseti Landssambands eldri kylfinga. Hann var einnig einn stofnfélaga Lionsklúbbsins Njarðar árið 1960. Sveinn verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, 12. sept- ember 2018, og hefst athöfnin kl. 14. og eiga þau sex barnabörn. 2) Reg- ína Sveinsdóttir, lyfjatæknir, f. 3. ágúst 1955, gift Sverri Hafsteins- syni, f. 13. mars 1955. Þau eiga börnin Hildigunni, Svein Snorra og Hafstein Himin- ljóma og sjö barna- börn. Þau skildu. Seinni maður Jóhann Frið- björnsson húsasmíðameistari, f. 3. maí 1959. Hann á þrjú börn úr fyrri samböndum. Sveinn ólst upp á Seyðisfirði og flutti fjölskylda hans til Ak- ureyrar 1939. Hann vann á sín- um yngri árum við margvísleg störf, meðal annars við skipa- viðgerðir, sjómennsku og vega- vinnu. Hann útskrifaðist sem stúd- ent frá MA 1946. Cand. juris frá Háskóla Íslands 1951, hlaut hér- aðsdómsréttindi 1955 og varð hæstaréttarlögmaður 1961. Sveinn vann á háskólaárum við þingskriftir í Alþingi. Hann starfaði sem fulltrúi, m.a. í Vestmannaeyjum og hjá Saka- dómi Reykjavíkur. Hann rak eigin málflutningsstofu í Reykjavík frá 1. des 1959, Afi Sveinn hefur nú kvatt okk- ur. Loksins tók Pétur við honum, eftir að hann hafði bankað upp á í fimm skipti að eigin sögn. Í þrem- ur af þeim skiptum var afi úti á golfvelli og mundi hvar síðustu höggin voru tekin. Þangað mætti hann svo aftur og kláraði hring- ina. Afi kvaddi heima, hjá elsku ömmu Bitten, eins og hann vildi. Við erum afar stolt af afa okkar og hvar sem við komum er hans minnst sem heiðursmanns. Hann mætti fólki af virðingu og vin- semd, gaf sér ávallt tíma í spjall og var fús að kynnast hugðarefn- um viðmælenda sinna. Hann brann fyrir þjóðfélagsmálum og rökræddi pólitík og samfélagsmál við okkur, við vorum nú ekki allt- af sammála og stundum hitnaði jafnvel í kolunum. Hann var afar duglegur og gaf sig ávallt að verk- efnum af alúð og natni og reyndi að brýna slíkt fyrir okkur krökk- unum. Við minnumst afa sem séntil- manns, ávallt vel til fara án þess að hafa sig í frammi. Hann var yf- irvegaður og vel máli farinn. Hann sýndi sínum nánustu hlut- tekningu og lét okkar hag sig varða. Hann var ávallt reiðubúinn til að liðsinna okkur í þeim verk- efnum sem við stóðum frammi fyrir, án þess að segja okkur fyrir verkum, heldur bjóða leiðsögn byggða á hans reynslu og þekk- ingu. Við gátum leitað í djúpan brunn hjá honum, sem hafði byggt allt sitt upp á dugnaði, hag- sýni og útsjónarsemi. „Quidquid agis prudenter agas et respice fi- nem“ voru hans einkunnarorð – í upphafi skyldi endinn skoða. Mörg voru áhugamálin hjá afa sem við barnabörnin fengum að kynnast. Afi gerði sitt besta til að fá okkur með á skíði, í golf, kynna okkur sögu, litteratúr og músík – með misjöfnum árangri. Það verður að segjast að hann lagði ótvíræðan grunn að okkar menn- ingarvitund, ekki síst með uppá- haldsbók sinni, Síðasta blómi í heimi, sem hann hefur sennilega þulið upp fyrir bæði okkur og börn okkar flest. Garðabær er okkar griðastað- ur og njótum við alltaf þeirra stunda sem við dveljum þar, enda fengum við flest að dvelja þar til lengri eða skemmri tíma og sjáum Faxatún sem okkar annað heimili. Minningin af því að heyra afa leggja brúna Bensinum og ganga inn bakatil í fullum golf- skrúða, setjast við kaffið, útitek- inn og glaður, áhugasamur um hvað við værum að sýsla, er sannarlega ljúf. Eftir því sem langafabörnunum fjölgaði átti afi það til að kíkja í heimsókn til að sinna litlu krílunum. Það vildi svo vel til að um síðustu jól náðu allir afkomendur þeirra ömmu, sem búa víðsvegar um heiminn, saman – þar á meðal fjögur barnabörn sem voru að sjá þau ömmu í fyrsta skiptið. Hann var ötull í að nýta fjar- myndavélar og samfélagsmiðla til að fylgjast með og tala við okkur sem erlendis búum, sem og að fylgjast með öðru sem var að ger- ast í heiminum – þá kominn á tí- ræðisaldur. Við erum svo lánsöm að hafa fengið að hafa afa okkar hjá okk- ur langt fram á fullorðinsár og að börnin okkar hafi fengið að kynn- ast honum, meira sem afa en langafa. Það er ekki lítil gjöf. Blessuð sé minning elsku afa okkar. Barnabörnin, Hildigunnur, Sveinn Snorri, Cecile Lea, Caroline Lætitia og Hafsteinn Himinljómi. Látinn er í Reykjavík Sveinn Snorrason hæstaréttarlögmaður, 93 ára að aldri. Hann fæddist á Seyðisfirði árið 1925 og bjó þar fyrstu árin. Foreldrar hans voru Snorri Lárusson símritari og Unnur Sveinsdóttir húsmóðir. Hann fluttist með foreldrum sínum til Akureyrar og bjó þar til ársins 1946. Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum á Akureyri hóf Sveinn laganám við Háskóla Íslands árið 1946. Að laganámi loknu hóf hann störf hjá bæjarfógetanum í Vest- mannaeyjum. Fulltrúi hjá saka- dómaranum í Reykjavík 1. októ- ber 1953 til 31. desember 1959. Þar næst starfar hann sem fram- kvæmdastjóri hjá Kaupmanna- samtökum Íslands. Hdl. 11. júní 1955 – hrl. 2. nóvember 1961. Hann rak síðan málflutnings- skrifstofu með Guðmundi Yngva Sigurðssyni. Inn í það samstarf komu Jónas Aðalsteinsson og Jó- hannes L.L. Helgason. Lög- mannsstofa þeirra hlaut síðar nafnið LEX. Sveinn var í nokkur ár fulltrúi hjá alþjóðaverslunarráðinu í Par- ís og naut þar mikils trausts við afgreiðslu mála. Sveinn gegndi stöðu formanns Lögmannafélags Íslands árin 1986-1988 og varð hann heiðurs- félagi þess árið 1996. Helsta áhugamál Sveins var golfíþróttin og lék hann golf af miklu kappi allt sitt líf. Hann sat í stjórn Golf- klúbbs Reykjavíkur og varð síðar forseti Golfsambands Íslands ár- in 1962-1969. Sveinn var líka áhugasamur stangveiðimaður og stundaði lax- veiði af mikilli elju í mörg ár. Mest veiddi hann í Soginu, en hann fór víða til að fanga lax, m.a. í Laxá í Aðaldal og fleiri ám. Sveinn var kvæntur Ellen Snorrason og áttu þau tvær dæt- ur, Helgu og Regínu. Ellen lifir mann sinn. Við vottum þeim okk- ar dýpstu samúð. Hvíl í friði, frændi og vinur. Sveinn Björnsson og Magnea Sigurðardóttir. Leiðir okkar Sveins Snorra- sonar lágu fyrst saman á sjöunda áratugnum þegar við Jóhannes L.L. Helgason tókum þá ákvörð- un að reyna fyrir okkur sem lög- menn í sjálfstæðum rekstri. Við vorum svo heppnir að félagarnir Sveinn Snorrason og Guðmundur Ingvi Sigurðsson féllust á að taka okkur unglingana upp á arma sína og hjálpa okkur fyrstu skref- in í lögmennskunni. Samvinna okkar stóð lengi og varð eins og best getur orðið. Við Jóhannes reyndum eftir fremsta megni að feta í fótspor þessara meistara, Sveins og Guðmundar Ingva, og saman lögðum við grundvöllinn að lögmannsstofunni LEX, sem lifir og dafnar enn í dag og þjónar hlutverki sínu með ágætum. Þetta voru mjög ánægjulegir og gefandi tímar sem ljúft er að minnast. Sveinn átti ýmis áhugamál ut- an vinnunnar og var einn af frum- kvöðlum golfíþróttarinnar á Ís- landi. Hann var í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur og for- seti Golfsambands Íslands þegar við kynntumst. Um það leyti hafði sú íþrótt einnig heillað mig. Við sem stóðum að stofnun Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði nutum ómetanlegrar hjálpar Sveins á þeim tíma. Allar götur síðan höfum við spilað golf saman, mismunandi mikið þó. Nú síðast fyrir nokkrum vikum á Hvaleyr- inni en þá sagði Sveinn að frú Ell- en, hans ágæta eiginkona, vildi ekki að hann spilaði nema níu hol- ur á dag. Sveinn var einnig einn af virt- ustu fluguveiðimönnum landsins á yngri árum. Hann var listamað- ur á því sviði, hnýtti flugur og gaf þeim nafn sem vel dugðu. Eina undurfagra skírði hann Lady Ell- en. Eintak af henni gaf hann veiðifélaga sínum í Laxá í Aðal- dal, Jack Nicklaus, einum fræg- asta golfmanni allra tíma. Á þá flugu veiddu þeir félagarnir stærri og fleiri laxa en aðrir á sama stað og tíma. Ég og nokkrir vinir mínir nutum einstaka sinn- um samvistanna við Svein við veiðar í Soginu og reyndum að til- einka okkur meistaratakta hans á því sviði. Við vorum samferðamenn ára- tugum saman í starfi og leik og þar bar aldrei skugga á. Sveinn var gæfumaður í einka- lífi sínu, átti sína einstöku eigin- konu Ellen og dæturnar Helgu og Regínu. Við hjónin minnumst samverustundanna með þeim með ánægju og söknuði og send- um fjölskyldunni okkar innileg- ustu samúðar- og hluttekningar- kveðjur. Blessuð sé minning Sveins Snorrasonar. Guðrún R. Eiríksdóttir Jónas A. Aðalsteinsson. Kveðja frá LEX, lögmannsstofu Upphaf LEX lögmannsstofu má rekja til þess að Sveinn Snorrason og Guðmundur Ingvi Sigurðsson, sem þá voru fulltrúar hjá Sakadómi Reykjavíkur, ákváðu að fara úr örygginu hjá ríkinu og opna lögmannsstofu. Sveinn byrjaði stofureksturinn 1. desember 1959 á Klapparstíg 26 í Reykjavík, en Guðmundur kom til starfa tveimur mánuðum seinna. Nokkrum árum seinna bættust Jóhannes L.L. Helgason og Jónas A. Aðalsteinsson í hóp- inn á Klapparstígnum, en Jónas starfar enn á LEX. Þar með var lagður grunnur að því sem er lög- mannsstofan LEX í dag. Sem betur fór ekki fyrir þeim, eins og Tómasi Guðmundssyni borgar- skáldi og lögfræðingi forðum, sem hann lýsir svo í ljóðinu „Þeg- ar ég praktíseraði“: „Það skorti ekki vitund á þessi húskynni, nema ofurlítinn praxís og útborg- unartíma.“ Verkefnin voru strax næg og stofan sem Sveinn stofn- aði fyrir næstum 59 árum er nú næststærsta lögmannsstofa landsins. Það var Sveinn sem gaf stofunni heiti, LEX (lög á latínu), enda var hann latínumaður góð- ur. Það sem hefur alla tíð einkennt LEX sem vinnustað er létt and- rúmsloft, nokkuð sem gleðimað- urinn Sveinn átti sinn þátt í að skapa. Þrátt fyrir að Sveinn hyrfi frá LEX fyrir margt löngu sagði hann sem betur fer ekki alveg skilið við stofuna, heldur kom reglulega í heimsókn og sagði skemmtisögur á kaffistofunni. Hann kvartaði stundum undan því að hann þekkti nú orðið fáa á LEX, en þegar betur var að gáð hafði hann gjarnan þekkt afa, ömmur, langafa og langömmur yngri starfsmannanna. Að leiðarlokum færum við á LEX Sveini þakkir fyrir að hafa lagt grunninn að LEX, þakkir fyrir samstarfið, vináttuna og gleðina. Frú Ellen, dætrunum Helgu og Regínu og fjölskyldum færum við samúðarkveðjur. Starfsfólk LEX, lögmanns- stofu, Örn Gunnarsson. Þau tvö orð sem koma upp í hugann þegar lýsa á Sveini Snorrasyni eru hjartahlýja og gleði. Hann lét sér annt um fólk og það var alltaf gleði í kringum hann. „Hér sé Guð“ heyrðist utan af gangi og þá vissi maður að Sveinn var kominn í hús og hann kvaddi alltaf með sínu adjö. Sveinn hóf rekstur eigin lög- mannsstofu 1. desember 1959 á Klapparstíg 26. Tveimur mánuð- um seinna bættist gamall félagi hans úr Sakadómi Reykjavíkur, faðir minn Guðmundur Ingvi Sig- urðsson, í hópinn og þar með var lagður grunnur að þeirri lög- mannsstofu sem heitir LEX í dag. Að sjálfsögðu var það Sveinn sem átti hugmyndina að nafni stofunn- ar. Síðar gengu þeir Jóhannes L.L. Helgason og Jónas A. Aðal- steinsson til liðs við Svein og Guð- mund Ingva, en Jónas starfar enn á LEX. Ég naut þeirrar gæfu að vinna með Sveini í mörg ár á LEX. Það var ekki ónýtt að geta gengið í smiðju til hans, og iðulega settist ég inn til hans eftir að vinnudegi lauk og við klufum hið júridíska atóm saman og þá gjarnan með aðstoð frá einhverjum þeim guða- veigum sem Sveinn átti gjarnan uppi í skáp, en bara eitt glas. Svo kom að því að Sveinn hætti í lögmennsku og hvarf til ýmissa ráðgjafarstarfa. Árum saman var hann þó heiðursgestur á jólagleði LEX og hélt þar uppi almennri skemmtan og skipti þá engu máli hvort á fóninum var Rammstein eða Brimkló. Ég kveð Svein með þakklæti fyrir áratuga vináttu og hlýju og sendi frú Ellen og fjölskyldu Sveins samúðarkveðjur. Þórunn Guðmundsdóttir. Sveinn Snorrason hæstaréttar- lögmaður lést hinn 3. september sl., 93 ára að aldri. Sveinn sat í stjórn Lögmannafélags Íslands 1966-1968 og gegndi embætti for- manns félagsins 1986 til 1988. Hann naut ávallt mikillar virðing- ar innan félagsins og var kjörinn heiðursfélagi Lögmannafélags Ís- lands hinn 11. desember 1996. Þá var hann góð fyrirmynd annarra lögmanna, jafnt í lögmannsstörf- um sínum sem og í góðum lög- mannsháttum. Sveinn tók virkan þátt í starfsemi félagsins og fylgd- ist ákaflega vel með öllum mál- efnum þess, jafnvel löngu eftir að hann hætti að starfa sem lögmað- ur. Hann lét af lögmannsstörfum árið 2002 eftir langan og glæsi- legan starfsferil. Lögmannafélag Íslands þakkar Sveini samfylgdina í gegnum árin og sendir innilegar samúðar- kveðjur til eiginkonu, barna og barnabarna. Blessuð sé minning Sveins Snorrasonar. Fyrir hönd Lögmannafélags Íslands, Berglind Svavarsdóttir. Kveðja frá Lions- klúbbnum Nirði Sveinn Snorrason hæstaréttar- lögmaður var einn af 18 stofn- félögum Lionsklúbbsins Njarðar í apríl 1960. Honum voru fljótt falin vanda- söm trúnaðarstörf og má þar nefna að semja lög fyrir klúbbinn í upphafi. Svo langt sem sá er þetta ritar man hefur hann verið í laga- nefnd klúbbsins og oftast formað- ur hennar fram á þennan dag. Hann var formaður klúbbsins 1966-67 og hefur reyndar gegnt öllum embættum innan hans. Hann hefur tekið þátt í öllum helstu verkefnum sem klúbburinn hefur stofnað til í gegnum árin, og mun okkur félögunum einna minnisstæðust forysta hans fyrir því verkefni að lesnar voru viku- lega inn á band valdar greinar úr blöðum og tímaritum fyrir blinda. Helsta fjáröflunarverkefni klúbbsins er Herrakvöld Njarðar, sem haldið hefur verið árlega síð- an 1961. Mun ekki ofsagt, að Sveinn hafi mætt á þau öll. Hér hefur aðeins verið drepið á einstök atriði í löngum og farsæl- um ferli Sveins í innri starfsemi klúbbsins. Félagar Sveins hafa veitt hon- um viðurkenningu fyrir störf hans Sveinn Snorrason Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN HÓLMFRÍÐUR TRYGGVADÓTTIR, fv. skólastjóri, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði að kvöldi 9. september. Helgi Jóhann Hauksson Heiða Hafdísardóttir Unnur Aðalbjörg Hauksdóttir Alda Margrét Hauksdóttir Grettir Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, STEFÁN EINARSSON, Reyðará, lést af slysförum föstudaginn 7. september. Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 13. september kl. 13.30. Fríða Maríanna Kristján Salmannsson Unnur Ásdís Kristján Karl Kristjánsson Særún Emma Sigvaldi Páll Þorleifsson Stefán Sævar Lilja Karen Aðalsteinn Árni Hreiðarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.