Morgunblaðið - 12.09.2018, Síða 23

Morgunblaðið - 12.09.2018, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018 ✝ Jónas Kr. Jóns-son fæddist á Ytra-Skörðugili 21. júlí 1926. Hann lést í Klambrakoti í Munaðarnesi 24. ágúst 2018. Foreldrar hans voru Jón Aðal- bergur Árnason, f. 23. júlí 1885, d. 12. október 1938, og Dýrborg Daníels- dóttir, f. 1. október 1879, d. 29. janúar 1970. Systkini hans voru Kári, Gissur, Hjalti, Aðalbjörg, Unnur, Skafti og Hörður, sem öll eru látin. Árið 1956 kvæntist Jónas Sigrúnu Ármannsdóttur frá Myrká, f. 1930, d. 2010. For- eldrar hennar voru Þóra Júní- usdóttir, f. 1902, d. 1981, og Ár- mann Hansson, f. 1888, d. 1986. Jónas og Sigrún eignuðust fimm börn. 1) Þóra, maki Sverrir Karlsson, börn a) Hrund, maki Burkni, börn: Bjarmar, Birnir og Emilía; b) Sigurgarður, maki Tuktar, börn: Nongc, Daisy og Sóley; c) Þórólfur Skólm, f. 1983, d. 2014. 2) Daníel, maki Magnúsína Eggertsdóttir, börn a) Sigrún, maki Guðbjarni, börn Björgvin, Viktor, Daníel Trausti og Eydís Þóra; b) Eyþór. 3) Ármann. 4) Borgþór, börn a) Ísabella Ruth og b) Styrmir Bjarki. 5) Jón Berg, maki Helena Melax, börn a) Benedikt, b) Eydís, c) Ing- unn. Jónas og Sigrún hófu búskap sinn í Reykjavík. Árið 1964 fluttu þau í Kópavog, þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Jónas vann hin ýmsu störf en lengst af sem leigubílstjóri á Hreyfli. Útför Jónasar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 12. september 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. Minningarnar sem streyma um huga minn eru endalausar og allar jafn góðar. Ef ég ætti að velja þær bestu stæði samt eftir margra blaðsíðna ritgerð. Ég velti því fyrir mér hvað ég ætti að skrifa og þá rann þetta frá mér. Hjá ömmu og afa í Bröttutungu við fuglunum gáfum svo þeir sungu. Sækja möl og svo í sund skautað inn í gleðistund. Ferðalögin með ömmu og afa ég var svo lánsöm að fá að fara. Klambrakot þinn sælustaður kátur varst þar alltaf glaður. Slóst þar gras með orf og ljá þar til hrossin fóru á stjá. Í hestaferð á níræðisaldri þú alla kættir með vísum úr galdri. Þér þótti vænt um allt og alla og hjá mönnum þú fannst ei galla. Börnin voru númer eitt, tvö og þrjú en svo á eftir þar komst þú. Í návist þinni var gott að vera og alltaf eitthvað hægt að gera. En enginn vissi ég þetta gæti að yrkja ljóð frá þínu sæti. Nú ertu lagstur og farinn að sofa það er þó eitt sem ég vil þér lofa. Ég verð ávallt lítil afastelpa og minning þín mun mig ætíð elta. (Litla Rúna) Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og allar stundirnar sem við áttum saman. Sigrún Lind Daníelsdóttir. Móðubróðir minn Jónas Kr. Jónsson fæddist á Ytra-Skörðu- gili í Skagafirði 1926. Alls eign- uðust foreldrar hans 10 börn og átta þeirra komust á legg. Var Jónas yngstur. Fullu nafni hét hann Jónas Kristjánsson Jónsson og var skírður í höfuðið á Jónasi Kristjánssyni héraðslækni í Sauðárkrókshéraði. Læknirinn hafði verið kallaður til er fæðing- in gekk erfiðlega og voði blasti við. Með hans hjálp fór allt vel og í virðingarskyni fékk drengurinn nafn hans. Árið 1928 keyptu foreldrar hans jörðina Valadal á Skörðum, landmikla fjallajörð vel fallna til fjárbúskapar. Þar ólst Jónas upp. Formleg menntun var barnaskól- inn en á heimilinu var lesið og hlustað á útvarp þegar tími vannst til frá búskapnum. Faðir Jónasar lést vegna krabbameins í maga 53 ára að aldri haustið 1938. Gissur bróðir Jónasar tók við jörðinni. Þá er Jónas 12 ára. Foreldrar mínir bjuggu í Reykjavík en við fórum oft norð- ur. Til er mynd frá Valadal af okkur Jónasi. Ég er á öðru ári. Hann leiðir mig og er með hest í taumi. Þetta var tími breytinga. Stríð var skollið á og landið hernumið. Fyrir sunnan vantaði verkafólk. Margir komu að norðan í Breta- vinnuna og voru þá oft daglegir gestir heima. Ekki man ég hve- nær Jónas bættist í þennan hóp. Foreldrar mínir voru stundum að ýta að honum að læra einhverja iðn. Hann tók því vel en ekki varð úr. Ekki skorti hann greind eða vinnusemi og langskólanám hefði legið vel fyrir honum ef aðstæður hefðu verið til. Hann var glað- lyndur, hress og bar sig vel. Hann sagði vel frá og átti létt með að yrkja. Hann var skák- maður góður og það var mikið teflt. Árið 1950 gerist hann svo bíl- stjóri á Hreyfli. Þar verður hann fljótt í fremstu röð skákmanna Hreyfils. Hann var síðan lengi í keppnisliði Hreyfils í skák en lið- ið var sterkt og vann góða sigra heima og erlendis. Hann hélt áfram að yrkja og í bókinni Hreyfils menn er hann kallaður „ljóðskáld þeirra Hreyf- ils manna“. Jónas og Sigrún Ármanns- dóttir frá Myrká í Hörgárdal hófu búskap fyrst í Reykjavík. Dóttir fæddist 1957 og síðar fjór- ir synir. Þau réðust í húsbyggingu í Kópavogi og fluttu þangað 1964. Þar bjuggu þau síðan. Við Sigrún unnum saman á Kleppsspítala um skeið. Hún var ljúf en ákveðin og vönduð kona. Hún lést árið 2010 vegna krabbameins. Þau áttu sumarbústað í Borg- arfirði. Eftir að Jónas lagði af akstur á Hreyfli var hann mestan part sumars í bústaðnum. Þar undi hann sér allra best, jafnvel þótt hann væri þar oft einn eftir að Sigrún féll frá. Hann var þar með nokkra hesta og fór oft ríð- andi í lengri og skemmri ferðir. Hann hélt áfram að tefla til hins síðasta og tefldi t.d. reglu- lega við vin sinn Brynleif Sigur- jónsson er var 100 ára er hann lést þann 24. júní sl. Heilsufarslega kom ýmislegt upp á gegnum tíðina. En alltaf reis Jónas upp, var hress og bar sig vel. Hann var sjálfbjarga til hins síðasta. Ég sakna frænda míns og frá- fall hans skilur eftir sig eyðu í til- veru minni. Ég votta börnum hans og öðrum aðstandendum samúð mína. Jón Grétar Stefánsson. Hinn 15. ágúst 2018 var ég ásamt konu minni og dóttur á leið úr Reykjavík norður í Skaga- fjörð, stönsuðum við þá í bústaðn- um hjá Jónasi frænda. Þegar við komum að bústaðnum stóð Jónas úti á palli og tók á móti okkur hress og kátur að vanda. Var nú sest að spjalli og þurfti Jónas margs að spyrja úr Skagafirðin- um. Spjölluðum við drykklanga stund við Jónas en þegar við fór- um ákvað hann að fylgja okkur að hliði sem er við þjóðveginn. Kvöddum við nú Jónas og var það okkar hinsta kveðja til hans í þessu lífi. Þegar ég frétti andlát Jónasar tóku minningarnar að leita á hugann en margar stundir höfum við átt saman í gegnum tíð- ina. Eftir að Jónas flutti úr Skagafirði kom hann oft í Vala- dal. Það voru sæludagar hjá okk- ur krökkunum í Valadal þegar Jónas kom, því oft lék hann við okkur. Ég minnist margra bíltúranna með Jónasi. Í þá daga var ný- næmi fyrir börn á afskekktum sveitabæjum að fara í bíltúr. Jón- as átti líka ýmislegt góðgæti í fór- um sínum þegar hann kom í heimsókn, svo sem epli, appels- ínur, súkkulaði og brjóstsykur en þess háttar mungát borðuðu sveitabörn þess tíma ekki dag- lega. Ég minnist fyrsta bananans sem ég smakkaði, ekki man ég hve gamall ég var, líklega þó sjö eða átta ára. Þegar Jónas rétti mér bananann vissi ég ekki hvernig ég átti að gæða mér á honum og varð Jónas að kenna mér það. Slíkt góðgæti hafði ég ekki áður í munn borið og treindi ég mér bananann alllanga stund. Ég minnist líka tímans sem ég dvaldi á heimili Jónasar og Sig- rúnar Ármannsdóttur (Rúnu) konu hans í Blönduhlíðinni í Reykjavík árið 1964. Þá er mér ekki síður minnisstæður tíminn sem Jónas var hér á Víðimýrar- seli haustið 1975 að hjálpa mér við að klæða utan íbúðarhúsið. Þegar ég átti leið á höfuðborg- arsvæðið kom ég oft á heimili Jónasar og Rúnu og gisti þá stundum hjá þeim, var þá oft glatt á hjalla við spaug og spjall, tafl eða spil. Jónas kom síðast í Skagafjörð sumarið 2016, fórum við þá sam- an vestur að Stafni í Svartárdal. Við fengum góðar móttökur í Stafni hjá þeim Sigursteini Bjarnasyni og Elsu Heiðdal. Svo skemmtilega vildi til þegar við komum í Stafn að þar voru fyrir gestkomandi tveir menn úr Skagafirði sem Jónas kannaðist við og var því um nóg að spjalla á meðan við nutum frábærra veit- inga. Jónas hafði mjög gaman af ferðinni, þetta var okkar síðasti bíltúr saman. Við Hólmfríður Jónsdóttir kona mín þökkum Jónasi fyrir all- ar þær stundir sem við áttum með honum. Börn okkar minnast hans einnig með hlýjum hug og ég veit að þar tala ég líka fyrir munn systkina minna sem og margra annarra. Við kveðjum Jónas með kæru vinarþeli og biðjum þess í einlægni að Guð okkar allra krist- inna manna, skapari himins og jaðar, varðveiti sál hans og anda um ókomna framtíð. Hér til þessa mæta manns mun vart orði halla margir vilja minnast hans mjög var glatt á hjalla. Átt’ann stundum eðalvín indæl gerðust kvöldin, þar sem bæði glens og grín gjarna höfðu völdin. Aldrei var hér um hann hljótt ort á margar lundir. Hefjast nú hjá himnadrótt hollar gleðistundir. Jón Gissurarson. Nú hefur hann Jónas blessað- ur kvatt í hárri elli. Mér finnst ég hafa þekkt hann frá því er ég man fyrst eftir mér. Hann var kvænt- ur Rúnu móðurstystur minni sem lést fyrir nokkrum árum. Mér er alltaf minnisstætt úr sveitinni hjá afa og ömmu í Hörgárdalnum þegar Jónas kom að sunnan á sumrin með alla fjölskylduna. Þau komu akandi á amerískri drossíu sem eftir var tekið í sveit- inni og það var Taxa-merki á toppnum. Þvílíkur bíll og svo var þessi svaka fíni gjaldmælir neðst í mælaborðinu sem maður fékk stundum að skoða. Svona nokkuð hafði aldrei sést á þessum slóð- um. Það var mikil kátína á bæn- um þegar Jónas og fjölskylda birtust, hann var alltaf hrókur alls fagnaðar, sagði sögur og hlát- urinn gleymist engum. Jónas gekk víst ekki mennta- veginn, enda þurfti hann þess ekki. Hvort sem það var til orðs eða æðis kunni hann meira fyrir sér en margir aðrir. Hann var vel lesinn og kunni ógrynni af vísum og ljóðum auk þess sem hann orti sjálfur. Hann spilaði brids og tefldi skák eins og ekkert væri sjálfsagðara og tók þátt í keppn- um. Hann var snillingur í hönd- unum og gat lagfært flest það sem aflaga fór, hvort sem það voru bílar, hús, raftæki eða eitt- hvað annað en lengst af vann hann trúlega við að aka leigubif- reið. Ég man t.d. eftir að hann reisti heilt hús í Hörgárdalnum nánast á einu sumri og bjó í tjaldi á meðan vegna þess hve mikil mannþröng var á heimilinu. Já svona var Jónas, hann var alltaf að, kom miklu í verk um dagana, var nægjusamur og gerði sér flest að góðu. Eftir að Jónas komst á eftir- launaaldur kom fjölskyldan sér upp sumarbústað í Borgarfirði. Þar undu þau sér vel hann og Rúna og Jónas dvaldi þar lang- dvölum einn eftir að hún lést. Þar hélt hann m.a. hesta sem voru í eigu fjölskyldunnar og brá sér á bak allt undir það síðasta. Við fjölskyldan komum þangað stundum þegar við áttum leið hjá og það var greinilegt að þeim leið vel í bústaðnum. Ég er nokkuð viss um að hann var sáttur við að enda lífshlaupið þar. Mér eru alltaf minnisstæðar heimsóknirnar til Rúnu og Jón- asar og hversu hjálpleg þau voru ef á þurfti að halda. Þá settist maður í borðkrókinn í eldhúsinu og raðaði í sig kræsingum sem Rúna bar á borð. Á meðan sagði Jónas sögur eins og honum var einum lagið, já hann kunni svo sannarlega að segja frá. Það líður mér ekki úr minni þegar hann sagði eitt sinn að hann vonaðist eftir langri banalegu svo að hann hefði tíma til að yrkja. Hver ann- ar hefði sagt þetta? Nú er langri ævi lokið þar sem mörg verkin eru að baki. Við fjöl- skyldan vottum börnum hans og Rúnu, þeim Þóru, Danna, Ár- manni, Borgþóri og Jonna, og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan mann og kæran vin mun lengi lifa. Aðalsteinn Hákonarson. Þegar keypt er sumarhús er ekki sjálfgefið að eignast góða granna. Við vorum svo lánsöm að eignast hann Jónas að okkar næsta granna og í tólf ár bar aldrei skugga á þá sambúð. Jónas varð áttræður árið sem við kom- um í sveitina okkar en það var þó ekki á honum að sjá, ótrúlega léttur á fæti og með betra minni en margur yngri maðurinn. Og þó að árin væru orðin níutíu og tvö þá hafði lítið breyst. Jónas undi sér hvergi betur en í bú- staðnum innan um dýrin stór og smá, öllum var gefið æti og girð- ingavinnu og trjágreinasögun var hann að sinna fram á síðasta dag, til að hagræða fyrir hrossin. Það var gaman að spjalla við Jón- as hvort heldur um menn og mál- efni líðandi stundar eða þá að fá sögur af alls konar skemmtilegu fólki frá fyrri tíð, og þá var nú stutt í hláturinn. Um leið og við vottum börnum hans og aðstand- endum öllum okkar innilegustu samúð, þá þökkum við fyrir spjallið, kæri vinur. Bergþóra og Magnús. Jónas Kr. Jónssoní klúbbnum. Hann varð MelvinJones-félagi 1990 og hlaut enn hærra stig þeirrar orðu (með demanti) 2018. Hann hefur einnig hlotið Kjar- ansorðu Lions, sem veitt er fyrir störf einkum í þágu Lionshreyf- ingarinnar. Og loks nú í vor Krónuorðuna, sem er innan- klúbbsviðurkenning og eins og nafnið bendir til veitt fyrir góðan atbeina að fjáröflun klúbbsins. Þá var hann einnig gerður að ævi- félaga. Auk alls þessa, sem formlegt má teljast, hefur Sveinn verið hinn besti félagi, góðgjarn, léttur í lund og glaðvær, og lagði sitt fús- lega til málanna. Mátti heyra að hann hafði hið ágætasta minni fram undir það síðasta, gat jafnvel farið með heilu kvæðin utan bókar þegar það átti við. Fyrir hönd Lionsklúbbsins Njarðar eru Ellen og fjölskyldu þeirra Sveins færðar innilegar samúðarkveðjur með þökkum fyr- ir samvinnu og samfylgd í gegn- um árin. Logi Guðbrandsson. Sveinn minn Snorrason er lát- inn. Það eru nokkrir tugir ára frá því að leiðir okkar lágu saman í starfi og leik. Sveinn var félagi, vinur og lærifaðir minn í öllu góðu. Einstaklega vel gerður, ein- lægur, hlýr og umfram allt sann- gjarn og skynsamur. Það hefur verið líklega fyrir rúmum 30 árum sem hann kom í stjórn Ólafs Gíslasonar & Co hf. og sat hann í stjórn allt fram til þess síðasta. Það var ómetanlegt að geta leitað til hans með alls konar ólík verkefni sem hann ann- aðhvort leysti greiðlega úr eða kom með hugmyndir að lausnum. Seinni árin varð hann varkárari og varkárari þar sem hann taldi sig ekki hafa fylgst nægjanlega vel með og það væri skynsam- legra að leita til yngri ráðgjafa. Á það var ekki hlustað og komu ráð- leggingar hans ávallt að góðum notum. Sveinn var maður sátta og umburðarlyndis og það einkenndi framkomu hans. Ég kveð þig nú, Sveinn minn, og það verður erfitt að eiga þig ekki að en mun minnast þín með hlýju og þakklæti um ókomin ár. Frú Ellen, fjölskyldu og að- standendum öllum votta ég mína dýpstu samúð og hluttekningu. Megi minningin um góðan dreng lifa. Benedikt Einar. Sveinn Snorrason er til moldar borinn í dag. Þannig hverfa þeir einn af öðrum mínir gömlu vinir eins og eðlilegt er þegar aldurinn færist yfir. Þess vegna hefur mað- ur margs að sakna en líka margs að minnast sem gott er að rifja upp og gæla við í ellinni. Sveinn var góður vinur Bene- dikts bróður míns, lögmenn báðir tveir, og þannig kynntist ég hon- um. Þegar ég síðar varð ráðherra árið 1991 saknaði ég þess að eiga ekki góðan lögmann að utan ráðu- neytanna sem ég gæti treyst og leitað ráða hjá, einkum í pólitískt viðkvæmum málum. Í því fólst ekki vantraust á embættismenn ráðuneytanna, þeir þekktu sínar skyldur og reyndust mér vel. Ein- hvern veginn atvikaðist það síðan svo, að við Sveinn hittumst, það fór vel á með okkur og hann varð mér síðan til ráðgjafar uns ég lét af ráðherradómi. Vegna lög- manns- og dómarareynslu sinnar þekkti hann vel til manna og mál- efna og hafði oft aðra sýn á við- fangsefnið en hinn dæmigerði embættismaður, – og er hér á hvorugan hallað. Sveinn var dag- farsprúður maður, hreinskiptinn og fljótur að brjóta hin flóknustu mál til mergjar. Hann var rétt- sýnn og mátti ekki vamm sitt vita. Það varð mér mikið lán að eiga Svein að sem samstarfsmann og njóta trúnaðar hans. Guð blessi minningu Sveins Snorrasonar. Halldór Blöndal. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN Þ. STEINGRÍMSDÓTTIR, Bollastöðum, lést þriðjudaginn 4. september. Útförin fer fram frá Bergsstaðakirkju þriðjudaginn 18. september klukkan 14. Birgir Þór Ingólfsson Ragna Árný Björnsdóttir Bjarni Brynjar Ingólfsson Ragnar Ingi Bjarnason Borghildur Aðils Hulda Ríkey Bjarnadóttir Hafsteinn Hansen Dagbjört Karen Bjarnadóttir Klara Rún Birgisdóttir og langömmubörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.