Morgunblaðið - 12.09.2018, Page 24

Morgunblaðið - 12.09.2018, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018 ✝ Guðjón Sveins-son fæddist á Þverhamri í Breið- dal 25. maí 1937 og uppalinn þar. Hann lést á Borgarspítalanum 21. ágúst 2018. Foreldrar Guð- jóns voru hjónin Anna Jónsdóttir, kennari, f. 15.12. 1893, d. 13.6. 1979, og Sveinn Brynjólfsson, bóndi, f. 14.2. 1896, d. 13.5. 1990. Systkini hans eru Dagrún, f. 29.5. 1923, d. 18.10. 2015, Ari Brynjólfur, f. 25.12. 1931, d. 17.8. 1932, og Arnbjörg, f. 4.5. 1934. Kona Guðjóns er Jóhanna Sigurðardóttir, verslunar- maður, frá Ósi í Breiðdal, f. 18. maí 1932. Börnin eru: 1) Svala, f. 1954, bókari, Seltjarnarnesi, maki Árni Einarsson, uppeldis- og menntunarfræðingur og fram- kvæmdastjóri. Börn: Ísold, Eygló og Einar. 2) Anna Björk, f. 1959, kennari, Egilsstöðum, maki Stefán Snædal Bragason, skrifstofu- og starfsmanna- stjóri. Börn: Guðjón Bragi, Steinrún Ótta og Stefán Númi. 3) Hanna Bára, f. 1960, inn- stóð um áratuga skeið. Guðjón gerðist sjómaður á unga aldri, kenndi börnum í Breiðdal í rúman áratug, vann á skrif- stofu álíka lengi og rak auk þess fjárbú á Þverhamri. Hann var hreppsnefndarmaður og um tíma oddviti Breiðdals- hrepps, sinnti margvíslegum félagsstörfum og vann ásamt konu sinni um árabil að skóg- rækt í Breiðdal. Hann barðist af ákafa fyrir endurgerð elsta húss Breiðdalsvíkur, Gamla kaupfélagsins, sem nú hýsir menningarstofnunina Breið- dalssetur og fyrir gerð minn- ismerkis um séra Einar sálma- skáld í Eydölum. Síðustu árin bjó hann við Strikið í Garðabæ á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Guðjón byrjaði ungur að semja sögur og ljóð og birti fyrstu ritverk sín innan við fermingu í barnablaðinu „Vor- ið“. Hann varð síðar þekktur rithöfundur og virtur fyrir skrif sín fyrir unga lesendur. Fyrsta bók Guðjóns kom út ár- ið 1967 og síðan rak hver bók- in aðra, barnabækur, skáldsög- ur fyrir eldri lesendur, heimildarit og ljóðabækur. Bækur Guðjóns urðu 38 tals- ins. Kveðjuathöfn var í Vídalíns- kirkju í Garðabæ 29. ágúst sl. en útförin verður frá Heydala- kirkju í Breiðdal í dag, 12. september 2018, klukkan 14. heimtufulltrúi, Garðabæ, maki Helgi S. Ingason, rafeindavirki. Börn: Jóhann Ingi, Árný Heiða, Guð- mundur Heiðar og Unnar Daði. 4) Blædís Dögg, f. 1962, rekstrar- fræðingur, Garða- bæ, maki Sigurþór Sigurðarson, at- hafnamaður. Börn: Þorri Már, Steinar Logi, Jó- hanna Kolbjörg og Grímkell Orri. 5) Sveinn Ari, f. 1968, líf- fræðingur og rekstrarstjóri, Grindavík, maki Sólný I. Páls- dóttir, kennari og ljósmyndari. Börn: Máney, Alexsandra, Guð- jón, Sighvatur, Pálmar, Fjölnir og Hilmir. Barnabörn Guðjóns eru 21 og barnabarnabörn eru 21. Að loknum farskóla í heima- byggð stundaði Guðjón nám í Alþýðuskólanum á Eiðum vet- urna 1952-1955. Síðar fór hann í Stýrimannaskólann og útskrif- aðist með skipstjórnarréttindi vorið 1961. Guðjón og kona hans, Jó- hanna Sigurðardóttir, reistu húsið Mánaberg á Breiðdalsvík þar sem heimili fjölskyldunnar Móðurbróðir minn er nú horf- inn á vit feðra sinna og langar mig að minnast hans í örfáum orðum því fáir menn höfðu meiri áhrif á mig í uppvextinum en hann. Kynni okkar hófust er ég á barnsaldri fór í sveit til ömmu minnar, Önnu Jónsdóttur kenn- ara og stjúpafa, Sveins Brynjólfs- sonar bónda á Þverhamri í Breið- dal. Í minningunni sé ég Guðjón fyrir mér sem vörpulegan og dá- lítið fyrirferðarmikinn ungling, sem ég bar mikla virðingu fyrir enda leit ég mjög upp til hans sem fyrirmyndar. Guðjón var hafsjór af fróðleik, góður sögumaður, vel að sér í bókmenntum, ekki síst í fornsög- unum, og síðast en ekki síst var hann mikill áhugamaður um íþróttir og „vel að íþróttum bú- inn“, eins og segir um forföður okkar, Orm sterka Stórólfsson, en frændi lagði mikla áherslu á að við héldum á lofti minningu hans. Guðjón uppfræddi mig um afrek forfeðranna og var iðinn við að segja mér sögur af köppum Ís- lendingasagna. „Þá riðu hetjur um héruð“ var gjarnan viðkvæðið er þessi mál bar á góma og ef minnið svíkur mig ekki var Grett- ir sterki Ásmundarson í hvað mesta dálæti hjá honum, ásamt auðvitað Ormi frænda. „Grettir Ásmundarson var fríðr maðr sýn- um, breiðleitr ok skammleitr, rauðhærðr ok næsta frekn- óttr …“ segir um kappann í Grettis sögu og ennfremur að hann hafi verið orðheppinn, hvatvís og stundum meinhæðinn og snemma farið að yrkja vísur og kviðlinga. Sumt í lýsingunni á Gretti minnir mig á Guðjón frænda. Kannski eru það getsakir, en mér er ekki grunlaust um að frændi hafi á stundum vísvitandi reynt að líkja eftir þessum uppáhalds- fornkappa sínum bæði í orðum og tiltektum. Hann hafði á hrað- bergi ýmis orðatiltæki Grettis og má í því sambandi nefna „Illt er að eggja óbilgjarnan“ og „Lítið verk og löðurmannlegt“ en hið síðarnefnda tók ég sjálfur upp eftir honum og notaði óspart er mér var falið að vinna verk sem mér var lítt um gefið. En frændi var vel að sér á fleiri sviðum bók- mennta og kenndi hann mér að meta fagurbókmenntir og ljóðlist og bý ég að þeirri leiðsögn enn. Sjálfur var Guðjón vel skáld- mæltur og fór snemma að yrkja vísur og skrifa sögur. Ég man hvað ég var stoltur þegar ljóð og smásögur eftir hann fóru að birt- ast í blöðum og tímaritum, svo ekki sé talað um síðar, er bækur hans fóru að koma út á prenti. Guðjón var íþróttamaður frá náttúrunnar hendi og hefði sjálf- sagt orðið afreksmaður á því sviði hefði hann lagt sig fram um það. Hann lagði að mér að stunda íþróttir og sagði réttilega að það myndi efla mig og styrkja. Hann kenndi mér m.a. undir- stöðuatriðin í þrístökki, en sú íþróttagrein var í hávegum höfð á sjötta áratug síðustu aldar, eftir að Vilhjálmur Einarsson vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikun- um í Melbourne í Ástralíu. Vil- hjálmur var Austfirðingur og var skyldleiki með okkur og vorum við frændur ósparir á að halda þeirri staðreynd á lofti. Guðjón átti þannig stóran þátt í efla þrótt minn, kjark og sjálfsvirðingu og verð ég honum ævinlega þakklát- ur fyrir það. Upp í hugann koma ýmsar uppákomur, svo sem fjallgöngur, smalamennska, silungsveiði og fótknattleikir, svo fátt eitt sé nefnt. Ég fór með honum í stutt- ar sjóferðir, þegar hann var stýrimaður á mótorbátnum Braga frá Breiðdalsvík, en eftir þá reynslu urðum við frændur sammála um að líklega væri mér sýnna um flest annað en sjó- mennsku. Minningin um Guðjón frænda verður mér ávallt dýr- mæt og að leiðarlokum vil ég þakka forsjóninni fyrir að hafa notið leiðsagnar hans á mikilvæg- um árum þroskaferilsins. Ég votta eftirlifandi eiginkonu hans Jóhönnu, börnum þeirra og afkomendum dýpstu samúð. Blessuð sé minning frænda míns. Sveinn Guðjónsson. Í dag komum við saman til að kveðja góðan æskuvin minn, Guðjón Sveinsson. Fráfall hans kom mér nokkuð á óvart, þótt hann hafi um nokkurra ára skeið átt við erfið veikindi að stríða. Við fæddumst báðir á Þverhamri og ólumst þar upp við mikið frjáls- ræði og áttum þar mjög góð æskuár við leik og störf Á þessum tíma bjuggu þrjár fjölskyldur á Þverhamri. Milli heimilanna ríkti mikil samheldni, samgangur og vinátta og ekki minnist ég þess að skugga hafi borið á þessa sambúð. Snemma bar á forystuhæfi- leikum og framsækni hjá Guðjóni og var hann því sjálfkjörinn for- ingi okkar strákanna. Alltaf fyrstur og áræðnastur, hvort sem var að klifra í erfiðustu og hæstu klettunum utan við bæinn, sem voru á þessum árum okkar besta leiksvæði, eða í fótboltanum þar sem hann bar af okkur hinum, þótt „boltinn“ hafi jafnvel bara verið uppblásin „rússablaðra“. Eftir veru sína á Eiðum var Guð- jón búinn að ná mikilli leikni með boltann og gat leikið upp völlinn í gegnum lið andstæðinganna án þess að stjaka við nokkrum manni, ég held að Guðjón hefði getað náð langt í boltanum hefði hugur hans staðið til þess. Margar eru minningarnar frá þessum áhyggjulausu æskudög- um, ekki kannski allar prenthæf- ar því eins og ég áður nefndi bjuggum við við mikið frjálsræði og vorum oft æði uppátækjasam- ir og snemma fórum við að hjálpa til við bústörfin. Þessar minning- ar rifjuðum við gjarnan upp þeg- ar ég kom til Guðjóns á Ísafold. Í síðustu heimsókn minni til hans vorum við að skoða mynd af Þverhamarstorfunni, þar þekkti Guðjón hverja laut og hvern stein að ógleymdum klettunum, sem okkur voru svo kærir, og virtist þetta allt standa honum ljóslif- andi fyrir sjónum. Þessi síðasta heimsókn til hans er mér kær minning. Ég hef valið að tæpa eingöngu á minningum frá æskudögunum, veit ég að aðrir munu rekja lífs- hlaup Guðjóns. Við Gréta sendum Jönnu og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um góðan vin mun lifa. Árni Guðmundsson. Skömmu eftir að sá sem þess- ar línur skrifar kom til Breiðdals- víkur árið 1977 varð Guðjón Sveinsson, sem hér er minnst, oddviti Breiðdalshrepps. Þá voru uppgangstímar í Breiðdal, fólki fjölgaði og atvinna var næg. Eftir að Guðjón tók við sem oddviti vann hann að margs konar upp- byggingu. Sveitarstjórn undir forystu Guðjóns gekk hart eftir því að fá samþykki stjórnvalda til að láta smíða nýtt togskip fyrir frysti- húsið. Það var eins og margt ann- að sem Guðjón kom að gæfuspor, vorið 1983 kom togskipið Hafn- arey til Breiðdalsvíkur og fram- undan voru mjög góð ár í at- vinnulífi og mannlífi í Breiðdal. Guðjón var alla tíð hugsjónamað- ur og mikill málafylgjumaður. Hann bar hag byggðarlagsins síns, þar sem hann fæddist og bjó alla tíð, mjög fyrir brjósti. Minn- isstætt er þegar ákveðið var að ráðast í byggingu nýs skólahúss á Breiðdalsvík sem hannað var af dr. Magga Jónssyni. Ýmsir höfðu á orði að þetta væri allt of flókin bygging og dýr og réttara væri að byggja einfaldara hús. Hér eins og annars staðar fylgdi Guð- jón málum eftir af harðfylgi. Haldinn var kynningarfundur og þegar gagnrýnendur höfðu uppi orð um að þetta væri tóm vitleysa að byggja svona dýrt hús stóð Guðjón upp og sagði af festu: Við skulum ekki vera með svona mik- inn heimóttarskap. Glæsilegar byggingar eru alltaf og alls stað- ar mikilvægar. Heimurinn væri fátækari án Kölnardómkirkju, Óperunnar í Sydney eða Versala- hallar. Þessi óvenjulega ábend- ing varð til þess að málið var ekki frekar rætt og samþykkt að byggja skólann skömmu síðar. Á fyrstu árum mínum í Breið- dal varð okkur Guðjóni vel til vina. Kvöld eitt sat hann sem oft- ar hjá mér að spjalli og var orðið nokkuð áliðið kvölds. Guðjón stóð upp og leit út um gluggann, kipptist við og sagði að það væri greinilega bátur strandaður í Ax- arskerinu fyrir utan Breiðdals- vík. Það reyndist rétt vera og þar kom glöggt auga sjómannsins vel í ljós, fyrir utan að hann þekkti umhverfið betur en flestir aðrir. Á tímabili var vík milli vina og þótti mér það mjög miður. Ég var því afar þakklátur fyrir að með okkur tókust fullar sættir og samskipti urðu aftur eins og áð- ur. Rithöfundarins Guðjóns munu aðrir minnast, en ég er sannfærður um að Guðjóns verð- ur lengi minnst fyrir verk sín, hann skrifaði barna- og unglinga- bækur, ljóð og skáldsögur. Mörg- um Breiðdælingum eru minnis- stæðar ánægjulegar kvöld- stundir í Breiðdalssetri veturinn 2010/11 þegar íbúar hittust þar vikulega og Guðjón las úr sínu höfuðverki, Sögunni af Daníel, skáldverki sem kom út í fjórum bindum. Það voru ógleymanlegar stundir. Undanfarin ár glímdi Guðjón við erfið veikindi og nú hefur hann fengið hvíldina. Ég kveð Guðjón Sveinsson með þökk og virðingu, hans verður eflaust minnst sem eins af merkustu son- um Breiðdals á 20. öld þegar fram líða stundir. Jóhönnu, börn- um þeirra og öðrum aðstandend- um sendi ég samúðarakveðjur. Hákon Hansson. Rithöfundurinn og skáldið Guðjón Sveinsson er allur. Fræð- arinn fróði, hugsjónamaður jafn- aðar og réttlætis og ræktunar- maðurinn sífrjói, mætti alveg eins segja. Guðjón Sveinsson, vinur minn og félagi, var ekki ein- hamur og víða finna menn verk hans, sögur, skáldsögur og ljóð sem bera frjóum huga og skap- andi skáldskaparhneigð fagurt vitni. Stórvirki hans, Sagan af Daníel, blasir við mér í bókahill- unni minni, vanmetin af ýmsum svokölluðum mógúlum bók- menntanna, mikil örlagasaga og krydduð leiftrandi orðkynngi við undirleik hjartsláttar þess sem finnur til með öðru fólki, ljóðin hans bæði hárbeitt og heillandi blíð eru oft á tíðum unaðslestur, en vekja ekki síður hugsanir um svo margt í mannlegri tilveru, stundum harmræn, en aldrei meiningarlaus. Ég hlýt nú í þessu samhengi að nefna Silju Aðalsteinsdóttur, bókmenntafræðinginn ágæta, al- veg sérstaklega sem fann neist- ann í verkum Guðjóns og var skáldskap hans trú og einlæg og honum afar mikils virði. Guðjón var metinn að verðleik- um af okkur félögunum hans eystra í Alþýðubandalaginu og fylgd hans dýrmæt, hann var á framboðslista okkar til Alþingis og mikið ósköp þótti mér vænt um það atfylgi hans, aðeins fannst honum stundum að rót- tæknin væri of rýr fylginautur, en hann var allt frá unga aldri einlægur sósíalisti sem blöskraði stórlega misskipting lífsins gæða og vildi allt til vinna að jafna mætti sem allra bezt, allt þetta endurspeglast svo víða í verkum hans. Bezt kynntist ég Guðjóni á ýmsum samfundum okkar, ekki sízt heima hjá honum og Jó- hönnu, hans indælu höfðings- konu. Hann var í engu jámaðurinn sem kokgleypti allt án þess að kryfja það eins og hann sagði um fylgismenn sumra flokka, suma hverja sem hann ekki tilgreindi nánar. Hann var sanngjarn en stundum beittur í gagnrýni sinni og gott að eiga hann að á vett- vangi þjóðmálanna þess vegna. Guðjón Sveinsson var ugglaust ekki allra, en hann hafði alltaf skýr rök máli sínu til stuðnings, enda afar vel að sér um svo margt. Síðustu samfundir okkar sönn- uðu mér að enn lifði vel í andans glóð hans, þó förlast hefði sumt. Þetta er aðeins fáorð og fátæk- leg vinarkveðja frá okkur Hönnu með innilegum samúðarkveðjum til Jóhönnu og barna þeirra og annarra aðstandenda. Þess get ég nú að fáir munu hafa kveðið fegurri óð til konu sinnar en Guð- jón gjörði. Þar fór um lífsins veg veitull drengur að orðsnilli og ritleikni sem hann miðlaði svo ágætlega til okkar samfélags. Hans er minnzt í mikilli þökk. Megi honum vegferð ljós á leiðum hins ókunna. Helgi Seljan. Sérstakur og eftirminnilegur samferðamaður er kvaddur í dag, Guðjón Sveinsson sem fæddur var og uppalinn á Þverhamri og bjó með fjölskyldu sinni á Breið- dalsvík. Hann var sérlega fjöl- hæfur maður og lagði um ævina gjörva hönd á margt af því sem vinna þurfti í þorpi eins og Breið- dalsvík. Þekktastur varð Guðjón samt fyrir ritstörfin sem fyrst í stað voru höfð í hjáverkum en urðu helsta viðfangsefni hans eft- ir að hann komst á miðjan aldur. Hann byrjaði ungur að skrifa sögur og setja saman vísur og ljóð og var ekki nema níu ára gamall þegar fyrsta ritverk hans birtist á prenti, í barnablaðinu Vorinu. Fermingarárið sitt vann hann til verðlauna í smásagna- samkeppni blaðsins. Fyrstu barnabók sína sendi Guðjón frá sér árið 1967 og fagnaði því hálfr- Guðjón Sveinsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, bróður, afa og langafa, HARÐAR FELIXSONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Skaftadóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, Neðstaleiti 8, Reykjavík, lést á Landakoti föstudaginn 7. september. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 20. september og hefst klukkan 15. Guðmundur Pálsson Ragnheiður Þóra Kolbeins Auður Pálsdóttir Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Guðbjörg Pálsdóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DORIS JELLE, lést á Landspítala Fossvogi sunnudaginn 9. september. Hún verður jarðsungin mánudaginn 17. september frá Fella- og Hólakirkju klukkan 13. Olga Karen Jelle Símonard. Bryndís Símonardóttir Rögnvaldur R. Símonarson Kirsten Godsk Einar Andrés Símonarson Ásta Jónsdóttir Birgir Símonarson Díana Símonardóttir Smári B. Ólafsson Helen Símonardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVAVA SJÖFN KRISTJÁNSDÓTTIR, Ásvegi 1, Hvanneyri, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi föstudaginn 7. september. Útför hennar fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 15. september klukkan 14. Jarðsett verður í Hvanneyrarkirkjugarði. Pétur Jónsson Ómar Pétursson Íris Björg Sigmarsdóttir Kristján Ingi Pétursson Anna Sigríður Hauksdóttir Kristín Pétursdóttir Øyvind Kulseng og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.