Morgunblaðið - 12.09.2018, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018 25
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi Hjá okkur er opin vinnustofa kl. 9, söngstund kl. 13.45.
Hrafn kemur með bókaspjallið góða kl. 15. Kaffið er á sínum stað kl.
14.30-15.30.
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður
á eftir gegn vægu gjaldi fyrir þá sem vilja. Opið hús, félagsstarf full-
orðinna, í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13 til 16. Þar verður boðið
upp á stólaleikfimi með Öldu Maríu og sr. Arna Ýrr kemur í heimsókn
og ræðir við okkur um drauma. Kaffi og með þvi á eftir í boði kirkj-
unnar. Allir velkomnir.
Árskógar Handavinna með leiðbeiningar kl. 9-16. Opin smíðastofa
kl. 9-16. Stóladans með Þórey kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-
16. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala
kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15. Vatnsleikfimi í sundlaug
Boðans kl. 14.30.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Myndlist kl. 9-12. Botsía kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spila-
mennska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Botsía kl.13.30.
Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10, postulín kl. 9-12,
Bókband kl. 9-13, tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10-11, myndlist kl.
13.30-16.30, bókband kl. 13-17, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, dans-
leikur með Vitatorgsbandinu kl. 14-15, kaffisala frá kl. 14.30-15.30,
söguhópur frá kl. 16-16.30. Verið velkomin á Vitatorg, Lindargötu 59,
sími 411-9450.
Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Vatnsleikfimi
Sjálandi kl. 7.30/15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðsstyrkur Sjá-
landi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.30. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Leir í Kirkjuhvoli kl. 13.
Gerðuberg Opin Handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurður með leið-
beinanda kl. 9-12. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Útskurður / pappa-
módel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Velkomin.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 byrjenda-botsía, kl. 9.30 glerlist, kl.
13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun.
Grensáskirkja Samverustund eldri borgara í Grensáskirkju kl. 14.
Helgistund, upplestur o.fl. Kaffiveitingar. Verið hjartanlega velkomin.
Guðríðarkirkja Kl. 13.10 helgistund og söngur, lestur smásögu. Dr.
Ólína Þorvarðardóttir kemur í heimsókn og segir frá ,,Óttinn við hið
óþekkta”. Hálendið í íslenskum þjóðsögum. Kaffi og meðlæti á 500 kr.
Hlökkum til að sjá ykkur. Sr. Leifur, Hrönn og Lovísa.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun / kvennabrids / silfursmíði
kl. 13. Línudans f. byrjendur kl. 16. Línudans f. lengra komna kl. 16.30.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-12, 500 kr. skiptið, allir velkomnir.
Opin handavinna kl. 9-14. Hádegismatur kl. 11.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9,
útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og
hádegismatur kl. 11.30. Handavinnuhópur kl. 13, stólaleikfimi og
slökun kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp
á kaffi. Ljóðahópur Soffíu kl. 9.45-11.30, línudans með Ingu kl. 10-
11.15, hádegismatur kl. 11.30 (panta þarf fyrir kl. 9 samdægurs),
hádegismatur 11.30. Zumabaleikfimi með Auði kl. 13-13.50, kaffi kl.
14.30, tálgun með Valdóri kl. 13.30-16. Bókmenntahópur 3ja hvert
miðvikudagskvöld kl. 19.30-21. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari
uppl. í s. 411-2790.
Korpúlfar Gönguhópar frá Borgum kl. 10 í dag og Keila í Egilshöll kl.
10, fyrsta Korpúlfabingó vetrarins í Borgum í dag, hefst kl. 13.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik-
fimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11,
félagsvist kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40, heimildarmyndasýning kl. 16.
Seltjarnarnes Gler, glerbræðsla kl. 9 og 13 á neðri hæð Félagsheim-
ilisins við Suðurströnd. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10.
Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timbur-
menn Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi
í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun, fimmtudag, verður bingó í salnum
á Skólabraut kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel-
komnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl.
10, kaffi og rúnnstykki eftir göngu.
Smáauglýsingar
Raðauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Námskeið
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Allir herraskór á 5.990kr
Lítið eftir í hverri stærð Stærðir sem
eftir eru: 39, 40, 41, 42, 45 og 46
Laugavegi 178, sími 551 2070.
Opið mán. - fös. kl. 10–18,
Laugardaga kl. 10 - 14
Ýmislegt
Félagslíf
Kjötsúpa kl. 18 og samkoma kl.
20 í Kristniboðssalnum.
Allir velkomnir.
Masters (50+) námskeið í bogfimi
- með þjálfara
Námskeiðið er á mánudögum og
miðvikudögum kl. 18:30-20:00.
Haust önn: Júlí til desember, 40.000
kr, hægt að koma inn á annir sem eru
byrjaðar. Frekari upplýsingar á
bogfimisetrid.is eða að kíkja í heim-
sókn í Bogfimisetrið, Dugguvogi 2,
Reykjavík og prófa. S. 5719330.
Sjáumst þar :)
ar aldar rithöfundarafmæli sínu á
síðasta ári. Hann varð fljótt einn
vinsælasti höfundur barnabóka
hér á landi og þegar fram liðu
stundir vann hann til margra
verðlauna á þeim vettvangi. Árið
2002 hlaut hann viðurkenningu
Íslandsdeildar IBBY-samtak-
anna fyrir allt það sem hann hafði
lagt fram til bókmennta fyrir
börn og unglinga. Barna- og ung-
lingabækur hans urðu 24 talsins
og hlýtur hann því að teljast einn
afkastamesti íslenskur höfundur
á því sviði og án efa meðal þeirra
snjöllustu sem skrifað hafa fyrir
unga lesendur hér á landi. Helsta
ritverk Guðjóns, sem hann skrif-
aði með fullorðna lesendur í
huga, er Sagan af Daníel, fjög-
urra binda skáldsaga sem kom út
á tíunda áratug síðustu aldar. Þá
er vert að nefna smásagnasafn
sem hann sendi frá sér á fjörutíu
ára rithöfundarafmæli sínu, árið
2007. Það er úrval smásagna
hans sem tengdar eru sjó-
mennsku, glæsileg bók og ber
með rentu heitið Saltkeimur.
Smásagnaformið hentaði Guðjóni
vel og hann vann nokkrum sinn-
um til verðlauna fyrir sögur sín-
ar. Með smásagnasafninu urðu
skáldsögur hans sjö að tölu. Guð-
jón samdi fyrstu ljóð sín strax í
æsku og stundaði ljóðagerðina
lengst af samhliða öðrum rit-
störfum. Fyrsta ljóðabók hans
kom þó ekki út fyrr en árið 1991.
Tveimur bætti hann við í kring-
um aldamótin og helgaði þær
konu sinni, Jóhönnu Sigurðar-
dóttur. Hann gaf síðan út þrjár
glæsilegar ljóðabækur á árunum
2008-2010 og nefnast þær Ljóð
og litir I-III. Þær eru reyndar
meira en venjulegar ljóðabækur
því að fjölmargar ljósmyndir höf-
undar, flestar úr Breiðdal, prýða
bækurnar.
Nýjasta bók Guðjóns kom svo
út fyrir ári síðan og hefur hún að
geyma úrval úr þessum sex ljóða-
bókum. Félag ljóðaunnenda á
Austurlandi gaf bókina út í tilefni
af áttræðisafmæli hans og valdi
hann bókinni heitið Þegar skó af
skönkum dreg – við skapadóm.
Guðjón samdi því og sendi frá sér
38 skáldverk á hálfrar aldar
starfsævi sem skáld og rithöf-
undur. Hér fylgir ljóð sem Guð-
jón orti 15. september 1993:
Ég gróf hatur mitt
með greninu
grét heift mína
oní holurtina
sem laut höfði
fyrir fjalldrapanum.
Settist á Grástein
hlýddi á
hljóðskraf
í blænum
og vissi
að ég hafði verið
bænheyrður.
Hægt er að líta á ljóðið sem
uppgjör hins lífsreynda manns.
Guðjón var skógræktarmaður af
lífi og sál og náttúruunnandi.
Hann lætur ekki nægja að lýsa
náttúrunni í ljóðum sínum, hann
á samræðu við einstök fyrirbæri í
hinni lifandi náttúru.
Árið 1996 komu austfirskir
ljóðavinir á fót félagsskap sem
hlaut heitið Félag ljóðaunnenda á
Austurlandi. Guðjón var á meðal
stofnenda félagsins og var gjald-
keri þess fyrstu fimmtán starfs-
árin. Stjórn félagsins þakkar
honum samfylgdina og vottar Jó-
hönnu og afkomendum þeirra
dýpstu samúð. Minningin um
Guðjón Sveinsson lifir áfram í
hugverkum hans.
Magnús Stefánsson.
Ég man enn fyrstu kynni af
fósturföður mínum, Guðjóni
Sveinssyni, sem við höfum nú
lagt til hinstu hvílu í sveitinni
okkar, Breiðdalnum fagra. Ég
var fimm ára, uppalin að mestu
hjá ömmu og afa á Ósi. Beið
spennt eftir að fá mömmu heim
frá Reykjavík með litlu systur
sem ég hafði nýfrétt að væri í
heiminn komin, enginn minntist á
að henni fylgdi faðir enda hafði
ég aldrei átt slíkan. Vonbrigðin
voru því nokkur fyrir feimið
sveitabarn þegar ókunnur maður
kom með mæðgunum. Úr þessu
rættist fljótt og innan skamms
var ég komin á lagið með að fá
þennan ókunna mann til að lesa
fyrir mig á kvöldin uppáhalds-
bókina mína, myndasögu um
Tarsan. Seinna brosti hann að
þessu og játaði örlítinn leiða á
bókinni.
Fljótlega bættist önnur systir í
hópinn og sú þriðja, mörgum ár-
um síðar lítill bróðir. Aldrei fann
ég fyrir að þessi kornungi faðir,
né foreldrar hans og fjölskylda,
liti öðruvísi á fósturbarnið en
hans eigin börn, enda búið að
ættleiða mig þegar við hittumst
fyrst og ég orðin Guðjónsdóttir.
Ég fékk að flakka að vild á milli
Óss og heimilis mömmu fyrstu
árin, afar vel var með mig farið
og vel að verki staðið hjá uppal-
endum. Ég var virkur krakki sem
eflaust þurfti nokkuð fyrir að
hafa og lífið var gott á báðum
mínum bernskuheimilum.
Lífið reyndist þó ekki alltaf
dans á rósum hjá þessum eld-
klára, ritfæra, listfenga bóka- og
söguunnanda, stjúpa mínum.
Ungur veiktist hann af berklum
og snéri þá baki við sjómennsk-
unni sem hann hafði menntað sig
til og gerðist kennari barna, lík-
lega voru þau ár þau bestu í lífi
hans. Aftur bankaði sjúkdómur
upp á, fyrir miðjan aldur, fjar-
lægja þurfti heiladingul og í kjöl-
farið fylgdi ævilöng lyfjataka og
hann varð aldrei samur maður,
átti í kjölfarið afar erfið ár and-
legra veikinda sem sannarlega
tóku mikið á konu hans og okkur
fjölskylduna alla. Betri tími rann
upp aftur þar til heilabilunin yf-
irtók og rændi hann öllu hægt og
bítandi, minninu, persónuleika og
færni.
Það er dapurt að fylgjast með
því ferli en margar voru samt
góðar stundirnar með honum
þessi síðustu ár. Þrátt fyrir allan
heilsubrestinn náði hann að af-
kasta miklu sem rithöfundur,
sögur og ljóð og sér í lagi skrif
fyrir börn. Hann kvaddi þetta líf
fagurt ágústkvöld umvafinn fjöl-
skyldu sinni, nákvæmlega eins og
hann óskaði í ljóði sínu Gullkoll-
ar:
Og þegar loksins skó af skönkum
dreg ég
við skapadóm
ég sofna vil við bjartan, blíðan
fögnuð
- minn barnaróm.
Farðu vel og takk fyrir mig.
Svala Guðjónsdóttir.
Nú þegar Guðjón Sveinsson er
til moldar borinn að Heydölum í
Breiðdal langar okkur að minn-
ast hans í nokkrum orðum.
Við minnumst hans sem góðs
kennara og vinar. Hann kenndi
okkur í barnaskólanum á Breið-
dalsvík árin 1966 til 1970. Fyrst í
Gamla kaupfélagshúsinu og
seinna í verbúð sem byggð hafði
verið fyrir síldarbræðsluna á
Breiðdalsvík. Frá þessum árum
eigum við margar góðar minning-
ar. Guðjón var skemmtilegur og
góður kennari. Hann bar virð-
ingu fyrir nemendum sínum og
kom fram við þá á jafnréttis-
grundvelli. Hann var góður fræð-
ari og var honum einkar lagið að
koma námsefninu til skila á auð-
skiljanlegan hátt. Í gegnum alla
okkar skólagöngu er Guðjón einn
af okkar uppáhaldskennurum.
Guðjón lagði áherslu á ljóðin.
Við lærðum ljóð þjóðskáldanna
utan að og merkingu þeirra og
sum ljóðin voru myndskreytt.
Þetta var árangursrík kennsluað-
ferð því kvæðin festust í huga
okkar og kunnum við mörg
þeirra enn í dag. Íslandssögu-
tímarnir voru eftirminnilegir. Við
lásum Íslandssögu Jónasar frá
Hriflu og vorum móttækilegir
fyrir hugmyndum hans um að
saga þjóðarinnar hefði mótast af
baráttu hennar við erlent vald og
þá hefði þjóðinni jafnan vegnað
best þegar hún var sjálfstæð. Við
dáðum kappa fornsagnanna.
Teiknitímarnir voru skemmti-
legir. Meðan nemendurnir teikn-
uðu las Guðjón fyrir okkur sögu.
Söguna af Hjalta litla, Bör Börs-
son, Laxdælu og aðrar Íslend-
ingasögur.
Á vorin með hækkandi sól var
gjarnan farið í gönguferðir. Eitt
sinn gengum við út í Víkurnar og
síðar inn á Meleyrina. Á leiðinni
sagði Guðjón okkur sögur frá
löngu liðnum atburðum og
fræddi okkur um ýmislegt sem
bar fyrir augu.
Eina ferð fórum við krakkarn-
ir að skoða Beljandafossana í
Breiðdalsá. Þetta var á verka-
lýðsdaginn 1967, Guðjón hafði
skipulagt ferðina og tók undir-
búningurinn nokkurn tíma og við
hlökkuðum mikið til. Guðjón
samdi kvæði við þetta tilefni. Við
þykjumst muna enn tvær fyrstu
hendingarnar:
Beljandinn beljar hátt,
bergið við svart og grátt.
Síðan var sungið og sagðar
sögur og borðað nesti.
Það var á þessum árum sem
Guðjón hóf að skrifa ævintýra-
bækur sínar um þá félaga Bolla,
Adda og Skúla. Við höfðum veður
af því að von væri á bók eftir
kennarann okkar. Við biðum
spenntir útgáfu bókarinnar.
Fyrsta bókin kom út fyrir jólin
1967, Njósnir að næturþeli heitir
hún. Þá var ekki beðið boðanna
og rokið í bókabúðina hjá Gísla á
Símstöðinni. Ný bók um þá fé-
laga var svo fastur liður í aðdrag-
anda jóla næstu árin og var
þeirra beðið með mikilli eftir-
væntingu.
„Svona á að spila fótbolta,“
sagði Guðjón eitt sinn við okkur
leikmenn Hrafnkels Freysgoða
þegar við höfðum unnið góðan
sigur á liði Neistans frá Djúpa-
vogi í haustmóti UÍA. Guðjón
hafði mikinn áhuga á íþróttum og
ekki síst knattspyrnu. Hann lét
sig ekki vanta á heimaleiki liðsins
okkar og hvatti okkur til dáða.
Að leiðarlokum þökkum við
Guðjóni allar góðu stundirnar.
Fyrir kennsluna og vináttuna.
Innilegar samúðarkveðjur í
Mánaberg.
Hilmar Gunnþór
Garðarsson
Pétur Pétursson.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar