Morgunblaðið - 12.09.2018, Blaðsíða 27
lever og eftir það komu hlutverkin í
myndum og þáttum á færibandi. Það
má segja að hann hafi fyrst slegið í
gegn í Svíþjóð fyrir alvöru árið 2007
með sjónvarpsþáttunum Upp till
kamp, í leikstjórn Mikaels Marcim-
ains, en þeir hafa aldrei verið sýndir
á Íslandi.
Sverrir hefur leikið í um 20 kvik-
myndum og fjölda sjónvarpsþátta.
Nú síðast lék hann Björn Borg í sam-
nefndri mynd um tennisstjörnuna
frægu, en á Íslandi er hann kannski
þekktastur fyrir hlutverk sitt sem
Pontus í Wallander-þáttunum. Í
haust verða tvær myndir með honum
frumsýndar; The Girl in the Spider’s
Web þar sem hann leikur á móti
Claire Foy og norska myndin
Phoenix með Mariu Bonnevie sem
verður frumsýnd á kvikmyndahátíð-
inni í Toronto nú í september.
Sverrir hlaut fálkaorðuna síðast-
liðið vor í tengslum við heimsókn for-
seta Íslands til Svíþjóðar. Hann hef-
ur fjórum sinnum verið tilnefndur og
tvisvar sinnum hlotið Guldbaggen,
helstu kvikmyndaverðlaun Svía; árið
2014 fyrir aukahlutverk í Monicu Z,
kvikmynd um djasssöngkonuna
Monicu Zetterlund, og árið 2015
fyrir aðalhlutverk í myndinni Flug-
parken. Sverrir hlaut einnig IMDb
Starmeter Award á kvikmynda-
hátíðinni í Toronto 2017.
Móðir Sverris, Bryndís Sverris-
dóttir, segir hann vera músíkalskan,
með skemmtilegan, dálítið svartan
húmor „… og svo er hann bara svo
mikill Íslendingur, þótt hann hafi bú-
ið í Svíþjóð frá 11 ára aldri – eða
kannski einmitt þess vegna. Hann
talar góða íslensku og hefur lagt sig
fram um að kenna dætrum sínum
málið svo að þær geti talað við ætt-
ingja sína á Íslandi. Þau koma öll til
Íslands á hverju sumri og það gerir
fjölskylda Gunnhildar, systur hans,
líka. Þau búa í Gautaborg. Og nú er-
um við búin að kaupa okkur sumar-
hús þar, öll saman, miðja vegu milli
Stokkhólms og Gautaborgar, þar
sem fjölskyldan getur notið sam-
vista“.
Fjölskylda
Unnusta Sverris er Amy Zeilon, f.
16.8. 1991, fyrirsæta og grafískur
hönnuður í Stokkhólmi.
Sverrir á tvær dætur með Emelie
Uggla, f. 27.10. 1979, verslunar-
manni í Stokkhólmi. Hún er dóttir
Magnus Uggla, eins af þekktustu
tónlistarmönnum Svíþjóðar. Dætur
Sverris og Emelie eru Salka Sverr-
isdóttir Uggla, f. 1.8. 2004, og Sísí
Sverrisdóttir Uggla, f. 31.3. 2006.
Dóttir Sverris og Josefin Ljungman,
leikkonu í Stokkhólmi, er Blanka
Sverrisdóttir Ljungman, f. 29.10.
2012.
Systir Sverris er Gunnhildur Mar-
grét, f. 18.9. 1973, doktor í háls-, nef-
og eyrnalækningum í Gautaborg, en
maður hennar er Arnar Hartmanns-
son og börn þeirra Kristín, f. 1998,
og Ívar, f. 2002.
Foreldrar Sverris eru Bryndís
Sverrisdóttir, f. 6.2. 1953, safnafræð-
ingur, og Guðni Albert Jóhannesson,
f. 27.11. 1951, orkumálastjóri. Þau
eru búsett á Seltjarnarnesi.
Úr frændgarði Sverris Guðnasonar
Sverrir
Guðnason
Margrét Finnbjörnsdóttir
húsfr. og söngkona á Ísafirði
Kristján Tryggvason
klæðskeri og kaupmaður á Ísafirði
Greta Lind Kristjánsdóttir
húsfreyja í Rvík
Bryndís Sverrisdóttir
safnafræðingur á Seltjarnarnesi
Sverrir Hermannsson
alþm., ráðherra og bankastjóri í Rvík
Salome Rannveig Gunnarsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Hermann Hermannsson
sjóm. í Ögurvík og á Ísafirði
Einar Guðnason skipstjóri og hafnarvörður á Suðureyri
Gróa Sigurlilja Guðnadóttir kjólameistari í Rvík
Hlöðver Kjartansson lögmaður Guðrún Pálmfríður Guðnadóttir húsfr. á Flateyri
Sigríður Jóhannes
dóttir fv. alþm.
Ester Bíbí Ásgeirsdóttir
tónlistarm. (í Singapore
Sling og Kolrössu)
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
blaðamaður
Arnbjörn Jóhannesson íslenskukennari í MR
Kristján Sverrisson forstjóri
Heyrnar og talmeinastöðvar Íslands
Ragnhildur Sverrisdóttir almannatengill
Björgólfs Thors Björgólfssonar
Aðalbjörg Þórðardóttir
myndlistarmaður í Rvík
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
rithöfundur
Þórður Guðmundur
Hermannsson
skipstjóri í Rvík
Gísli Halldór Halldórsson fv.
bæjarstjóri á Ísafirði, nú í Árborg
Gunnar Halldórsson
afmagnsverkfr. í Rvíkr
Salóme Rannveig
Gunnarsdóttir leikkona Halldór Hermannsson
framkvæmdastjóri á Ísafirði
Hjörtur Gíslason
framkvæmdastjóri Ögurvíkur
Gísli Jón Hermannsson skipstjóri
og framkvæmdastjóri Ögurvíkur
Magnús Erlingsson sóknarpr. á Ísafirði Sigríður Hermannsdóttir húsfr. í Rvík
Ásgeir Steingrímsson trompetleikari Karitas Hermannsdóttir húsfr. á Húsavík
Sigríður Magnúsdóttir
húsfreyja í Rvík
Ásmundur Jónsson
sjómaður í Rvík
Aldís Jóna Ásmundsdóttir
húsfreyja í Rvík
Jóhannes Guðnason
iðnrekandi í Rvík
Albertína Jóhannesdóttir
húsfreyja í Botni
Guðni Albert Þorleifsson
b. í Botni í Súgandafirði
Guðni Albert Jóhannesson
orkumálastjóri á Seltjarnarnesi
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018
Fallegar vörur fyrir falleg heimili
Opið virka daga kl. 10-18
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
Ludvig Emil Kaaber fæddist íKolding í Danmörku 12.9.1878, sonur Simons F. Kaab-
er sem á ættir að rekja til Eberharts
Kobers frá Esslingen í Þýskalandi,
og Nönnu Emilie Hellrung.
Ludvig giftist Astrid Thomsen
1907 og áttu þau átta börn saman en
hún lést 1928. Seinni kona hans var
Helga Eggertsdóttir Jochumssonar
úr Þingeyjarsýslu. Þau áttu fjögur
börn og eru þrjú þeirra á lífi í dag,
Edda, Sigrún og Edwin.
Ludvig stundaði verslunarnám í
De Brockske Handelskole, var síðan
kallaður í danska herinn en þar varð
hann læknaritari vegna fallegrar rit-
handar og hlaut undirforingjatign.
Er Ludvig var 24 ára sá hann aug-
lýsingu í dönsku dagblaði um stöðu
frá Thomsen magasíni. Hann kom til
Reykjavíkur á sumardaginn fyrsta
árið 1902, starfaði hjá Thomsen um
skeið og leigði hjá Þorláki Johnson
kaupmanni í Lækjargötu 10. Þar
kynntist hann Ólafi, syni hans, en
þeir stofnuðu árið 1906 heildverzl-
unina frægu, Ó Johnson & Kaaber
hf., sem átti eftir að brenna og mala
kaffibaunir ofan í 70% Íslendinga
um áratuga skeið.
Ludvig varð bankastjóri Lands-
bankans 1918, þá fertugur. Hann tók
við starfinu og seldi sinn helmings-
hlut í heildsölunni. Hann hafði lagt
grunn að stofnun Eimskipafélagsins,
1913, og síðan Ísaga, Brunabóta-
félagsins og Sjóvár.
Ludvig kom að stofnun Kaup-
mannasamtakanna, Verzlunarskól-
ans, Guðspekifélagsins, Frímúrara
og Rotary, var einn stofnenda „Det
danske selskab“ sem síðar varð
Dansk-íslenska félagið og síðan hluti
af Norræna félaginu. Hann var ræð-
ismaður fyrir Holland og Belgíu og
aðalræðismaður fyrir Finnland og
var sæmdur fjölda innlendra og er-
lendra heiðursmerkja.
Ludvig var bankastjóri til ársins
1940, hafði þá hlotið íslenskan ríkis-
borgararétt, enda þótt Ísland væri
enn hluti af danska konungsríkinu.
Ludvig lést 12.8. 1941.
Merkir Íslendingar
Ludvig Emil
Kaaber
103 ára
Guðný J. Þorbjörnsdóttir
90 ára
Júlíana Kristín Jónsdóttir
85 ára
Aðalbjörg Björnsdóttir
Brynhildur Jónsdóttir
Jean Jensen
Lára K. Þorsteinsdóttir
Már Bjarnason
Sigfríð Björgólfsdóttir
80 ára
Esther K. Ragnarsdóttir
Magnús Jónsson
Stefán Bragi Bragason
Þórarinn A. Gunnlaugsson
75 ára
Emilia Podgórska
Ólöf Guðjónsdóttir
Sigurður Pálmason
Sigurlaug Guðmundsdóttir
70 ára
Einar S. Sigurðsson
Erna Valgerður Jónsdóttir
Eva Þórarinsdóttir
Helgi J. Guðmundsson
Kolbrún Guðmundsdóttir
Margrét Gústafsdóttir
Ólöf Oddsdóttir
60 ára
Adam Michal Strociak
Ann-Lisette Winter
Dagbjört Ólafsdóttir
Edda Valsdóttir
Elínborg Óskarsdóttir
Guðjón Baldursson
Jakobína Þórðardóttir
Jakob Vagn Guðmundsson
Jóhanna Björk Briem
Luka Lúkas Kostic
Pétur Þór Gunnarsson
Rúnar Arthur Ingvarsson
Sigrún Traustadóttir
Sigurður K. Pétursson
Sigurjón Jónsson
Tadeusz Mozdzen
Vigfús Davíðsson
Þórunn Ísfeld Jónsdóttir
50 ára
Arnar Þorsteinsson
Bylgja Ingimarsdóttir
Friðrik Steinsson
Galin Marinov Bonev
Guðlaug María Óskarsdóttir
Hólmfríður Sigurðardóttir
Hörður Ýmir Einarsson
Iwona Beata Frach
Ívar Esa Henttinen
Jón Daníel Jónsson
Kristín S. Guðmannsdóttir
Kristmann Rúnar Larsson
Ólafur Kristjánsson
Silja Ólöf Birgisdóttir
Unnar Rafn Ingvarsson
Vigdís Sjöfn Ólafsdóttir
40 ára
Bryndís Pétursdóttir
Einar Páll Mímisson
Gerður Marísdóttir
Gestur Gunnar Björnsson
Gíslína Petra Þórarinsdóttir
Hanna Dís Hafsteinsdóttir
Helena Sif Zophoníasdóttir
Hjördís Ósk Sigtryggsdóttir
Inga Rut Reynisdóttir
Kristín Valgerður Gallagher
Lilja Björg Gunnarsdóttir
Pétur Árnason
Sigurður Bjarni Gíslason
30 ára
Agnar Knut Breiðfjörð
Anna Margrét Óladóttir
Aron Örn Viðarsson
Margrét Ósk Hjartardóttir
Stefania Crotti
Til hamingju með daginn
30 ára Guðmundur er
tómstunda- og félags-
málafræðingur og for-
stöðumaður Félagsmið-
stöðvarinnar Selið.
Maki: Nanna Kaaber
Árnadóttir, f. 1987,
íþróttafræðingur hjá
World Class.
Synir: Árni Bergur, f.
2013, og Kjartan Kári, f.
2016.
Foreldrar: Edda Kjartans-
dóttir, f. 1958, og Sigurjón
Gunnarsson, f. 1956.
Guðmundur Ari
Sigurjónsson
30 ára Bjarki ólst upp á
Ísafirði, býr í Reykjavík,
hefur keppt í MMA,
blönduðum bardaga-
íþróttum og er háseti á
Stefni ÍS.
Bróðir: Birgir Björn Pét-
ursson, f. 1986, íþrótta-
kennari í Reykjavík.
Foreldrar: Pétur Birgis-
son, f. 1959, skipstjóri á
Stefni, og María Aðal-
bjarnardóttir, f. 1962, eig-
andi Gamla bakarísins á
Ísafirði. Þau búa á Ísafirði.
Bjarki
Pétursson
30 ára Axel ólst upp á
Hellu á Rangárvöllum,
starfaði hjá sveitar-
félaginu Rangárþingi ytra
um nokkurt skeið en hef-
ur búið í Reykjavík frá
hausti 2015 og vinnur á
lager hjá Vodafone.
Maki: Alda Ýr Ingadóttir,
f. 1995, starfar við dag-
vistun aldraðra.
Móðir: Björk Gísladóttir,
f. 1967, starfsmaður við
glerverksmiðjuna Sam-
verk á Hellu.
Axel Þór
Kristjónsson