Morgunblaðið - 12.09.2018, Side 29

Morgunblaðið - 12.09.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018 Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra. Snúðu þér að nútíð- inni og láttu reynslu þína verða þér og öðrum til góðs. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér kann að sýnast langt á milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Verk þín í dag hafa áhrif á framann á komandi árum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nýir vinir gefa þér tækifæri til þess að sjá sjálfa/n þig í nýju ljósi. Trúðu því að þér séu allir vegir færir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er sótt að þér úr öllum áttum svo þú mátt hafa þig allan við að verja þig og þína. Eldmóðurinn í þér kveikir í öðr- um. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að byggja meira á innsæi þínu þegar þú ræðst til atlögu við flókin verkefni. Aðhaldið sem þú hefur verið í hefur gert margt gott fyrir þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt þú sért að farast úr forvitni skaltu ekki skipta þér af því sem þér kem- ur ekki við. Taktu við því sem að þér er rétt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ekki slaka á þótt vel gangi, haltu þínu striki og láttu hlutina komast á skrið. Hver er sinnar gæfu smiður og þú átt sjálf/ur að ráða því hvernig þú vilt haga málum þínum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er óvitlaust að hafa aðra áætlun í bakhöndinni ef sú fyrri skyldi bregðast. Flutningar standa fyrir dyrum næstu mánuði. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft ekki að hafa svona miklar áhyggjur af því hvað öðrum finnst um þig. Mundu að þeir eru margir sem vilja leggja þér lið, þakkaðu fyrir það. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þá er komið að því að láta lang- þráðan draum rætast. Ekki líta um öxl, einungis fram á við. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Eitthvað nýtt bíður þín við hvert fótmál. Gefðu þér tíma til að brjóta mál til mergjar. Þú færð fljótlega boð í brúðkaup. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu gagnrýni annarra ekki á þig fá. Finndu þér leið til að tjá þig og gerðu nokkurs konar tilfinningalega hreingern- ingu. Reyndu að skipuleggja tíma þinn betur bæði í vinnunni og heima. Þessar vísur birtust vestan hafs íAlmanaki S.B. Benedikts- sonar, Selkirk 1900, og eru þar eignaðar sr. Valdimar Briem: I. Kostum leika lipurt á, lungar frægðar gjarnir, töðu góða í fóðrið fá fræknu gæðingarnir. Hverjir eru hér um slóð helstu gæðingarnir, þjóð sem elur þolinmóð? Það eru höfðingjarnir! II. Aðrir teymdir eru í lest undir böggum klyfa, erja og strita og eiga mest á útigangi að lifa. Hverjir bera bagga-klyf, bak svo stundum svíður, þreyta gang með þolin rif? Það er bændalýður! III. Þá er enn af klárum krökkt, komist hef ég á snoð um, hafðir eru þeir helst í skjögt, en hafast við á moðum. Hverjir eru helst í skjögt og hversdags reiðir flestar? Þessa klára þekki ég glöggt, það eru landsins prestar! Í gömlu tímariti rakst ég á tvær stökur sem stóðu saman, – „Við fær- ið“: Gef þú, Drottinn, mildur mér minn á öngul valinn flyðru þá sem falleg er fyrir sporðinn alin. Skýst um loftið skýjaryk, skammt er á milli veðra, - nú vill engin kindin kvik koma við endann neðra. Fyrri stakan er alkunn og eftir Látra-Björgu en hina þekki ég ekki. Bólu-Hjálmar orti um Bjarna Thorarensen: Ó, þú hrip í syndasjó, sálarskipið manna, undan gripið allri ró, ills til lipurt jafnan þó. Þórir Bergsson orti þessa dap- urlegu haustvísu: Andvarpar alda í nausti, – allt er svo dapurt hér. – Nú finn ég haust á hausti, - haust í sjálfum mér. Páll Bjarnason í Unnarholti orti, – úr Ambalesrímum: Minn þó kæmist hugurinn heim að hreyfa mærðarformi fer mér líkast fugli þeim sem flýgur á móti stormi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hestagátur og við færið „ÉG HÉLT AÐ ÞÚ ÆTTIR EKKI VON Á ÞÉR FYRR EN Í NÆSTU VIKU. VAR TÍMA EINHVERS ANNARS FRESTAÐ?“ „EKKI VERA FÝLUPÚKI! GETTU HVER.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... áræðin! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG SKAR MIG VIÐ AÐ FLETTA BÓK SEM ÉG MISSTI SVO Á FÓTINN OG ÞESS VEGNA HALTRA ÉG! ÉG ELSKA BÆKUR SEM ENDA VEL ÉG SKAL RÁÐA ÞIG – HEPPNI EDDI GETUR FITAÐ ÞIG! MUN BERJAST FYRIR PENINGA MUN BERJAST FYRIR MAT MUN BERJ Nú líður að jólabókaflóðinu og þáiðar Víkverji í skinninu. Hann getur fátt notalegra hugsað sér en að taka sér bók í hönd á dimmu vetr- arkvöldi. Bókin á sér marga keppi- nauta á sviði afþreyingar og hefur sala dregist saman frá árum áður. Þeim heimilum fer fjölgandi þar sem vart er bók að finna. x x x Þótt bóksala hafi dregist saman áþað ekki við um bókakaup Vík- verja. Hans vandamál er frekar að ofmeta hvað hann kemst yfir af bók- um. Nýlega heyrði hann viðmælanda tala um það í útvarpsviðtali á K100 að hann keypti fleiri bækur en hann kæmist yfir að lesa. Víkverji er und- ir sömu sök seldur. Honum hefur stundum þótt þetta óþægilegt og jafnvel liðið eins og loddara að vera með allar þessar ólesnu bækur. Fyr- ir nokkrum árum rakst hann hins vegar á tilvitnun í ítalska rithöfund- inn Umberto Eco þar sem hann lýsti sambandi sínu við bækur og hefur eftir það átt auðveldara með þetta samband sitt við ólesnu bækurnar. x x x Í reynslu minni er margt, sem égheld að sé sameiginlegt með öllum þeim, sem eiga margar bækur (ég á nú um fjörutíu þúsund bækur í Míl- anó og öðrum húsum mínum) og með öllum þeim sem líta ekki bara á bókasafn sem stað til að geyma bæk- ur sem maður hefur þegar lesið heldur fyrst og fremst sem geymslu fyrir bækur sem lesa á einhvern tím- ann í framtíðinni þegar maður finn- ur þörfina til að lesa þær,“ sagði Eco. „Það gerist oft að augu okkar staldra við bók sem við höfum ekki enn lesið og við fyllumst eftirsjá. En þegar dagurinn kemur að maður loks ákveður að opna eina af hinum mörgu ólesnu bókum til að komast að einhverju um tiltekið efni kemst maður að því að maður þekkir hana þegar. Hvað hefur gerst? Skýringin er dulræn-lífræn, við það að tíminn hefur liðið, við það að færa bæk- urnar, dusta af þeim rykið og setja þær aftur í hilluna, með því að snerta þær með fingurgómunum hefur kjarni bókarinnar smátt og smátt fundið sér leið í huga okkar.“ vikverji@mbl.is Víkverji Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar. Þér munuð sjá mig því ég lifi og þér munuð lifa. (Jóh: 14.19)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.