Morgunblaðið - 12.09.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.09.2018, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018 /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Fyrir skömmu kom út hjáBjarti bókin Heimsendirsem er önnur skáldsagaGuðmundar Steingríms- sonar. Fyrsta bók höfundar kom út fyrir heilum fimmtán árum en Heimsendir gefur fulla ástæðu til að vona að skriður komist á hinn stopula rithöf- undarferil höf- undar. Heimsendir er fremur stutt en skemmtileg skáldsaga sem vekur margvísleg hugrenninga- tengsl og kemur lesanda stöðugt á óvart. Bókin er vel skrifuð og textinn er hugmyndaríkur og fynd- inn (þótt reyndar hefði mátt hreinsa hann alveg af óþarfa aulabrönd- urum í fyrri hluta). Heimsendir er játningasaga sem segir frá efnahagslegu og siðferð- islegu hruni Leifs Eiríkssonar (sem reyndar heitir því skemmtilega nafni Leifur Snær Eiríksson). Í upphafi kemur Leifur fyrir sem hinn vænsti og viðkunnanlegasti maður, vel meinandi og hugsandi en reynist þrátt fyrir það vera mikil andhetja. Hann hefur komist í nokkrar álnir eftir að hafa skrifað vel heppnaða bók, er í hamingju- sömu sambandi og fótar sig ágæt- lega í veröldinni. Sagan hefst árið 2004 og spannar örfá misseri, gerist að stærstum hluta í Ameríku, en þangað heldur Leifur með Unni, kærustu sinni, eftir að hafa horft upp á verðmæti hlutabréfa sinna verða að engu í beinni á netinu. Í Ameríku hefur kærustuparið eng- um skyldum að gegna og engin markmið önnur en að njóta lífsins og hvort annars. En slíkt frelsi verður Leifi ofviða og smátt og smátt molnar líf hans niður. Þegar eitt ógæfuspor er stigið verða þau næstu nánast sjálfsögð og hann verður algjöru vilja- og stefnuleysi að bráð: „Þetta er rannsókn á mér sjálfum og samneyti mínu við annað fólk í frjálsri veröld. Og rekavið.“ En Leif rekur þangað sem straum- urinn ber hann í hvert sinn og virð- ist ekki hafa nokkurn sjálfstæðan vilja; glæpir, þjófnaður, eiturlyf og klám verður lifibrauð hans. „Ég er vél. Ég er viðbjóður. Ég er skrímsli.“ Þannig lýsir Leifur sér skömmu eftir að hann kemur til Ameríku. Heimsendir er að mörgu leyti myrk saga – en um leið skemmtileg, hrakfallasagan er alltaf háði blandin og Leifur er alltaf jafn vænn. Og þótt hér sé ekki á ferðinni eiginleg spennusaga, er höfundi lag- ið að mynda spennu með óvæntum vendingum og drífa söguna og les- andann þétt og örugglega áfram. Framvinda bókarinnar er með nokkrum ólíkindum en því óvænt- ara sem sögusviðið verður, því betra. E.t.v. mætti segja að yfir sögunni sé ákveðinn ævintýrablær, bæði á sviðsetningum og ekki síður á hinni dularfullu Unni, kærustu Leifs, en hún er Leifi alltaf nokkur ráðgáta og lesendum líka, og minnir undir lokin á einhvers konar ofur- hetju sem hefur alla strengi í sínum höndum. Guðmundur hæðist vissulega að hinum vel meinandi Leifi, sem er „... vinstrisinnaður í skoðunum en hægrisinnaður í háttum“, en lesa má í Heimsendi margvíslega ádeilu á hinn kapítalíska Vesturlandabúa. Þegar Leifur hefur náð botninum kemst hann í kynni við trúar- leiðtoga mikinn sem frelsar hann og fleiri auðnuleysingja úr sollinum en syndaaflausnin sjálf reynist að sjálf- sögðu ekkert annað en svikamylla sem drifin er áfram af gróðafíkn – en í hinum frjálsa kapítalíska heimi sem hér er lýst er allt til sölu: sið- ferði, skoðanir, líf, líkamar og sjálf syndaaflausnin og úr verður sár en háðsk tómhyggja þess sem hefur engan tilgang, en í tilgangsleysinu felst heimsendir Leifs. Efnahagslegt og siðferðislegt hrun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hugmyndaríkur „Bókin er vel skrifuð og textinn er hugmyndaríkur og fyndinn,“ segir í rýni um nýjustu skáldsögu Guðmundar Steingrímssonar. Skáldsaga Heimsendir bbbmn Eftir Guðmund Steingrímsson. Bjartur, 2018. 168 bls. HILDIGUNNUR ÞRÁINSDÓTTIR BÆKUR Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF, hefst 27. september og hefur nú verið opinberað hvaða kvik- myndir verða sýndar í keppnisflokk- inum Vitranir. Í Vitrunum tefla nýir leikstjórar fram fyrstu eða annarri kvikmynd sinni og keppa um aðalverðlaun há- tíðarinnar, Gullna lundann. Kvikmyndir þessar „ögra við- teknum hefðum í kvikmyndagerð og leiða kvikmyndalistina á nýjar og spennandi slóðir“, segir á vef RIFF og í flokknum eru sýndar fyrsta eða önnur kvikmynd leikstjóra. Myndirnar eru eftirfarandi: Con el viento Mónica er 47 ára dansari sem býr í Buenos Aires í Argentínu. Hún fær símtal frá Spáni um að faðir hennar liggi banaleguna. Mónica snýr aftur á æskuslóðir eftir 20 ára fjarveru, til þorpsins Burgos á Spáni en pabbi hennar er þegar látinn þegar hún kemur og móðir hennar búin að ákveða að selja æskuheimilið. Hún biður Mónicu um að vera með sér um hríð og hjálpa til og Mónica finnur frið í því sem hún kann best, þ.e. að dansa. Þetta er fyrsta kvikmynd spænska leikstjórans Meritxell Colell Ap- aricio. Un couteau dans le coeur Frönsk kvikmynd eftir Yann Gonzalez sem keppti um aðalverð- launin á Cannes í vor. Hún gerist við sérstakar aðstæður þar sem við tökur á klámmynd fyrir samkynhneigða eiga sér stað morð á fólki úr tökuliði myndarinnar. „Mögnuð lesbísk ástarsaga á sér stað í þessum neðanjarðarheimi homma þar sem á litríkan hátt er lýst blossandi kynþrá á milli þess sem raðmorðinginn finnur sér fórnar- lamb,“ segir um myndina í tilkynn- ingu. Pearl Kvikmynd eftir franska leikstjór- ann Elsu Amiel sem segir af konu sem keppir í líkamsrækt. Kvikmynd- in er sögð veita innsýn í heim sem flestum er hulinn, heim fæðubótar- efna, stera og lyfja. „Falleg myndatakan heillaði áhorf- endur á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum og þótt aðalpersónan sé gagn- kynhneigð fer samband hennar við kvenþjálfarann sinn yfir strikið. Báð- ar eru þær orðnar fangar líkama sinna og mörkin milli karl- og kven- kyns ekki ljós,“ segir í tilkynningu. Phoenix Kvikmynd eftir norska leikstjór- ann Camillu Henriksen. Í henni segir af unglingsstúlku, Jill, sem þarf að hugsa um yngri bróður sinn og and- lega veika móður. Þegar faðir hennar mætir óvænt í afmælið hennar opnast fyrir henni möguleiki á öðruvísi lífi. Mafak Kvikmynd eftir palestínska leik- stjórann Bassam Jarbawi. Í mynd- inni segir af Ziad sem afplánað hefur 15 ára fangelsisdóm og er að reyna að fóta sig utan fangelsismúranna sem gengur heldur brösulega. „Þetta er merkileg mynd í hringiðu átaka Pal- estínu- og Ísraelsmanna,“ segir í til- kynningu. Styx Kvikmynd eftir austurríska leik- stjórann Wolfgang Fischer sem fjallar um konu sem siglir skútu sinni um Atlantshafið og lendir í stormi. Þegar lygnir rekur hana að fiskibáti fullum af flóttamönnum og hefst hún handa við að leysa vanda sinn og þeirra. Summer Survivors Kvikmynd eftir litháíska leikstjór- ann Marija Kavtaradzeog sem fjallar um ungan sálfræðing sem myndar ófagleg og náin tengsl við tvo sjúk- linga. Myndinni er lýst sem bráð- fyndinni og skemmtilegri vegamynd þar sem hún segir af ferðalagi sál- fræðings og sjúklinga á heilsuhæli. Vitranir RIFF kynntar Á sjó Susanne Wolff fer með aðalhlutverk kvikmyndarinnar Styx. Morðsaga Vanessa Paradis and Nicolas Maury í Un couteau dans le ceour.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.