Morgunblaðið - 12.09.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.09.2018, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018 SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á sumarhusavorn.is ICQC 2018-20 Alpha er tilkomumikil kvik-mynd leikstjórans AlbertHughes sem gerist í Evr-ópu á ísöld fyrir um tutt- ugu þúsund árum. Áhorfandanum er varpað inn í stórbrotið landslag frummannsins þar sem ís og eldur, loðfílar og úlfar ráða ríkjum. Kvik- myndin grípur mann strax með ógnvænlegu atriði þar sem hópur veiðimanna er á vísundaveiðum. Líkt og indjánar gerðu í Ameríku þá eru dýrin rekin áfram þar til þau hrapa til bana fram af klettum og verða þá að lífsbjörg vetrarins. Unglingurinn Keda er í sinni fyrstu veiði ásamt föður sínum og foringja hópsins, Tau, sem er leikinn af Jóhannesi Hauki Jóhannessyni. Hann lendir í þeirri skelfilegu lífs- reynslu að vísundur stangar hann og steypir honum fram af klett- unum og hann er þar með talinn af. (Ég velti fyrir mér hvers vegna ísaldarfólkinu datt ekki í hug í byrj- un að kasta reipi niður til stráksins þegar hann féll niður klettana, ég sá ekki betur en þeir hefðu notað þvengi til að halda uppi skóbúnaði sínum og hefðu því mögulega verið búnir að finna upp reipið.) En Keda lifir þessar hrakfarir af, og leggur af stað, fótbrotinn, í ferðalag til að komast aftur heim til sín, hann er með stjörnumerki tattúverað á handarbakið og fylgir stjörnunum í átt að fólkinu sínu. Úlfar gera atlögu að hinum veik- burða unga manni en honum tekst að klifra upp í tré og særa einn úlf- anna með hníf. Þegar hinir úlfarnir hafa hörfað á brott ætlar Keda að aflífa særða dýrið, en fær sig ekki til þess. Móðir hans hafði einmitt sagt í byrjun myndarinnar, „dreng- urinn er leiddur áfram af hjartanu, ekki spjótinu,“ og í stað þess að drepa úlfinn hugar hann að sári hans. Einmanaleikinn bindur villi- dýrið og manninn saman, þeir eru báðir særðir og villtir af leið og hafa verið skildir eftir af flokknum sínum. Sagan um Keda og úlfinn, sem hann nefnir Alpha, verður þannig að sögu um hvernig mað- urinn og úlfurinn bundust böndum fyrir árþúsundum og úlfurinn varð að besta vini mannsins, hundinum. Alpha verður að spennandi sjálfsbjargarævintýri þar sem mað- ur og úlfur þurfa að bindast bönd- um til að lifa af, veiða, halda á sér hlýju og passa hvor upp á annan í heimi sem er fullur af hættum. Áhorfandinn fær ísaldarumhverfið beint í æð og ferðast um stórbrotið og dálítið tölvugert landslag, upp- fullt af fossum, hálendi, eldfjöllum og hjörðum fornra dýra. Ísaldar- fólkið er í fallegum klæðum úr dýrahúðum og beinum með fléttur og skraut í hárinu, sem er svona nokkuð í takt við nýjustu mann- fræðirannsóknir. Þess má geta að allt tungumál í myndinni er tilbúið, einhverskonar indjánalegt steinald- armál sem mér fannst kannski óþarfi en skemmdi ekkert fyrir, nema fyrir yngsta fjölskyldu- meðlimnum sem náði ekki að lesa íslenska textann. Alpha er spennandi, falleg og skemmtileg fjölskyldumynd í dálít- ið Disney-legum anda sem er í senn fræðandi um fyrstu mennina sem byggðu jörðina. Við fáum að fylgj- ast með trúarathöfnum þeirra, klæðaburði, hvernig þeir gerðu að sárum, kveiktu eld og veiddu sér til matar. En Alpha er samt fyrst og fremst saga mannsins og hundsins og er mjög falleg sem slík. Loka- senan, þar sem veiðimennirnir veiða með úlfa (hunda) sér við hlið, er gríðarlega falleg og maður getur alveg hugsað sér að einhvern veg- inn svona hafi vinátta þessara tveggja dýrategunda byrjað. Sjálfsbjargarviðleitni á ísöld Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Alpha bbbnn Leikstjóri: Albert Hughes. Aðalleikarar: Kodi Smit-McPhee, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Natassia Malthe, Leonor Varela, Jens Hultén, Mercedes de la Zerda, Priya Rajaratnam og Spencer Bogaert. Bandaríkin, 2018. 97 mín. ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON KVIKMYNDIR Ævintýri Alpha er spennandi, falleg og skemmtileg fjölskyldumynd. Hér sjást vinirnir Keda og Alpha. Uppselt er á af- mælistónleika Magnúsar Þórs Sigmundssonar sem haldnir verða 15. nóv- ember og hefur því verið ákveðið að bæta við aukatónleikum 16. nóvember. Miðasala hefst á midi.is í hádeginu í dag. Afmælis- tónleikarnir eru jafnframt útgáfu- tónleikar nýjustu afurðar Magn- úsar sem ber nafnið Garðurinn minn. Þá plötu vann hann í sam- starfi við hljómsveitina Árstíðir sem treður upp með honum á tón- leikunum. Auk þess fær Magnús til sín tónlistarfólk sem hefur sungið lögin hans inn í hjörtu þjóðarinnar. Þar má nefna Pál Óskar, Ragnheiði Gröndal, Jóhann Helgason, Þór- unni Antóníu og Fjallabræður. Aukaafmælistón- leikum bætt við Magnús Þór Sigmundsson Klara Þórhalls- dóttir verkefna- stjóri sýninga í Gerðarsafni leiðir gesti um sýn- inguna Skúlptúr/ Skúlptúr í dag kl. 12.15. Þar sýna Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jó- hanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir og Styrmir Örn Guðmundsson verk sín, samhliða verkum Gerðar Helgadóttur. Sýning- unni er ætlað að heiðra Gerði og framlag hennar til íslenskrar högg- myndalistar um leið og dregnar eru saman tengingar við hreyfingar í samtímaskúlptúr. Leiðsögnin, sem er ókeypis, er hluti af vetrarstarfi menningarhúsanna í Kópavogi. Leiðsögn um Skúlptúr/Skúlptúr Klara Þórhallsdóttir Gagnrýnandi franska menningar- tímaritisins Telerama, sem er út- breiddasta menningartímarit Evrópu í dag, fer afar lofsam- legum orðum um Ástu, skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, sem kom á dögunum út hjá forlaginu Grasset í franskri þýðingu Erics Bourys. Rýnirinn, Nathalie Crom, segir ástina og fjölskylduna vera fyrir miðju í þessari hrífandi skáldsögu, sem sé sögð með aðdá- unarverðum hætti af íslenska rit- höfundinum. Hún segir Jón Kal- man hafa skapað marglaga sögu sem sé ekki línuleg og þjóni ekki löngun lesandans um rökrétt framhald, heldur, segir hún, með vísun í texta skáldsögunnar, að svo margt hafi áhrif á hvert líf, ekki bara tilviljanir heldur líka það sem gerst hefur áður, og um leið hafi það áhrif á alheiminn. Rýnirinn segir að lesandinn megi ekki vera óþolinmóður, eina leiðin til að lesa Ástu sé að gera það baráttulaust, að samþykkja frá upphafi heillandi innri lögmál frásagnarinnar og leggja niður vopnin frammi fyrir meistara- legri frásagnartækni Jóns Kal- mans. Þá er þýðing Erics Bourys sögð meistaraleg og ná að fanga ljóð- rænan textann einstaklega vel. Bækur Jóns Kalmans hafa not- ið mikillar hylli í franska mál- heiminum á undanförnum árum og um þessar mundir er hann á löngu upplestrarferðalagi um Frakkland og Ítalíu. Sagan er einnig nýútkomin á dönsku, sem Historien om Asta, í þýðingu Kims Lembeks, og hafa umsagnir danskra miðla verið mismunandi. Rýnir Politiken er ekki mjög hrifinn, gefur sögunni þrjú hjörtu. Hann segir Jón Kal- man vel geta skrifað en sagan hefði þurft ritstjóra sem stytti hana um helming, þannig hefði hún orðið helmingi betri. Morgunblaðið/Einar Falur Höfundur Jón Kalman Stefánsson. Leggi niður vopn frammi fyrir frásagnartækninni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.