Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 6
AF 200 MÍLUM Á MBL.IS Glænýtt ísstyrkt flutningaskip er á leiðinni í sögubækur hafsins fyrir að vera fyrsta flutningaskipið sem fer norðurleiðina frá Rússlandi, í gegnum Asíu og til Evrópu. Flutningaskipið, Venta Maersk, er í eigu flutningafyrirtækisins Seago Line, sem er hluti af danska flutningarisanum A.P. Moller- Maersk. Einn helsti sérfræðingur í norðaustursiglingaleiðinni, prófessor Frederic Lasserre, sem starfar við Laval-háskólann í Quebec í Kanada, segir að flutningafyrirtæki horfi í auknum mæli til norðausturleiðar- innar þegar kemur að vöruflutningum. Ekki er langt síðan norðausturleiðin var alfarið ófær flutninga- skipum en á síðustu tveimur til þremur árum hafa áhrif loftslagsbreyt- inga, það er bráðnun hafíss, gert það að verkum að siglingaleiðin er orðin möguleg fyrir stór flutningaskip. Leiðin frá norðurhluta Asíu til Evrópu, norður af Rússlandi, er tölu- vert styttri en leiðin suður af Indlandi og í gegnum Suez-skurðinn. Norðausturleiðin getur stytt flutningsleið skipa sem fara frá Evrópu til norðurhluta Kína, Japans eða Suður-Kóreu um allt að fjörutíu prósent. Fyrsta flutningaskipið fer norðurleiðina AFP Bráðnun hafíss hefur opnað nýju leiðina. 6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018SJÁVARÚTVEGUR Varahlutir í allar Cummins vélar Fljót og áreiðanleg þjónusta Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Utanríkisráðuneytið hefur fylgst náið með þróun viðræðna Bretlands og Evrópusambandsins vegna Brexit. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenskt atvinnulíf, og þá sér í lagi fyrir sjávarútveginn, en árið 2015 keyptu Bretar íslenskar sjávarafurðir fyrir 48 milljarða króna eða sem nemur 18,3% af öllu útflutningsverðmæti sjávarafurða það árið. Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra segir því miður ekki hægt að útiloka að ekki takist að semja um Brexit og eru bresk stjórnvöld og atvinnulíf farin að búa sig undir það versta. „Við höfum frá upphafi reynt að sjá fyrir alla þá möguleika sem gætu komið upp, og haft það að leiðarljósi að tryggja góð samskipti og góð viðskipti á milli þjóðanna til frambúðar,“ segir Guðlaugur. „Við göngum út frá því að samningar náist á milli Bret- lands og ESB, en baktryggjum okkur líka ef svo fer ekki.“ Værum vel undirbúin Íslensk og bresk stjórnvöld hafa átt í reglulegum viðræðum um hvernig best mætti haga við- skiptum á milli þjóðanna en Guð- laugur bendir að það flæki alla samningagerð að Bretland hefur ekki samningsumboð fyrr en landið er formlega gengið úr ESB. Segir Guðlaugur að ef Brexit endar án samnings megi vænta þess að það taki vissan tíma fyrir Bretland að ljúka við tvíhliða samninga við Ís- land. „Æskilegt væri ef Bretarnir væru komnir með umboð áður en Brexit-dagurinn rennur upp, til að gefa þeim betra svigrúm til aðlög- unar, en hvernig sem fer þá munum við njóta góðs af því að hafa unnið skipulega að þessum málum í lang- an tíma. Við værum því ekki að byrja alveg á byrjunarreit ef enginn annar valkostur verður í stöðunni en tvíhliða samningur.“ Guðlaugur bendir á að ekki þurfi aðeins að semja um tolla heldur einnig leysa úr ýmsum tæknilegum atriðum. „Í reynd skipta tollar minna máli í alþjóðaviðskiptum nú en áður, en í staðinn hafa tækni- legar viðskiptahindranir orðið miklu veigameiri þáttur. Í tilviki sjávaraf- urða snúa þessi tæknilegu mál m.a. að gildi heilbrigðisvottorða, bæði þegar íslenskur fiskur er fluttur inn á Bretlandsmarkað og einnig þegar honum er dreift þaðan inn á aðra markaði í Evrópu.“ Erfiður skilnaður Enginn getur sagt til um það með vissu hve líklegt það er að Brexit-samningar náist áður en það er of seint og segir Guðlaugur að Bretar séu alls ekki öfundsverðir af stöðu mála. „Ef ég set mig í hlut- verk greinandans þá er augljóst að það verður ekki auðvelt fyrir Breta að ganga úr Evrópusambandinu, og gerir ESB meðal annars þá kröfu að Bretland greiði háa upphæð við útgöngu. Bretar hafa til þessa lagt Evrópusambandinu til mikla fjár- muni og er talið að tekjufall ESB geti numið allt að 10%. Bretar eru eðlilega ólíklegir til að fallast á að borga hátt útgöngugjald nema að fyrir hendi sé fullnægjandi sam- komulag um framtíðarfyrirkomulag samskipta Bretlands við ESB- löndin. Landamæri Írska lýðveld- isins, sem er í ESB, og Norður Ír- lands, sem er hluti af Bretlandi, eru líka flókinn vandi að leysa.“ „Værum ekki á byrjunarreit“ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ef ekki nást samningar um útgöngu Bretlands úr Evrópu- sambandinu gæti liðið einhver tími þar til tækist að ljúka tvíhliða langtímasamningi við Ísland. Utanríkisráðherra segir markvissa vinnu undanfarin misseri þýða að við- ræður við Breta ættu að geta gengið hratt fyrir sig. AFPGuðlaugur Þór Þórðarson Heiðrún Lind Marteinsdóttir Svo virðist sem vaxandi óróa sé farið að gæta meðal sjávarútvegs- fyrirtækja vegna Brexit. Rétt rúmir sex mánuðir eru þangað til Bret- land gengur formlega úr Evrópusambandinu og virðist langt í land að takist að semja um viðskipti Bretlands og EES-ríkjanna. „Undanfarnar vikur hefur óvissan síst minnkað og nýjustu vend- ingar eru þær að fyrirtækjum er ráðlagt að búa sig undir að samn- ingar náist ekki. Þau ættu ekki endilega að gera ráð fyrir því, en vera samt viðbúin því að þessi mál kunni að fara á versta veg,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Jafnvel ef samningar nást gæti það breytt þeim forsendum sem eiga í dag við um viðskipti Íslands og Bretlands: „Bæði gæti tolla- landslagið breyst, hvað þá ef engir samningar verða lengur til staðar, en einnig gætu skapast vandræði við flutninga og umskipun á fiski sem sendur er til Evrópu í gegnum Bretland,“ útskýrir Heiðrún en töluvert magn af íslenskum fiski er fullunnið í breskum verksmiðjum og dreift þaðan til kaupenda á meginlandi Evrópu. Verða að vera viðbúin því versta Mótmælandi með skilti fyrir utan Westminster. Fari allt á versta veg í viðræðum ESB og Bretlands ætti Ísland að geta lokið tvíhliða samningum við Breta nokkuð hratt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.