Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 7
„Við höfum verið að ná fínum ár- angri í Rússlandi og eins í Banda- ríkjunum. Við erum að fóta okkur á nýjum mörkuðum og erum komin með sterka umboðsaðila sem þekkja þar vel til,“ segir Freyr í samtali við 200 mílur og bendir á að Bandaríkin séu dæmi um glænýjan markað fyr- ir fyrirtækið. „Þar höfum við verið að sækja inn á að ná að kæla hráefnið hratt niður og á eins skömmum tíma og mögu- legt er.“ Í Rússlandi hafi þá myndast mikil tækifæri eftir að farið hafi verið að horfa í auknum mæli á framleiðslu ferskra afurða í stað frosinna. „Gæði aflans skipta því meira máli en áður og fyrir vikið er gott fyrir okkur að hafa öfluga tengingu inn á þann markað, sem við höfum nú náð að setja á laggirnar.“ Hjá KAPP starfa 33 manns í Garðabænum og nú er svo komið að um 40% tekna fyrirtækisins koma að utan. Segir Freyr að hlutfallið fari stækkandi. „Við höfum meðal annars verið að sinna þjónustu í Busan í Suður- Kóreu, fyrir rússneskar útgerðir, og þróun viðskipta erlendis hefur verið nokkuð góð að undanförnu.“ Hér innanlands sé markaðurinn hins vegar kvikur. „Það eru ekkert alltof góðir tímar í sjávarútvegi á Íslandi, það verður að segjast. Verið er að herja á út- gerðir með háum sköttum og veiði- gjöldum og maður finnur það þegar maður heimsækir viðskiptavini, að það er þungt hljóðið í sumum þeirra.“ Flaggskip KAPP er vörumerkið Optim-Ice, en undir því framleiðir fyrirtækið meðal annars forkæla og ískrapavélar og selur um víða ver- öld. „Undir þessu vörumerki ein- beitum við okkur að allsherj- arlausnum við kælingu á hráefni,“ segir Freyr, en vörumerkinu var komið á fót árið 2003. Freyr segir fyrirtækið að und- anförnu einnig hafa sótt mjög á í ammoníakskerfum og stærri kæli- og frystibúnaði. „Við höfum verið að sinna stærri aðilum á markaði í sambandi við uppsetningu á frystikerfum og ým- iss konar búnaði þeim tengdum. Þar höfum sótt töluvert á, á innanlands- markaði.“ Spurður hvað KAPP reyni að hafa fram að færa umfram keppi- nauta á erlendum mörkuðum er Freyr snöggur til svars. „Það er þjónustan. Ef þjónustan er ekki góð þá selurðu ekki vöruna þína. Það er það sem þetta gengur út á,“ segir hann. „Fyrir okkur er mikilvægt að það sé stuttur þráður á milli okkar ann- ars vegar og viðskiptavinarins hins vegar. Að við séum fljót að bregðast við ef það er eitthvað sem út af bregður, og eins ef menn eru í hug- leiðingum – að þá sé auðvelt að nálgast okkur til að fá upplýsingar og þekkingu. Ég veit það fyrir víst að þetta er að selja fyrir okkur. Ein- mitt þess vegna er mikilvægt að hafa öfluga umboðs- og þjónustuað- ila sem með okkur starfa.“ Gera strandhögg í austri og vestri Skúli Halldórsson sh@mbl.is Gengið hefur vel á árinu hjá kælitæknifyrirtækinu KAPP í Garðabæ, segir Freyr Friðriksson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins og stofn- andi. Fyrirtækið, sem áður hét Optimar-KAPP, fram- leiðir og selur kælivélar til notkunar í sjávarútvegi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Freyr segir að þjónustan skipti öllu máli í samkeppni við önnur fyrirtæki. „Það er það sem þetta gengur út á.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Rússlandi kynnti KAPP nýja tegund af ísvélum sem fyrirtækið framleiðir. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 7SJÁVARÚTVEGUR Afurðaverð á markaði 19. sept. 2018, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 432,64 Þorskur, slægður 330,22 Ýsa, óslægð 341,28 Ýsa, slægð 308,19 Ufsi, óslægður 97,53 Ufsi, slægður 134,92 Gullkarfi 179,45 Blálanga, óslægð 221,00 Blálanga, slægð 205,69 Langa, óslægð 177,98 Langa, slægð 205,37 Keila, óslægð 77,32 Keila, slægð 109,44 Steinbítur, óslægður 241,27 Steinbítur, slægður 318,41 Skötuselur, óslægður 290,00 Skötuselur, slægður 467,85 Grálúða, óslægð 229,00 Grálúða, slægð 251,07 Skarkoli, slægður 268,99 Þykkvalúra, slægð 269,68 Bleikja, flök 1.571,00 Gellur 938,00 Grásleppa, óslægð 16,00 Háfur, óslægður 76,00 Hlýri, óslægður 166,00 Hlýri, slægður 286,50 Lúða, slægð 365,27 Lýsa, óslægð 79,91 Lýsa, slægð 88,00 Náskata, slægð 79,00 Skata, óslægð 87,00 Skata, slægð 106,96 Stórkjafta, slægð 300,00 Undirmálsýsa, óslægð 105,93 Undirmálsýsa, slægð 167,00 Undirmálsþorskur, óslægður 218,00 Undirmálsþorskur, slægður 174,22 KAPP tók á dögunum þátt í al- þjóðlegu sjávarútvegssýningunni Global Fishery Forum & Seafood Expo Russia, sem haldin var í Sankti Pétursborg. Freyr segir sýninguna hafa verið langsamlega þá bestu sem hann hafi sótt. „Við deildum þarna bás með Sæplasti frá Dalvík og kynntum nýja tegund af ísvélum sem við er- um að framleiða, og bjuggum til ísinn á básnum til að sýna þeim sem þangað komu. Það er svo samdóma álit mitt og Heimis Hall- dórssonar, þjónustustjóra KAPP, sem hefur farið á margar sýningar líka, að sýningin hafi verið virki- lega góð og vel heppnuð fyrir okk- ur.“ Besta sýningin fram til þessa Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.