Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 1
EINN STÓR LEIKVÖLLURSAMEINA SÉRHÆFINGU
lvo stefnir á að setja mannlausa vörubíla á göturnar. 4
Fagfólk á ýmsum sviðum auglýsinga–
gerðar markaðsmála og miðlunar
safnast saman á Skemmuvegi. 14
VIÐSKIPTA
4
Vo
Unnið í samvinnu við
Ingigerður Guðmundsdóttir, sem stýrir Chip & Pin
Solutions á Englandi, segir samkeppni ekki
eingöngu snúast um verðlagningu.
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Kanna aðkomu Kínverja
„Ég get ekki tjáð mig um það á þess-
um tímapunkti hvaða aðila við erum í
viðræðum við um mögulega aðkomu
að uppbyggingunni en áhuginn er
sannarlega til staðar.“ Þetta segir El-
liði Vignisson, bæjarstjóri sveitarfé-
lagsins Ölfuss, þegar ViðskiptaMogg-
inn innir hann eftir svörum um hvaða
leiðir sveitarfélagið kanni í tengslum
við uppbyggingu á hafnarmann-
virkjum í Þorlákshöfn. Viðskipta-
Mogginn hefur heimildir fyrir því að í
hópi þeirra fjárfesta sem sveitarfélag-
ið ræði nú við séu kínverskir aðilar.
Elliði segir að mikil fjárfestingar-
þörf sé nú í hafnarmannvirkjunum og
að sveitarfélagið muni leita leiða til
þess að tryggja þá uppbyggingu með
hagsmuni svæðisins að leiðarljósi.
„Það er ljóst að við viljum ráðast í
framkvæmdir sem kosta munu að lág-
marki 6 til 8 milljarða. Ölfusið er eitt
mest spennandi svæði á landinu hvað
framtíðartækifæri varðar. Við höfum
stærsta jarðorkusvæði á landinu,
stærstu ferskvatnslindirnar, nálægð
við alþjóðaflugvöll, endalaust land-
svæði og að sjálfsögðu nálægð við
markaðssvæði borgarinnar. Þegar
þetta kemur allt saman má ljóst vera
að frekari uppbygging hafnarinnar
leysir úr læðingi krafta sem við höfum
ekki áður þekkt,“ segir Elliði.
Hann bendir á að færeyska skipa-
félagið Smyril Line Cargo, sem á og
rekur farþega- og vöruflutningaferj-
una Norrænu, hafi nú haldið uppi
vikulegum siglingum flutningaskips-
ins Mykines frá því á síðasta ári.
Skipið siglir m.a. til Rotterdam og er
19 þúsund tonn. Skipið tekur 90
tengivagna og 500 bíla í hverri ferð.
Hefur skipið m.a. þjónustað tals-
verðan hluta bílainnflutnings til
landsins frá því að siglingarnar hóf-
ust.
Elliði segir að siglingar Mykines
sýni að tækifæri séu í þessum sigl-
ingum og að með uppbyggingu í Þor-
lákshöfn megi auka samkeppni á
flutningamarkaði, enda sé þetta
stysta siglingaleiðin frá höfuðborg-
arsvæðinu á erlendan markað. „Það
fer svo eftir því hversu mikið fjár-
magn er sett í framkvæmd af þessu
tagi, m.a. með tilliti til dýpkunar,
stækkunar á hafnargörðum og fleira,
hversu mikil umsvifin geta orðið.“
Hann segir að framlög til uppbygg-
ingar hafnarmannvirkja séu í raun af
alltof skornum skammti og því sé
nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að
leita annarra leiða til þess að tryggja
viðunandi uppbyggingu í ljósi þess að
ríkið hefur hingað til ekki tryggt
nægt fjármagn til verksins.
„Það er ljóst að flest sveitarfélög á
landinu eiga erfitt með að bakka upp
risaframkvæmdir á hafnarmann-
virkjum. Í þessu eins og öllu öðru
þarf að láta reyna á hið fornkveðna
um að þeir fiska sem róa. Þess vegna
skoðum við þann möguleika að fá
fleiri að borðinu með okkur. Það
verður svo að koma í ljós hvaða lend-
ing næst í þeim efnum.“
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Meðal þeirra sem sýnt hafa
áhuga á að leggja fjármagn
í uppbyggingu hafnar-
aðstöðu í Þorlákshöfn eru
kínverskir fjárfestar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Elliði segir að mikil tækifæri felist í uppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn.
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
1.400
20.3.‘18
20.3.‘18
19.8.‘18
19.9.‘18
1.766,57
1.636,81
135
130
125
120
115
122,35
128,9
„Auðvitað segir það sig sjálft að ef
markaðurinn mun ekki verðmeta
okkur í takt við verðmæti eignasafns-
ins og rekstrarniðurstöðu félagsins
getur vel verið að hluthafar taki ein-
hverja svona ákvörðun. En ég held að
það væri mikið frumhlaup að fara að
leysa upp félagið núna, eftir að hafa
eytt miklum tíma og fjármunum í að
byggja það upp,“ segir Guðbrandur
Sigurðsson, framkvæmdastjóri leigu-
félagsins Heimavalla, í samtali við
ViðskiptaMoggann. Heimavellir voru
skráðir á markað í maí en í dag er
markaðsvirði félagsins töluvert undir
bókfærðu eigin fé fyrirtækisins.
Hann segir að mikil verðmæti séu
ekki aðeins í eignasafni fyrirtækisins
sem býr yfir mikilli stærðarhag-
kvæmni heldur einnig í þeim kerfum
sem félagið hefur byggt upp og hefur
trú á því að Heimavellir séu álitlegur
fjárfestingarkostur þegar
til lengri tíma er litið.
Ekki rétt að leysa félagið upp
Morgunblaðið/Eggert
Það yrði mikið frumhlaup að leysa
Heimavelli upp á þessari stundu að
sögn Guðbrands Sigurðssonar.
Heimavellir eiga mikið inni
að sögn Guðbrands
Sigurðssonar, fram-
kvæmdastjóra félagsins.
8
Þegar ríki nota Schengen-
samstarfið sem vopn í innan-
landspólitík vakna spurningar
um hvort halda
megi því til streitu.
Reyna á þolrif
Schengen
10
Marc Benioff, stofnandi Sales-
force.com, hyggst kaupa Time
Magazine af Meredith Corp og
nota sem skraut-
fjöður.
Lex: Dagblaða-
draumur Benioff
11